Braut ákærusvið lögreglustjóra lög? Viðar Hjartarson skrifar 3. október 2022 18:00 Í apríl 2019 handtók lögreglan í Reykjavík 5 ungmenni í anddyri Dómsmálaráðuneytis vegna mótmælasetu þar fram yfir skrifstofutíma. Friðsöm mótmæli og engar skemmdir unnar. Í framhaldinu voru 5-menningarnir ákærðir og dæmdir sekir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Greinarhöfundur sat nokkur dómþing þessa máls og varð sífellt meira hugsi yfir málatilbúnaðinum, þar sem hann virtist lagalega vafasamur. Óumdeilt er að gjörningurinn var nákvæmlega sá sami hjá öllum hinna ákærðu. Í lögum um meðferð sakamála 88/2008 grein 143 segir: “Ef fleiri menn en einn eru sóttir til saka fyrir þátttöku í sama verknaði SKAL það gert í einu máli, nema annað þyki hagkvæmara” og 33. grein sömu laga hljóðar svo: “Nú eru fleiri en einn maður hafðir fyrir sökum í sama máli og er þá heimilt að skipa, eða tilnefna sama mann sem verjanda beggja, eða allra, ef telja má að hagsmunir þeirra rekist ekki á”. Vissulega er ekki rík hefð hér á landi fyrir hópmálsókn eða hópvörn, en allir hljóta að sjá að ofannefndar lagagreinar “falla eins og flís að rassi” þessa máls. Þrátt fyrir skýr ákvæði laganna beitti ákærusvið lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu ákæruvaldinu með þeim hætti að gefa út eina og eina samhljóða ákæru, dreifðar yfir rúmlega 6 mánuða tímabil, þannig að hver og einn sakborningur varð að útvega sér verjanda, með tilheyrandi kostnaði, sem áætla má að numið hafi alls um 2 milljónum króna, aukalega. Fyrsti dómurinn féll í Héraðsdómi 20.okt. 2020 þar sem viðkomandi var dæmdur í 10.000 (tíuþúsund) króna sekt (!) , en gert að greiða rúmlega 600.000 (sexhundruðþúsund) krónur í málsvarnarlaun. Auðvitað mátti ákæruvaldið vita að kæmi til sakfellingar yrði sektin agnarsmá, en málskostnaðurinn biti, svo um munaði. En afleiðingar vinnubragða ákærusviðsins voru fleiri; Þannig var stofnað til fjölda óþarfa réttarhalda, sem kostað hefur ríkissjóð fúlgur fjár, en þau voru hrein endurtekning hvert af öðru, þar sem verjendur og saksóknari fluttu, efnislega, sömu ræðuna skipti eftir skipti. Sömu 4-5 lögreglumennirnir voru kallaðir í réttinn, sem vitni, úr vinnu eða fríi, til að þylja upp sama framburðinn (eðlilega) aftur og aftur og varla verður annað sagt en illa hafi verið farið með tíma dómara og annars starfsfólks réttarins. Varla hefur þetta vinnulag mikla hagkvæmni í för með sér, samanber ákvæðið í 143.greininni. Og hér vaknar spurningin. Hefðu sakborningarnir ekki verið 5 heldur 15 , hefði dómþingið þá verið endurtekið 14 sinnum, eða hvar liggja mörkin? Í bréfi til lögreglustjóra, 17.ágúst 2021 óskuðu 5-menningarnir eftir skriflegum rökstuðningi fyrir þeirri ákvörðun ákærusviðs að falla frá meginreglu 143. gr. laga 88/2008 við útgáfu ákæra á hendur þeim og þá á hvaða forsendum beiting “hagkvæmisheimildar” hafi þótt eiga við í málinu. Vísað til 21.gr stjórnsýslulaga, svo og 20.gr, en samkv. þeim lögum skal erindi svarað innan 14 daga frá móttöku.Ljósrit sent Ríkislögreglustjóra.Tveimur mánuðum seinna var fyrirspurnin svo ítrekuð. Nú eru liðnir 13 mánuðir frá því beiðnin um rökstuðning var lögð fram og enn ríkir þögnin ein á þeim bænum. Skyldi nýskipaður aðstoðarlögreglustjóri, sem jafnframt fer með stjórn ákærusviðs, vita af málinu? ´ Í apríl s.l. vísaði umboðsmaður alþingis frá beiðni unga fólksins, um álit, m.a. á þeirri forsendu að meira en eitt ár væri liðið frá því umræddur stjónsýslugjörningur var til lykta leiddur og þar til beiðni barst. M.t.t. sjálfstæðis ákæruvalds er ólíklegt að nefndin um eftirlit með störfum lögreglu (NEL) tæki erindið til athugunar, auk þess sem afgreiðslutími hennar er afar langur. Að lokum: Hópur ungs fólks hefur skriflega óskað eftir skýringum frá lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins á aðferðum ákærusviðs við útgáfu ákæra á hendur þeim, þar sem þau vinnubrögð virðast ekki vera í samræmi við ákvæði laga um meðferð sakamála og valdið þolendum fjárhagslegum skaða. Þrátt fyrir 13 mánuða bið hefur hið valdamikla embætti ekki virt fyrirspyrjendur svars. Hvað er til ráða? Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Mest lesið Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Í apríl 2019 handtók lögreglan í Reykjavík 5 ungmenni í anddyri Dómsmálaráðuneytis vegna mótmælasetu þar fram yfir skrifstofutíma. Friðsöm mótmæli og engar skemmdir unnar. Í framhaldinu voru 5-menningarnir ákærðir og dæmdir sekir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Greinarhöfundur sat nokkur dómþing þessa máls og varð sífellt meira hugsi yfir málatilbúnaðinum, þar sem hann virtist lagalega vafasamur. Óumdeilt er að gjörningurinn var nákvæmlega sá sami hjá öllum hinna ákærðu. Í lögum um meðferð sakamála 88/2008 grein 143 segir: “Ef fleiri menn en einn eru sóttir til saka fyrir þátttöku í sama verknaði SKAL það gert í einu máli, nema annað þyki hagkvæmara” og 33. grein sömu laga hljóðar svo: “Nú eru fleiri en einn maður hafðir fyrir sökum í sama máli og er þá heimilt að skipa, eða tilnefna sama mann sem verjanda beggja, eða allra, ef telja má að hagsmunir þeirra rekist ekki á”. Vissulega er ekki rík hefð hér á landi fyrir hópmálsókn eða hópvörn, en allir hljóta að sjá að ofannefndar lagagreinar “falla eins og flís að rassi” þessa máls. Þrátt fyrir skýr ákvæði laganna beitti ákærusvið lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu ákæruvaldinu með þeim hætti að gefa út eina og eina samhljóða ákæru, dreifðar yfir rúmlega 6 mánuða tímabil, þannig að hver og einn sakborningur varð að útvega sér verjanda, með tilheyrandi kostnaði, sem áætla má að numið hafi alls um 2 milljónum króna, aukalega. Fyrsti dómurinn féll í Héraðsdómi 20.okt. 2020 þar sem viðkomandi var dæmdur í 10.000 (tíuþúsund) króna sekt (!) , en gert að greiða rúmlega 600.000 (sexhundruðþúsund) krónur í málsvarnarlaun. Auðvitað mátti ákæruvaldið vita að kæmi til sakfellingar yrði sektin agnarsmá, en málskostnaðurinn biti, svo um munaði. En afleiðingar vinnubragða ákærusviðsins voru fleiri; Þannig var stofnað til fjölda óþarfa réttarhalda, sem kostað hefur ríkissjóð fúlgur fjár, en þau voru hrein endurtekning hvert af öðru, þar sem verjendur og saksóknari fluttu, efnislega, sömu ræðuna skipti eftir skipti. Sömu 4-5 lögreglumennirnir voru kallaðir í réttinn, sem vitni, úr vinnu eða fríi, til að þylja upp sama framburðinn (eðlilega) aftur og aftur og varla verður annað sagt en illa hafi verið farið með tíma dómara og annars starfsfólks réttarins. Varla hefur þetta vinnulag mikla hagkvæmni í för með sér, samanber ákvæðið í 143.greininni. Og hér vaknar spurningin. Hefðu sakborningarnir ekki verið 5 heldur 15 , hefði dómþingið þá verið endurtekið 14 sinnum, eða hvar liggja mörkin? Í bréfi til lögreglustjóra, 17.ágúst 2021 óskuðu 5-menningarnir eftir skriflegum rökstuðningi fyrir þeirri ákvörðun ákærusviðs að falla frá meginreglu 143. gr. laga 88/2008 við útgáfu ákæra á hendur þeim og þá á hvaða forsendum beiting “hagkvæmisheimildar” hafi þótt eiga við í málinu. Vísað til 21.gr stjórnsýslulaga, svo og 20.gr, en samkv. þeim lögum skal erindi svarað innan 14 daga frá móttöku.Ljósrit sent Ríkislögreglustjóra.Tveimur mánuðum seinna var fyrirspurnin svo ítrekuð. Nú eru liðnir 13 mánuðir frá því beiðnin um rökstuðning var lögð fram og enn ríkir þögnin ein á þeim bænum. Skyldi nýskipaður aðstoðarlögreglustjóri, sem jafnframt fer með stjórn ákærusviðs, vita af málinu? ´ Í apríl s.l. vísaði umboðsmaður alþingis frá beiðni unga fólksins, um álit, m.a. á þeirri forsendu að meira en eitt ár væri liðið frá því umræddur stjónsýslugjörningur var til lykta leiddur og þar til beiðni barst. M.t.t. sjálfstæðis ákæruvalds er ólíklegt að nefndin um eftirlit með störfum lögreglu (NEL) tæki erindið til athugunar, auk þess sem afgreiðslutími hennar er afar langur. Að lokum: Hópur ungs fólks hefur skriflega óskað eftir skýringum frá lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins á aðferðum ákærusviðs við útgáfu ákæra á hendur þeim, þar sem þau vinnubrögð virðast ekki vera í samræmi við ákvæði laga um meðferð sakamála og valdið þolendum fjárhagslegum skaða. Þrátt fyrir 13 mánuða bið hefur hið valdamikla embætti ekki virt fyrirspyrjendur svars. Hvað er til ráða? Höfundur er læknir.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun