MH klúðrar málunum enn þá á kostnað þolenda Brynhildur Karlsdóttir skrifar 4. október 2022 11:30 Þegar ég var sautján ára nemandi í MH var mér nauðgað af vini mínum og skólabróður. Þegar ég safnaði loksins kjarki til að segja skólayfirvöldum frá því mættu mér lokaðar dyr. Kvíðaköst, ótti og áfallastreita breyttu því ekki að ég hafði aldrei kært atvikið til lögreglu og skólastjórnendur gátu ekki boðið mér betur en að skipta um skóla. Draumaskólinn MH var í baksýnisspeglinum og fljótlega hætti ég að mæta í MK, þar sem ég þekkti engan, og flosnaði upp úr námi. Á svipuðum tíma var besta vinkona mín hún Elísabet í svipuðu stríði. Hún kærði hrottalega nauðgun og studdi mál sitt með veigamiklum sönnunum. Samt þurfti hún að rekast á ofbeldismanninn á göngum skólans og sitja með honum í dönskutímum. Elísabet fékk hvergi réttlæti, enginn passaði upp á hana og hún ein var látin axla ábyrgð á því ofbeldi sem hún varð fyrir, sautján ára gömul. Hún framdi sjálfsmorð árið 2019. Nú, meira en tíu árum síðar, tekur nemandi í MH af skarið, tekur sér rauðan varalit í hönd og notar hann sem skriffæri, skrifar skilaboð sín stórum stöfum á spegil í skólanum. „Af hverju er ég að labba á sömu göngum og nauðgarar?“ Þetta veit ég vegna þess að ég á bæði systur og mágkonu í MH, þær lýsa hálfgerðri byltingu meðal nemenda, hrífandi mótmælagjörningi og áhrifamikilli aðgerð. Þær lýsa nöfnum sem letruð eru á speglana, eins og til að segja: „Passið ykkur á þessum“. Allt inniber þetta skýra kröfu nemenda um réttlæti. Það er síðan lýsandi að heyra um viðbrögð skólastjórnenda. Fyrstu viðbrögð starfsmanna sem mæta á svæðið eru að afskrifa uppátækið sem múgæsing eða „fjöldahysteríu“. Strax er hanskinn tekinn upp fyrir strákana og ekkert mark tekið á þolendum, meira að segja speglarnir fengu meiri samúð en þær! Einn starfsmaðurinn hrópaði upp yfir sig að nú væri hreinlega búið að taka þessa drengi „af lífi“. Svona gífuryrði eru reyksprengja enda kostar kynferðisofbeldi vissulega mannslíf, það eru þolendur sem láta lífið, þolendur eins og Elísabet. Þetta fyllir mig reiði. Það mætti halda að stefna skólans sé vísvitandi að klúðra viðkvæmum málum á kostnað þolenda, sama stefna og þegar ég var nemandi, framfylgt af sama starfsfólki. Í skóla sem hefur það orð á sér að vera framsýnn og opinn sýnist mér ekkert hafa breyst, heilli Metoo byltingu síðar. Ef við getum ekki kennt strákunum okkar að hætta að nauðga þá verðum við að verja stelpurnar okkar fyrir þeirri lítilsvirðingu að skólayfirvöld taki ekki mark á þeim. Höfundur er móðir, listakona og fyrrum nemandi í MH. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framhaldsskólar MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar ég var sautján ára nemandi í MH var mér nauðgað af vini mínum og skólabróður. Þegar ég safnaði loksins kjarki til að segja skólayfirvöldum frá því mættu mér lokaðar dyr. Kvíðaköst, ótti og áfallastreita breyttu því ekki að ég hafði aldrei kært atvikið til lögreglu og skólastjórnendur gátu ekki boðið mér betur en að skipta um skóla. Draumaskólinn MH var í baksýnisspeglinum og fljótlega hætti ég að mæta í MK, þar sem ég þekkti engan, og flosnaði upp úr námi. Á svipuðum tíma var besta vinkona mín hún Elísabet í svipuðu stríði. Hún kærði hrottalega nauðgun og studdi mál sitt með veigamiklum sönnunum. Samt þurfti hún að rekast á ofbeldismanninn á göngum skólans og sitja með honum í dönskutímum. Elísabet fékk hvergi réttlæti, enginn passaði upp á hana og hún ein var látin axla ábyrgð á því ofbeldi sem hún varð fyrir, sautján ára gömul. Hún framdi sjálfsmorð árið 2019. Nú, meira en tíu árum síðar, tekur nemandi í MH af skarið, tekur sér rauðan varalit í hönd og notar hann sem skriffæri, skrifar skilaboð sín stórum stöfum á spegil í skólanum. „Af hverju er ég að labba á sömu göngum og nauðgarar?“ Þetta veit ég vegna þess að ég á bæði systur og mágkonu í MH, þær lýsa hálfgerðri byltingu meðal nemenda, hrífandi mótmælagjörningi og áhrifamikilli aðgerð. Þær lýsa nöfnum sem letruð eru á speglana, eins og til að segja: „Passið ykkur á þessum“. Allt inniber þetta skýra kröfu nemenda um réttlæti. Það er síðan lýsandi að heyra um viðbrögð skólastjórnenda. Fyrstu viðbrögð starfsmanna sem mæta á svæðið eru að afskrifa uppátækið sem múgæsing eða „fjöldahysteríu“. Strax er hanskinn tekinn upp fyrir strákana og ekkert mark tekið á þolendum, meira að segja speglarnir fengu meiri samúð en þær! Einn starfsmaðurinn hrópaði upp yfir sig að nú væri hreinlega búið að taka þessa drengi „af lífi“. Svona gífuryrði eru reyksprengja enda kostar kynferðisofbeldi vissulega mannslíf, það eru þolendur sem láta lífið, þolendur eins og Elísabet. Þetta fyllir mig reiði. Það mætti halda að stefna skólans sé vísvitandi að klúðra viðkvæmum málum á kostnað þolenda, sama stefna og þegar ég var nemandi, framfylgt af sama starfsfólki. Í skóla sem hefur það orð á sér að vera framsýnn og opinn sýnist mér ekkert hafa breyst, heilli Metoo byltingu síðar. Ef við getum ekki kennt strákunum okkar að hætta að nauðga þá verðum við að verja stelpurnar okkar fyrir þeirri lítilsvirðingu að skólayfirvöld taki ekki mark á þeim. Höfundur er móðir, listakona og fyrrum nemandi í MH.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun