Tölvupóstsamskipti sýna að Þór fékk grænt ljós áður en það varð rautt Valur Páll Eiríksson skrifar 5. október 2022 08:32 Pablo Hernandez lék eina leiktíð með Þór Akureyri 2019-20 og samdi við Þór Þorlákshöfn í sumar. Vísir/Bára Dröfn Formaður körfuknattleiksdeildar Þórs úr Þorlákshöfn segir vinnubrögð Körfuknattleikssambands Íslands í kringum félagsskipti Spánverjans Pablo Hernández koma illa niður á félaginu. Formaður sambandsins segist skilja gremju Þórsara en regluverkið sé skýrt. Samkvæmt reglum KKÍ mega aðeins þrír erlendir leikmenn vera á vellinum samtímis fyrir hvert lið. Einhverjir sem eru með erlent vegabréf eru undanþegnir því að flokkast sem útlendingar á grundvelli svokallaðrar þriggja ára reglu. Sú regla segir að leikmaður sem hefur verið búsettur hér á landi í þrjú ár, samkvæmt búsetuvottorði frá Þjóðskrá, teljist sem Íslendingur hvað regluna varðar. Fyrirspurn Þórs til KKÍ þar sem lögheimilssaga Hernández fylgir.Skjáskot Þórsarar töldu Pablo Hernández uppfylla þau skilyrði þar sem hann hefur verið með skráða búsetu hér á landi í þrjú ár. Þór sendi fyrirspurn til KKÍ þann 21. júní, þar sem skírteinið frá Þjóðskrá fylgdi, og spurði sambandið hvort Hernández væri ekki undanþeginn reglunni. Sama dag fékkst svar frá Kristni Geir Pálssyni, afreksstjóra KKÍ, þar sem sagði einfaldlega : „Staðfest! Frá og með 01.09.2022 er hann löglegur á þriggja ára reglunni“. Svar Kristins Geirs við fyrirspurn Þórs. Sjá má á tímasetningunni efst að póstinum var svarað stundarfjórðungi eftir að Þór sendi fyrirspurnina.Skjáskot Þann 15. júlí kynntu Þórsarar Hernández til leiks sem nýjan leikmann liðsins sem teldist til Íslendinga á grundvelli reglugerðar KKÍ og staðfestingar sem fékkst frá sambandinu í júní. Tæpum mánuði síðar, þann 9. ágúst, sendi Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, bréf til allra félaga þar sem segir: „Þessi regla gildir ekki fyrir erlenda leikmenn sem hafa leikið með erlendum félagsliðum á þessu þriggja ára tímabili eða slepptu því að skrá sig úr þjóðskrá þegar þeir hættu að leika með íslensku félagsliði og fluttu af landi brott. Reglunni er ætlað að ná til þeirra sem búa á Íslandi, hafa átt samfellda búsetu undanfarin þrjú ár eða lengur og hafa skapað sér heimili til framtíðar í landinu”. Tölvupóstur sem Hannes S. Jónsson sendir til allra félaga þann 9. ágúst.Skjáskot Hernández lék aðeins eina leiktíð hér á landi, frá 2019 til 2020 með Þór á Akureyri, en frá vorinu 2020 þar til hann samdi við Þór í sumar hefur hann leikið í heimalandi sínu, Spáni. Honum virðist hins vegar hafa láðst að skrá búferlaflutning við brottförina frá Íslandi vorið 2020 og var því með skráða búsetu hér á landi í þrjú ár, þrátt fyrir að leika á Spáni síðustu tvö. Þrátt fyrir það fékkst áðurnefnd staðfesting frá KKÍ í júní, þar sem reglan segir til um búsetuvottorðið en ekki til um hvort leikmönnum sé neitað á grundvelli þess að hafa spilað annarsstaðar í millitíðinni, líkt og segir í pósti Hannesar frá 9. ágúst. Svörin skýr frá KKÍ Þórsarar voru ósáttir við þessa niðurstöðu KKÍ, enda samdi liðið við Hernández í góðri trú um að leikmaðurinn