Telur sér bolað út úr kirkjunni fyrir að standa með þolendum Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2022 23:14 Miklar deilur standa nú yfir innan Digraneskirkju í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi starfsmaður Digraneskirkju telur að sóknarnefnd kirkjunnar hafi sagt henni upp störfum vegna þess að hún stóð með þolendum Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests. Biskup vék Gunnari úr starfi vegna kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni. Theodóra Hugrún Ólafsdóttir, fyrrverandi starfsmaður kirkjunnar, segir Fréttablaðinu í kvöld að hún hafi fengið uppsagnarbréf í síðustu viku sem hún tengir við afstöðu sína með þolendum Gunnars. „Það er verið að bola okkur öllum út,“ segir hún við blaðið. Hún skoði nú stöðu sína með stéttarfélagi sínu en staða sín sé erfið. Biskupsstofa geti ekki hlutast til í málinu þar sem sóknarnefndin sjái um allar mannaráðningar. Gagnrýnir hún sóknarnefndina fyrir að standa þétt við bak Gunnars. „Kirkjan er skjól og á að vera skjól fyrir alla, líka þolendur. En það er það bara ekki lengur,“ segir Theodóra Hugrún. Þrátt fyrir að biskup ríkiskirkjunnar hafi vikið Gunnari úr starfi í kjölfar niðurstöðu um að hann hefði gerst sekur um kynferðislega áreitni, kynbundið ofbeldi og einelti gegn sex konum vill sóknarnefnd Digraneskirkju fá hann aftur til starfa. Miklar deilur geisa innan Digraneskirkju. Sigríður Sigurðardóttir, kirkjuvörður þar, sakar Valgerði Snæland Jónsdóttur, formann sóknarnefndarinnar, meðal annars um andlegt og líkamlegt ofbeldi á vinnustað. Hún er nú í veikindaleyfi. Trúmál Þjóðkirkjan Kópavogur MeToo Átök í Digraneskirkju Tengdar fréttir Segir óhugsandi að gera sárin og atvikalýsingar opinberar Séra Sunna Dóra Möller, ein sex kvenna sem sökuðu séra Gunnar Sigurjónsson, fyrrverandi sóknarprest við Digranes- og Hjallaprestakall um ósæmilega hegðun, segist eiga erfitt með að sætta sig við framgöngu Arnaldar Bárðarsonar, formanns Prestafélagsins,sem hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir umdeilt viðtal hans hjá Útvarpi sögu þar sem hann sagði séra Gunnar vera þolanda í málinu vegna langrar málsmeðferðar. 19. september 2022 14:50 Fagnar staðfestingu á því að kynferðislegt áreiti átti sér stað Prestur í Digranes- og Hjallaprestakalli, ein sex kvenna innan prestakallsins sem sökuðu sóknarprest um ósæmilega hegðun, lítur á niðurstöðu í máli hans sem sigur. Yfirlýsing biskups um að þjóðkirkjan standi með þolendum sýni hugrekki. 15. september 2022 14:04 „Leit á það sem plús í sinum kladda að velja leglausa konu til að starfa með“ Prestar í Hjallakirkju lýsa stöðugri niðurlægingu og kynbundinni áreitni af hálfu starfsbróður síns, sem áminntur verður fyrir hegðun sína. Andrúmsloftið á vinnustaðnum hafi verið óbærilegt. Framtíð prestsins innan þjóðirkjunnar er óráðin. 15. september 2022 20:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Theodóra Hugrún Ólafsdóttir, fyrrverandi starfsmaður kirkjunnar, segir Fréttablaðinu í kvöld að hún hafi fengið uppsagnarbréf í síðustu viku sem hún tengir við afstöðu sína með þolendum Gunnars. „Það er verið að bola okkur öllum út,“ segir hún við blaðið. Hún skoði nú stöðu sína með stéttarfélagi sínu en staða sín sé erfið. Biskupsstofa geti ekki hlutast til í málinu þar sem sóknarnefndin sjái um allar mannaráðningar. Gagnrýnir hún sóknarnefndina fyrir að standa þétt við bak Gunnars. „Kirkjan er skjól og á að vera skjól fyrir alla, líka þolendur. En það er það bara ekki lengur,“ segir Theodóra Hugrún. Þrátt fyrir að biskup ríkiskirkjunnar hafi vikið Gunnari úr starfi í kjölfar niðurstöðu um að hann hefði gerst sekur um kynferðislega áreitni, kynbundið ofbeldi og einelti gegn sex konum vill sóknarnefnd Digraneskirkju fá hann aftur til starfa. Miklar deilur geisa innan Digraneskirkju. Sigríður Sigurðardóttir, kirkjuvörður þar, sakar Valgerði Snæland Jónsdóttur, formann sóknarnefndarinnar, meðal annars um andlegt og líkamlegt ofbeldi á vinnustað. Hún er nú í veikindaleyfi.
Trúmál Þjóðkirkjan Kópavogur MeToo Átök í Digraneskirkju Tengdar fréttir Segir óhugsandi að gera sárin og atvikalýsingar opinberar Séra Sunna Dóra Möller, ein sex kvenna sem sökuðu séra Gunnar Sigurjónsson, fyrrverandi sóknarprest við Digranes- og Hjallaprestakall um ósæmilega hegðun, segist eiga erfitt með að sætta sig við framgöngu Arnaldar Bárðarsonar, formanns Prestafélagsins,sem hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir umdeilt viðtal hans hjá Útvarpi sögu þar sem hann sagði séra Gunnar vera þolanda í málinu vegna langrar málsmeðferðar. 19. september 2022 14:50 Fagnar staðfestingu á því að kynferðislegt áreiti átti sér stað Prestur í Digranes- og Hjallaprestakalli, ein sex kvenna innan prestakallsins sem sökuðu sóknarprest um ósæmilega hegðun, lítur á niðurstöðu í máli hans sem sigur. Yfirlýsing biskups um að þjóðkirkjan standi með þolendum sýni hugrekki. 15. september 2022 14:04 „Leit á það sem plús í sinum kladda að velja leglausa konu til að starfa með“ Prestar í Hjallakirkju lýsa stöðugri niðurlægingu og kynbundinni áreitni af hálfu starfsbróður síns, sem áminntur verður fyrir hegðun sína. Andrúmsloftið á vinnustaðnum hafi verið óbærilegt. Framtíð prestsins innan þjóðirkjunnar er óráðin. 15. september 2022 20:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Segir óhugsandi að gera sárin og atvikalýsingar opinberar Séra Sunna Dóra Möller, ein sex kvenna sem sökuðu séra Gunnar Sigurjónsson, fyrrverandi sóknarprest við Digranes- og Hjallaprestakall um ósæmilega hegðun, segist eiga erfitt með að sætta sig við framgöngu Arnaldar Bárðarsonar, formanns Prestafélagsins,sem hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir umdeilt viðtal hans hjá Útvarpi sögu þar sem hann sagði séra Gunnar vera þolanda í málinu vegna langrar málsmeðferðar. 19. september 2022 14:50
Fagnar staðfestingu á því að kynferðislegt áreiti átti sér stað Prestur í Digranes- og Hjallaprestakalli, ein sex kvenna innan prestakallsins sem sökuðu sóknarprest um ósæmilega hegðun, lítur á niðurstöðu í máli hans sem sigur. Yfirlýsing biskups um að þjóðkirkjan standi með þolendum sýni hugrekki. 15. september 2022 14:04
„Leit á það sem plús í sinum kladda að velja leglausa konu til að starfa með“ Prestar í Hjallakirkju lýsa stöðugri niðurlægingu og kynbundinni áreitni af hálfu starfsbróður síns, sem áminntur verður fyrir hegðun sína. Andrúmsloftið á vinnustaðnum hafi verið óbærilegt. Framtíð prestsins innan þjóðirkjunnar er óráðin. 15. september 2022 20:00