Tæplega áratugsgömul sýkna í Exeter-máli endurreist með frávísun Hæstaréttar Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2022 18:25 Hæstiréttur sneri við sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkir yfir Styrmi Þór og dæmdi hann í árs fangelsi fyrir hlutdeild í umboðssvikum árið 2013. Rétturinn telur sig nú ekki geta tekið málið fyrir aftur þrátt fyrir úrskurð endurupptökudóms. Vísir/Vilhelm Hluta svonefnds Exeter-máls sem endurupptökudómur úrskurðaði að skyldi tekið upp aftur var vísað frá Hæstarétti í dag. Niðurstaðan þýðir að sýknudómur í héraði yfir fyrrverandi forstjóra MP bank stendur óhaggaður. Endurupptökudómur féllst á beiðni Styrmis Þórs Bragasonar, fyrrverandi forstjóra MP-banka, um taka upp hæstaréttardóm frá 2013 þar sem hann var sakfelldur fyrir hlutdeild í umboðssvikum tveggja annarra stjórnenda MP-banka og sparisjóðsins Byrs. Styrmir Þór var dæmdur í eins árs fangelsi en hann hafði áður verið sýknaður í héraði. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn rétti Styrmis Þórs til réttlátrar málsmeðferðar fyrir Hæstarétti þar sem ekki hefði farið fram milliliðalaus sönnunarfærsla fyrir dómi árið 2019. Hæstiréttur vísaði málinu frá í dag. Vísaði rétturinn til þess að eftir gildistöku laga um endurupptökudómstól frá 2020 skorti Hæstarétt lagaheimild til þess að láta munnlega sönnunarfærslu fara fram. Endurupptökudómi hefði því átt að vísa málinu til meðferðar og dómsuppsögu að nýju í Landrétti. Málið hefði ennfremur verið tekið upp aftur á þeim forsendum að meðferð þess fyrir Hæstarétti hefði verið í ósamræmi við reglu um milliliðalausa sönnunarfærslu. Ekki yrði úr því bætt nema að leiða Styrmi Þór og vitni fyrir dóm til skýrslugjafar. Exeter-málið snerist um meint umboðssvik vegna útlána Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. Málið var það fyrsta sem embætti sérstaks saksóknara, sem stofnað var eftir bankahrun, ákærði í. Hæstarétti væri ókleift að bæta úr þessu. Hann hefði heldur ekki heimild til þess að hnekkja niðurstöðu endurupptökudóms að þessu leyti eða vísa málinu sjálfur til Landsréttar. Því væri óhjákvæmilegt að vísa málinu sjálfkrafa frá réttinum. Niðurstaðan þýðir að sýkna Styrmis Þórs í héraði í janúar 2013 stendur óhögguð. Ríkissjóður þarf að greiða allan sakarkostnað vegna málsmeðferðar fyrir héraðsdómi og Hæstarétti, alls rúmlega 1,9 milljónir króna. Fréttin hefur verið uppfærð með þeim upplýsingum að frávísunin þýðir að sýknudómur í Héraðsdómi Reykjavíkur frá 2013 stendur óhaggaður. Íslenskir bankar Dómsmál Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Sjá meira
Endurupptökudómur féllst á beiðni Styrmis Þórs Bragasonar, fyrrverandi forstjóra MP-banka, um taka upp hæstaréttardóm frá 2013 þar sem hann var sakfelldur fyrir hlutdeild í umboðssvikum tveggja annarra stjórnenda MP-banka og sparisjóðsins Byrs. Styrmir Þór var dæmdur í eins árs fangelsi en hann hafði áður verið sýknaður í héraði. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn rétti Styrmis Þórs til réttlátrar málsmeðferðar fyrir Hæstarétti þar sem ekki hefði farið fram milliliðalaus sönnunarfærsla fyrir dómi árið 2019. Hæstiréttur vísaði málinu frá í dag. Vísaði rétturinn til þess að eftir gildistöku laga um endurupptökudómstól frá 2020 skorti Hæstarétt lagaheimild til þess að láta munnlega sönnunarfærslu fara fram. Endurupptökudómi hefði því átt að vísa málinu til meðferðar og dómsuppsögu að nýju í Landrétti. Málið hefði ennfremur verið tekið upp aftur á þeim forsendum að meðferð þess fyrir Hæstarétti hefði verið í ósamræmi við reglu um milliliðalausa sönnunarfærslu. Ekki yrði úr því bætt nema að leiða Styrmi Þór og vitni fyrir dóm til skýrslugjafar. Exeter-málið snerist um meint umboðssvik vegna útlána Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. Málið var það fyrsta sem embætti sérstaks saksóknara, sem stofnað var eftir bankahrun, ákærði í. Hæstarétti væri ókleift að bæta úr þessu. Hann hefði heldur ekki heimild til þess að hnekkja niðurstöðu endurupptökudóms að þessu leyti eða vísa málinu sjálfur til Landsréttar. Því væri óhjákvæmilegt að vísa málinu sjálfkrafa frá réttinum. Niðurstaðan þýðir að sýkna Styrmis Þórs í héraði í janúar 2013 stendur óhögguð. Ríkissjóður þarf að greiða allan sakarkostnað vegna málsmeðferðar fyrir héraðsdómi og Hæstarétti, alls rúmlega 1,9 milljónir króna. Fréttin hefur verið uppfærð með þeim upplýsingum að frávísunin þýðir að sýknudómur í Héraðsdómi Reykjavíkur frá 2013 stendur óhaggaður.
Íslenskir bankar Dómsmál Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Sjá meira