myndi teljast sem Íslendingur í samræmi við staðfestingarpóstinn sem fékkst frá KKÍ þann 21. júní. „KKÍ svarar því fyrst í vor að það sé öruggt að það verði engar breytingar á reglunum fyrr en á næsta ársþingi. Svo spyrjumst við fyrir um Hernández í júní og fáum svar frá afreksstjóra KKÍ og á þeim tíma var það alveg á hreinu að það væri hægt að veita leyfi,“ segir Jóhanna M. Hjartardóttir, formaður körfuknattleiksdeildar Þórs, í samtali við Vísi. Póstur frá KKÍ frá því í vor þar sem staðfest er að engar breytingar verði á reglum um erlenda leikmenn.Skjáskot „Síðan ráðum við leikmanninn en á þeim tímapunkti var ekki búið að sækja formlega um leyfi til KKÍ. Þó svo að við höfum ekki sótt um leyfi fyrir viðkomandi leikmann sem Íslending, fengum við skýr svör í júní. Síðan kemur tilkynning um reglugerðarbreytingu 9. ágúst síðastliðinn. Þessi vinnubrögð eru ekki líðandi og er vinnuumhverfi liða sem eru að undirbúa sig fyrir keppni miklum annmörkum háð þegar við getum átt von á reglugerðarbreytingum korter í mót“ segir Jóhanna og bætir við: „Við sendum þá fyrirspurn sem var stíluð á stjórn KKÍ og höfum við ekki fengið formlegt svar frá stjórn KKÍ, en ég hef átt samtal við Kristinn, sem er starfsmaður KKÍ. Þegar ég sendi sérstakan póst á stjórn KKÍ þá er eðlilegt að fá formlegt svar frá stjórninni.“ Undirmönnun og álag á skrifstofunni Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, harmar stöðuna og þykir miður að Þórsarar hafi fengið þessi svör frá sambandinu í júní. Hann kennir um álagi á skrifstofunni og að Kristinn hafi gengið útfrá því að Hernández hefði raunverulega verið búsettur hér í þrjú ár. „Skrifstofa KKÍ er vel undirmönnuð og hér eru mjög fáir. Sumarið er mjög stór tími fyrir okkur í vinnu. Hann sér bara þetta eina skjal og áttaði sig ekki á því hvaða leikmaður þetta var. Hann sá bara skjalið sem slíkt og gekk bara út frá því að um væri að ræða leikmann sem hefði raunverulega verið hér í þrjú ár,“ „Ef hann hefði verið með öll gögn fyrir framan sig þegar hann svarar þessu, þá hefði hann aldrei svarað þessu svona. En hann heldur, eins og aðrir hjá KKÍ, í góðri trú að þetta [búsetuvottorðið] væri nóg til að sýna og sanna að viðkomandi væri búinn að vera hér í þrjú ár. En síðan kemur bara annað í ljós,“ segir Hannes við Vísi. Vinnubrögð Þórsara mátt vera betri Hannes segir þá enn fremur að eðlilegt hefði verið að önnur gögn hefðu fylgt frá Þórsurum, umfram þetta eina skjal sem sýndi fram á búsetu. Þegar leikmaður kemur til íslensks liðs frá erlendu liði, líkt og var í tilfelli Hernández, þarf að óska eftir leyfisbréfi eða svokölluðu „loci“ eða „letter of clearance“. En slíkt þarf ekki þegar leikmenn skipta milli innlendra liða. „Þórsarar, í þessu tilfelli, sendu bara inn þetta skjal en óskuðu ekki eftir letter of clearance. Þess vegna gekk Kiddi útfrá því að þetta væri einhver sem hefði verið hérna á landinu. Ef það hefði komið á sama tíma beiðni um letter of clearance, sem hefðu verið eðlileg vinnubrögð hjá Þór Þorlákshöfn, þá hefði hann aldrei svarað þessu eins og hann gerði í lok júní,“ segir Hannes. Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands. Hannes segir þá að reglunum hafi ekki verið breytt. Öllum sé ljóst að reglan eigi ekki við um Hernández þar sem hann hafi raunverulega aðeins búið hér í eitt ár, þó að vottorðið sem Þór hafi sent inn á borð KKÍ segi til um annað. „Það er engu breytt í reglunni, reglan er bara skýr með það að leikmaður þarf að hafa verið hérna þannig að við getum ekki veitt einhverjum þessa keppnisheimild. Viðkomandi hefur bara spilað á Íslandi í eitt ár. Þá getur viðkomandi ekki fallið undir þessa reglu,“ „Við sendum svo í rauninni bara áréttingu á því hvað þessi þriggja ára regla þýðir í ágúst,“ segir Hannes. Skilur gremju Þórsara en segir þeim hafa verið svarað „Ég skil þessa gremju og að þeim þyki þetta leitt,“ segir Hannes en hann segir að félagið hafi fengið svör frá Kristni í ágúst þegar áréttingin á reglunni hafi verið send út á félögin. Fyrir honum var þetta mál klárað. „Þau fengu klárlega svör bæði í gegnum síma og svo hafa þau verið í einhverjum tölvupóstssamskiptum. Ég veit að Kristinn er búinn að útskýra þetta, varðandi þennan póst sem Þór segir að ekki hafi verið svarað, hann er búinn að svara því í síma og hann gerði það fyrir hönd mín og stjórnar,“ segir Hannes sem segir að það hefði mögulega eitthvað mátt fara betur af hálfu KKÍ. „Það má vel vera að í einhverju af þessu höfum við átt að gera betur og þá skal ég taka það á mig, enginn annar. Ef að menn vilja finna blóraböggul má gera hann úr mér“. „Við höfum verið í töluverðum samskiptum við Þór Þorlákshöfn útaf öðrum málum og þau hefðu þá líka mátt ítreka til okkar eða mín persónulega að svara fyrir þetta mál. Mér þykir mjög leiðinlegt að svo sé ekki, en ég hélt í góðri samvisku að þetta mál hefði verið klárað,“ segir Hannes. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Samkvæmt reglum KKÍ mega aðeins þrír erlendir leikmenn vera á vellinum samtímis fyrir hvert lið. Einhverjir sem eru með erlent vegabréf eru undanþegnir því að flokkast sem útlendingar á grundvelli svokallaðrar þriggja ára reglu. Sú regla segir að leikmaður sem hefur verið búsettur hér á landi í þrjú ár, samkvæmt búsetuvottorði frá Þjóðskrá, teljist sem Íslendingur hvað regluna varðar. Fyrirspurn Þórs til KKÍ þar sem lögheimilssaga Hernández fylgir.Skjáskot Þórsarar töldu Pablo Hernández uppfylla þau skilyrði þar sem hann hefur verið með skráða búsetu hér á landi í þrjú ár. Þór sendi fyrirspurn til KKÍ þann 21. júní, þar sem skírteinið frá Þjóðskrá fylgdi, og spurði sambandið hvort Hernández væri ekki undanþeginn reglunni. Sama dag fékkst svar frá Kristni Geir Pálssyni, afreksstjóra KKÍ, þar sem sagði einfaldlega : „Staðfest! Frá og með 01.09.2022 er hann löglegur á þriggja ára reglunni“. Svar Kristins Geirs við fyrirspurn Þórs. Sjá má á tímasetningunni efst að póstinum var svarað stundarfjórðungi eftir að Þór sendi fyrirspurnina.Skjáskot Þann 15. júlí kynntu Þórsarar Hernández til leiks sem nýjan leikmann liðsins sem teldist til Íslendinga á grundvelli reglugerðar KKÍ og staðfestingar sem fékkst frá sambandinu í júní. Tæpum mánuði síðar, þann 9. ágúst, sendi Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, bréf