MH klúðrar málunum enn þá á kostnað þolenda Brynhildur Karlsdóttir skrifar 4. október 2022 11:30 Þegar ég var sautján ára nemandi í MH var mér nauðgað af vini mínum og skólabróður. Þegar ég safnaði loksins kjarki til að segja skólayfirvöldum frá því mættu mér lokaðar dyr. Kvíðaköst, ótti og áfallastreita breyttu því ekki að ég hafði aldrei kært atvikið til lögreglu og skólastjórnendur gátu ekki boðið mér betur en að skipta um skóla. Draumaskólinn MH var í baksýnisspeglinum og fljótlega hætti ég að mæta í MK, þar sem ég þekkti engan, og flosnaði upp úr námi. Á svipuðum tíma var besta vinkona mín hún Elísabet í svipuðu stríði. Hún kærði hrottalega nauðgun og studdi mál sitt með veigamiklum sönnunum. Samt þurfti hún að rekast á ofbeldismanninn á göngum skólans og sitja með honum í dönskutímum. Elísabet fékk hvergi réttlæti, enginn passaði upp á hana og hún ein var látin axla ábyrgð á því ofbeldi sem hún varð fyrir, sautján ára gömul. Hún framdi sjálfsmorð árið 2019. Nú, meira en tíu árum síðar, tekur nemandi í MH af skarið, tekur sér rauðan varalit í hönd og notar hann sem skriffæri, skrifar skilaboð sín stórum stöfum á spegil í skólanum. „Af hverju er ég að labba á sömu göngum og nauðgarar?“ Þetta veit ég vegna þess að ég á bæði systur og mágkonu í MH, þær lýsa hálfgerðri byltingu meðal nemenda, hrífandi mótmælagjörningi og áhrifamikilli aðgerð. Þær lýsa nöfnum sem letruð eru á speglana, eins og til að segja: „Passið ykkur á þessum“. Allt inniber þetta skýra kröfu nemenda um réttlæti. Það er síðan lýsandi að heyra um viðbrögð skólastjórnenda. Fyrstu viðbrögð starfsmanna sem mæta á svæðið eru að afskrifa uppátækið sem múgæsing eða „fjöldahysteríu“. Strax er hanskinn tekinn upp fyrir strákana og ekkert mark tekið á þolendum, meira að segja speglarnir fengu meiri samúð en þær! Einn starfsmaðurinn hrópaði upp yfir sig að nú væri hreinlega búið að taka þessa drengi „af lífi“. Svona gífuryrði eru reyksprengja enda kostar kynferðisofbeldi vissulega mannslíf, það eru þolendur sem láta lífið, þolendur eins og Elísabet. Þetta fyllir mig reiði. Það mætti halda að stefna skólans sé vísvitandi að klúðra viðkvæmum málum á kostnað þolenda, sama stefna og þegar ég var nemandi, framfylgt af sama starfsfólki. Í skóla sem hefur það orð á sér að vera framsýnn og opinn sýnist mér ekkert hafa breyst, heilli Metoo byltingu síðar. Ef við getum ekki kennt strákunum okkar að hætta að nauðga þá verðum við að verja stelpurnar okkar fyrir þeirri lítilsvirðingu að skólayfirvöld taki ekki mark á þeim. Höfundur er móðir, listakona og fyrrum nemandi í MH. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framhaldsskólar MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég var sautján ára nemandi í MH var mér nauðgað af vini mínum og skólabróður. Þegar ég safnaði loksins kjarki til að segja skólayfirvöldum frá því mættu mér lokaðar dyr. Kvíðaköst, ótti og áfallastreita breyttu því ekki að ég hafði aldrei kært atvikið til lögreglu og skólastjórnendur gátu ekki boðið mér betur en að skipta um skóla. Draumaskólinn MH var í baksýnisspeglinum og fljótlega hætti ég að mæta í MK, þar sem ég þekkti engan, og flosnaði upp úr námi. Á svipuðum tíma var besta vinkona mín hún Elísabet í svipuðu stríði. Hún kærði hrottalega nauðgun og studdi mál sitt með veigamiklum sönnunum. Samt þurfti hún að rekast á ofbeldismanninn á göngum skólans og sitja með honum í dönskutímum. Elísabet fékk hvergi réttlæti, enginn passaði upp á hana og hún ein var látin axla ábyrgð á því ofbeldi sem hún varð fyrir, sautján ára gömul. Hún framdi sjálfsmorð árið 2019. Nú, meira en tíu árum síðar, tekur nemandi í MH af skarið, tekur sér rauðan varalit í hönd og notar hann sem skriffæri, skrifar skilaboð sín stórum stöfum á spegil í skólanum. „Af hverju er ég að labba á sömu göngum og nauðgarar?“ Þetta veit ég vegna þess að ég á bæði systur og mágkonu í MH, þær lýsa hálfgerðri byltingu meðal nemenda, hrífandi mótmælagjörningi og áhrifamikilli aðgerð. Þær lýsa nöfnum sem letruð eru á speglana, eins og til að segja: „Passið ykkur á þessum“. Allt inniber þetta skýra kröfu nemenda um réttlæti. Það er síðan lýsandi að heyra um viðbrögð skólastjórnenda. Fyrstu viðbrögð starfsmanna sem mæta á svæðið eru að afskrifa uppátækið sem múgæsing eða „fjöldahysteríu“. Strax er hanskinn tekinn upp fyrir strákana og ekkert mark tekið á þolendum, meira að segja speglarnir fengu meiri samúð en þær! Einn starfsmaðurinn hrópaði upp yfir sig að nú væri hreinlega búið að taka þessa drengi „af lífi“. Svona gífuryrði eru reyksprengja enda kostar kynferðisofbeldi vissulega mannslíf, það eru þolendur sem láta lífið, þolendur eins og Elísabet. Þetta fyllir mig reiði. Það mætti halda að stefna skólans sé vísvitandi að klúðra viðkvæmum málum á kostnað þolenda, sama stefna og þegar ég var nemandi, framfylgt af sama starfsfólki. Í skóla sem hefur það orð á sér að vera framsýnn og opinn sýnist mér ekkert hafa breyst, heilli Metoo byltingu síðar. Ef við getum ekki kennt strákunum okkar að hætta að nauðga þá verðum við að verja stelpurnar okkar fyrir þeirri lítilsvirðingu að skólayfirvöld taki ekki mark á þeim. Höfundur er móðir, listakona og fyrrum nemandi í MH.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun