Skammast sín ekki fyrir að skipta um skoðun Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. október 2022 13:55 Liz Truss forsætisráðherra og Kwasi Kwarteng fjármálaráðherra hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. AP/Stefan Rousseau Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, segist ekki skammast sín fyrir að hafa dregið umdeilda tekjuskattslækkun til baka en hún hafi tekið ákvörðunina mjög fljótlega þar sem skattalækkunin hafi verið að draga athygli frá öðrum aðgerðum ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. Hún sætir nú gagnrýni úr öllum áttum, þar á meðal innan raða eigin flokks. „Allt sem ég hef gert sem forsætisráðherra hefur verið til að hjálpa fólki í gegnum mjög erfiðan vetur og mjög erfiðar kringumstæður og að koma landinu á betri grunn í framtíðinni,“ sagði Truss í viðtali við Sky News í dag. Þá sagðist hún bera fullt traust til fjármálaráðherrans Kwasi Kwarteng en hún forðaðist ítrekað að svara spurningum blaðamanna þess efnis í morgun. Do you trust your Chancellor after the mistake he made? Liz Truss does not directly say she trusts Kwasi Kwarteng, instead she comments on the closeness of their working relationship and their shared focus on growing the economy.https://t.co/WUnquWvHqf Sky 501 and YouTube pic.twitter.com/hNZ6TucbGw— Sky News (@SkyNews) October 4, 2022 Ríkisstjórnin ákvað í gærmorgun að falla frá áætlunum um að afnema 45 prósentustiga tekjuskattsþrepið, sem myndi aðeins gagnast tekjuhæstu einstaklingunum í Bretlandi. Að sögn Truss afnám þrepsins ekki í forgangi að svo stöddu fyrir ríkisstjórnina. Gagnrýni úr öllum áttum Um var að ræða einn umdeildasta liðinn í fjárlagafrumvarpinu sem fjármálaráðherra lagði fram á dögunum en Bretar horfa fram á orkukreppu í vetur og gríðarlega verðbólgu. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu ríkisstjórn Truss harðlega og sögðu forsætisráðherrann og fjármálaráðherrann þurfa að bera ábyrgð á þeirri ringulreið sem þau hafi skapað. Suella speaks a lot of good sense, as usual. https://t.co/EHEPhhZ0sX— Simon Clarke MP (@SimonClarkeMP) October 4, 2022 Eftir að Truss snerist hugur hefur hún þó verið gagnrýnd af meðlimum eigin ríkisstjórnar en Suella Braverman, innanríkisráðherra Bretlands, sagði ákvörðun hennar hafa verið mikil vonbrigði. Þá hafi meðlimir hennar eigin flokks, Íhaldsflokksins, „í raun sviðsett valdarán“ og gert lítið úr forsætisráðherranum. Simon Clarke, húsnæðis- og samfélagsráðherra, tók þá undir með Suellu en Priti Patel, fyrrverandi innanríkisráðherra, sakaði Truss og Kwarteng um að „eyða eins og enginn sé morgundagurinn“ og að sagði vandamálið aðeins eftir að versna. Bretland Efnahagsmál Tengdar fréttir Draga umdeilda tekjuskattslækkun til baka Kwasi Kwarteng, fjármálaráðherra Bretlands, staðfesti við BBC í morgun að ríkisstjórnin hygðist falla frá áætlunum um að afnema 45 prósenta tekjuskattsþrepið. 3. október 2022 07:21 Liz Truss gefur ekkert eftir varðandi skattalækkanir Liz Truss forsætisráðherra Bretlands varði í dag nýlegar efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar sem meðal annars fela í sér miklar skattalækkanir á hina efnameiri. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar við stefnunni og áhrifum hennar á alþjóðlega markaði og hvatti bresku stjórnina í vikunni til að draga þær til baka. 29. september 2022 19:41 Hvetja bresk stjórnvöld til að endurskoða skattalækkunaráform Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvetur bresku ríkisstjórnina til að endurskoða áform sín um stórfelldar skattalækkanir. Hagfræðingar sjóðsins vara við því að aðgerðin verði eldsneyti á frekara verðbólgubál og magni upp ójöfnuð. 28. september 2022 08:54 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
„Allt sem ég hef gert sem forsætisráðherra hefur verið til að hjálpa fólki í gegnum mjög erfiðan vetur og mjög erfiðar kringumstæður og að koma landinu á betri grunn í framtíðinni,“ sagði Truss í viðtali við Sky News í dag. Þá sagðist hún bera fullt traust til fjármálaráðherrans Kwasi Kwarteng en hún forðaðist ítrekað að svara spurningum blaðamanna þess efnis í morgun. Do you trust your Chancellor after the mistake he made? Liz Truss does not directly say she trusts Kwasi Kwarteng, instead she comments on the closeness of their working relationship and their shared focus on growing the economy.https://t.co/WUnquWvHqf Sky 501 and YouTube pic.twitter.com/hNZ6TucbGw— Sky News (@SkyNews) October 4, 2022 Ríkisstjórnin ákvað í gærmorgun að falla frá áætlunum um að afnema 45 prósentustiga tekjuskattsþrepið, sem myndi aðeins gagnast tekjuhæstu einstaklingunum í Bretlandi. Að sögn Truss afnám þrepsins ekki í forgangi að svo stöddu fyrir ríkisstjórnina. Gagnrýni úr öllum áttum Um var að ræða einn umdeildasta liðinn í fjárlagafrumvarpinu sem fjármálaráðherra lagði fram á dögunum en Bretar horfa fram á orkukreppu í vetur og gríðarlega verðbólgu. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu ríkisstjórn Truss harðlega og sögðu forsætisráðherrann og fjármálaráðherrann þurfa að bera ábyrgð á þeirri ringulreið sem þau hafi skapað. Suella speaks a lot of good sense, as usual. https://t.co/EHEPhhZ0sX— Simon Clarke MP (@SimonClarkeMP) October 4, 2022 Eftir að Truss snerist hugur hefur hún þó verið gagnrýnd af meðlimum eigin ríkisstjórnar en Suella Braverman, innanríkisráðherra Bretlands, sagði ákvörðun hennar hafa verið mikil vonbrigði. Þá hafi meðlimir hennar eigin flokks, Íhaldsflokksins, „í raun sviðsett valdarán“ og gert lítið úr forsætisráðherranum. Simon Clarke, húsnæðis- og samfélagsráðherra, tók þá undir með Suellu en Priti Patel, fyrrverandi innanríkisráðherra, sakaði Truss og Kwarteng um að „eyða eins og enginn sé morgundagurinn“ og að sagði vandamálið aðeins eftir að versna.
Bretland Efnahagsmál Tengdar fréttir Draga umdeilda tekjuskattslækkun til baka Kwasi Kwarteng, fjármálaráðherra Bretlands, staðfesti við BBC í morgun að ríkisstjórnin hygðist falla frá áætlunum um að afnema 45 prósenta tekjuskattsþrepið. 3. október 2022 07:21 Liz Truss gefur ekkert eftir varðandi skattalækkanir Liz Truss forsætisráðherra Bretlands varði í dag nýlegar efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar sem meðal annars fela í sér miklar skattalækkanir á hina efnameiri. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar við stefnunni og áhrifum hennar á alþjóðlega markaði og hvatti bresku stjórnina í vikunni til að draga þær til baka. 29. september 2022 19:41 Hvetja bresk stjórnvöld til að endurskoða skattalækkunaráform Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvetur bresku ríkisstjórnina til að endurskoða áform sín um stórfelldar skattalækkanir. Hagfræðingar sjóðsins vara við því að aðgerðin verði eldsneyti á frekara verðbólgubál og magni upp ójöfnuð. 28. september 2022 08:54 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Draga umdeilda tekjuskattslækkun til baka Kwasi Kwarteng, fjármálaráðherra Bretlands, staðfesti við BBC í morgun að ríkisstjórnin hygðist falla frá áætlunum um að afnema 45 prósenta tekjuskattsþrepið. 3. október 2022 07:21
Liz Truss gefur ekkert eftir varðandi skattalækkanir Liz Truss forsætisráðherra Bretlands varði í dag nýlegar efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar sem meðal annars fela í sér miklar skattalækkanir á hina efnameiri. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar við stefnunni og áhrifum hennar á alþjóðlega markaði og hvatti bresku stjórnina í vikunni til að draga þær til baka. 29. september 2022 19:41
Hvetja bresk stjórnvöld til að endurskoða skattalækkunaráform Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvetur bresku ríkisstjórnina til að endurskoða áform sín um stórfelldar skattalækkanir. Hagfræðingar sjóðsins vara við því að aðgerðin verði eldsneyti á frekara verðbólgubál og magni upp ójöfnuð. 28. september 2022 08:54