til allra félaga þar sem segir: „Þessi regla gildir ekki fyrir erlenda leikmenn sem hafa leikið með erlendum félagsliðum á þessu þriggja ára tímabili eða slepptu því að skrá sig úr þjóðskrá þegar þeir hættu að leika með íslensku félagsliði og fluttu af landi brott. Reglunni er ætlað að ná til þeirra sem búa á Íslandi, hafa átt samfellda búsetu undanfarin þrjú ár eða lengur og hafa skapað sér heimili til framtíðar í landinu”. Tölvupóstur sem Hannes S. Jónsson sendir til allra félaga þann 9. ágúst.Skjáskot Hernández lék aðeins eina leiktíð hér á landi, frá 2019 til 2020 með Þór á Akureyri, en frá vorinu 2020 þar til hann samdi við Þór í sumar hefur hann leikið í heimalandi sínu, Spáni. Honum virðist hins vegar hafa láðst að skrá búferlaflutning við brottförina frá Íslandi vorið 2020 og var því með skráða búsetu hér á landi í þrjú ár, þrátt fyrir að leika á Spáni síðustu tvö. Þrátt fyrir það fékkst áðurnefnd staðfesting frá KKÍ í júní, þar sem reglan segir til um búsetuvottorðið en ekki til um hvort leikmönnum sé neitað á grundvelli þess að hafa spilað annarsstaðar í millitíðinni, líkt og segir í pósti Hannesar frá 9. ágúst. Svörin skýr frá KKÍ Þórsarar voru ósáttir við þessa niðurstöðu KKÍ, enda samdi liðið við Hernández í góðri trú um að leikmaðurinn myndi teljast sem Íslendingur í samræmi við staðfestingarpóstinn sem fékkst frá KKÍ þann 21. júní. „KKÍ svarar því fyrst í vor að það sé öruggt að það verði engar breytingar á reglunum fyrr en á næsta ársþingi. Svo spyrjumst við fyrir um Hernández í júní og fáum svar frá afreksstjóra KKÍ og á þeim tíma var það alveg á hreinu að það væri hægt að veita leyfi,“ segir Jóhanna M. Hjartardóttir, formaður körfuknattleiksdeildar Þórs, í samtali við Vísi. Póstur frá KKÍ frá því í vor þar sem staðfest er að engar breytingar verði á reglum um erlenda leikmenn.Skjáskot „Síðan ráðum við leikmanninn en á þeim tímapunkti var ekki búið að sækja formlega um leyfi til KKÍ. Þó svo að við höfum ekki sótt um leyfi fyrir viðkomandi leikmann sem Íslending, fengum við skýr svör í júní. Síðan kemur tilkynning um reglugerðarbreytingu 9. ágúst síðastliðinn. Þessi vinnubrögð eru ekki líðandi og er vinnuumhverfi liða sem eru að undirbúa sig fyrir keppni miklum annmörkum háð þegar við getum átt von á reglugerðarbreytingum korter í mót“ segir Jóhanna og bætir við: „Við sendum þá fyrirspurn sem var stíluð á stjórn KKÍ og höfum við ekki fengið formlegt svar frá stjórn KKÍ, en ég hef átt samtal við Kristinn, sem er starfsmaður KKÍ. Þegar ég sendi sérstakan póst á stjórn KKÍ þá er eðlilegt að fá formlegt svar frá stjórninni.“ Undirmönnun og álag á skrifstofunni Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, harmar stöðuna og þykir miður að Þórsarar hafi fengið þessi svör frá sambandinu í júní. Hann kennir um álagi á skrifstofunni og að Kristinn hafi gengið útfrá því að Hernández hefði raunverulega verið búsettur hér í þrjú ár. „Skrifstofa KKÍ er vel undirmönnuð og hér eru mjög fáir. Sumarið er mjög stór tími fyrir okkur í vinnu. Hann sér bara þetta eina skjal og áttaði sig ekki á því hvaða leikmaður þetta var. Hann sá bara skjalið sem slíkt og gekk bara út frá því að um væri að ræða leikmann sem hefði raunverulega verið hér í þrjú ár,“ „Ef hann hefði verið með öll gögn fyrir framan sig þegar hann svarar þessu, þá hefði hann aldrei svarað þessu svona. En hann heldur, eins og aðrir hjá KKÍ, í góðri trú að þetta [búsetuvottorðið] væri nóg til að sýna og sanna að viðkomandi væri búinn að vera hér í þrjú ár. En síðan kemur bara annað í ljós,“ segir Hannes við Vísi. Vinnubrögð Þórsara mátt vera betri Hannes segir þá enn fremur að eðlilegt hefði verið að önnur gögn hefðu fylgt frá Þórsurum, umfram þetta eina skjal sem sýndi fram á búsetu. Þegar leikmaður kemur til íslensks liðs frá erlendu liði, líkt og var í tilfelli Hernández, þarf að óska eftir leyfisbréfi eða svokölluðu „loci“ eða „letter of clearance“. En slíkt þarf ekki þegar leikmenn skipta milli innlendra liða. „Þórsarar, í þessu tilfelli, sendu bara inn þetta skjal en óskuðu ekki eftir letter of clearance. Þess vegna gekk Kiddi útfrá því að þetta væri einhver sem hefði verið hérna á landinu. Ef það hefði komið á sama tíma beiðni um letter of clearance, sem hefðu verið eðlileg vinnubrögð hjá Þór Þorlákshöfn, þá hefði hann aldrei svarað þessu eins og hann gerði í lok júní,“ segir Hannes. Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands. Hannes segir þá að reglunum hafi ekki verið breytt. Öllum sé ljóst að reglan eigi ekki við um Hernández þar sem hann hafi raunverulega aðeins búið hér í eitt ár, þó að vottorðið sem Þór hafi sent inn á borð KKÍ segi til um annað. „Það er engu breytt í reglunni, reglan er bara skýr með það að leikmaður þarf að hafa verið hérna þannig að við getum ekki veitt einhverjum þessa keppnisheimild. Viðkomandi hefur bara spilað á Íslandi í eitt ár. Þá getur viðkomandi ekki fallið undir þessa reglu,“ „Við sendum svo í rauninni bara áréttingu á því hvað þessi þriggja ára regla þýðir í ágúst,“ segir Hannes. Skilur gremju Þórsara en segir þeim hafa verið svarað „Ég skil þessa gremju og að þeim þyki þetta leitt,“ segir Hannes en hann segir að félagið hafi fengið svör frá Kristni í ágúst þegar áréttingin á reglunni hafi verið send út á félögin. Fyrir honum var þetta mál klárað. „Þau fengu klárlega svör bæði í gegnum síma og svo hafa þau verið í einhverjum tölvupóstssamskiptum. Ég veit að Kristinn er búinn að útskýra þetta, varðandi þennan póst sem Þór segir að ekki hafi verið svarað, hann er búinn að svara því í síma og hann gerði það fyrir hönd mín og stjórnar,“ segir Hannes sem segir að það hefði mögulega eitthvað mátt fara betur af hálfu KKÍ. „Það má vel vera að í einhverju af þessu höfum við átt að gera betur og þá skal ég taka það á mig, enginn annar. Ef að menn vilja finna blóraböggul má gera hann úr mér“. „Við höfum verið í töluverðum samskiptum við Þór Þorlákshöfn útaf öðrum málum og þau hefðu þá líka mátt ítreka til okkar eða mín persónulega að svara fyrir þetta mál. Mér þykir mjög leiðinlegt að svo sé ekki, en ég hélt í góðri samvisku að þetta mál hefði verið klárað,“ segir Hannes.
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti