Markverður árangur náðst Sigríður Gunnarsdóttir skrifar 6. október 2022 08:00 Við sjáum bleikt hvert sem litið er þessa dagana enda stendur nú yfir árvekniátak Krabbameinsfélagsins - Bleika slaufan. Henni er ætlað að minna okkur á krabbamein og það sem við getum gert sem einstaklingar og samfélag til að fyrirbyggja krabbamein, greina snemma og meðhöndla og líkna þegar lækning er ekki möguleg. Í ár deilir Ásdís Ingólfsdóttir, framhaldsskólakennari og rithöfundur með okkur sögu sinni í tilefni af Bleiku slaufunni. Ásdís hefur tvívegis fengið brjóstakrabbamein, fyrir 15 og 20 árum síðan. Ásdís er ein af þeim fjölmörgu Íslendingum sem lifað hafa af krabbamein. Í árslok 2020 voru 9.056 konur á lífi á Íslandi sem einhverntíma hafa greinst með krabbamein. Árið 2000 skömmu áður en krabbamein Ásdísar greindist í fyrsta skipti voru þær 4.297. Þetta er aukning um 110%! Árangur í greiningu og meðferð brjóstakrabbameins er góður hér á landi og hefur stöðugt farið batnandi. Árið 2020 gátu um 90% kvenna sem greindust með brjóstakrabbamein vænst þessa að vera á lífi fimm árum eftir greiningu og yfir 80% á lífi tíu árum frá greiningu. Fyrir fimmtíu árum voru 70% á lífi fimm árum eftir greiningu og um aldamótin, skömmu áður en Ásdís greindist fyrst, var fimm ára lifun komin upp í 86% og tíu ára lifun 75%. Á Íslandi hefur því náðst markverður árangur í aðbæta lífslíkur kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein. Til þess að sá árangur haldist og til þess að hann geti orðið enn betri verðum við að halda áfram að huga að forvörnum, auka þátttöku í skimun, tryggja að bið eftir meðferð sé stutt, aðgengi sé að nýjustu og bestu lyfjum og öðrum meðferðum og að við höfum hæft fagfólk sem getur sinnt þjónustu um allt land. Við þurfum líka að styðja við rannsóknir á orsökum og meðferð við krabbameini til að bæta enn frekar árangur okkar í að koma í veg fyrir, lækna, lengja og bæta líf þeirra sem greinast með krabbamein. Krabbameinsfélagið vinnur að þessum markmiðum með margvíslegum hætti og treystir á stuðning almennings til að fjármagna fræðslu, rannsóknir, stuðning við krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra og margt fleira. Höfundur er forstöðumaður Rannsókna- og skráningarseturs Krabbameinsfélagsins og prófessor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Við sjáum bleikt hvert sem litið er þessa dagana enda stendur nú yfir árvekniátak Krabbameinsfélagsins - Bleika slaufan. Henni er ætlað að minna okkur á krabbamein og það sem við getum gert sem einstaklingar og samfélag til að fyrirbyggja krabbamein, greina snemma og meðhöndla og líkna þegar lækning er ekki möguleg. Í ár deilir Ásdís Ingólfsdóttir, framhaldsskólakennari og rithöfundur með okkur sögu sinni í tilefni af Bleiku slaufunni. Ásdís hefur tvívegis fengið brjóstakrabbamein, fyrir 15 og 20 árum síðan. Ásdís er ein af þeim fjölmörgu Íslendingum sem lifað hafa af krabbamein. Í árslok 2020 voru 9.056 konur á lífi á Íslandi sem einhverntíma hafa greinst með krabbamein. Árið 2000 skömmu áður en krabbamein Ásdísar greindist í fyrsta skipti voru þær 4.297. Þetta er aukning um 110%! Árangur í greiningu og meðferð brjóstakrabbameins er góður hér á landi og hefur stöðugt farið batnandi. Árið 2020 gátu um 90% kvenna sem greindust með brjóstakrabbamein vænst þessa að vera á lífi fimm árum eftir greiningu og yfir 80% á lífi tíu árum frá greiningu. Fyrir fimmtíu árum voru 70% á lífi fimm árum eftir greiningu og um aldamótin, skömmu áður en Ásdís greindist fyrst, var fimm ára lifun komin upp í 86% og tíu ára lifun 75%. Á Íslandi hefur því náðst markverður árangur í aðbæta lífslíkur kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein. Til þess að sá árangur haldist og til þess að hann geti orðið enn betri verðum við að halda áfram að huga að forvörnum, auka þátttöku í skimun, tryggja að bið eftir meðferð sé stutt, aðgengi sé að nýjustu og bestu lyfjum og öðrum meðferðum og að við höfum hæft fagfólk sem getur sinnt þjónustu um allt land. Við þurfum líka að styðja við rannsóknir á orsökum og meðferð við krabbameini til að bæta enn frekar árangur okkar í að koma í veg fyrir, lækna, lengja og bæta líf þeirra sem greinast með krabbamein. Krabbameinsfélagið vinnur að þessum markmiðum með margvíslegum hætti og treystir á stuðning almennings til að fjármagna fræðslu, rannsóknir, stuðning við krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra og margt fleira. Höfundur er forstöðumaður Rannsókna- og skráningarseturs Krabbameinsfélagsins og prófessor við Háskóla Íslands.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun