Gremst enn klakaleikurinn á Íslandi: „Myndi ekki gerast í dag“ Sindri Sverrisson skrifar 6. október 2022 13:30 Áine O‘Gorman var á frosnum Laugardalsvelli árið 2008 þar sem draumur Íra um fyrsta stórmótið varð að engu. Fjallað var um það í Fréttablaðinu í aðdraganda leiks að völlurinn væri ekki leikhæfur. @aineogor9 og Skjáskot/Fréttablaðið 28.10.08 Írar hafa aldrei komist á stórmót í fótbolta kvenna en taka nú þátt í sama umspili og Ísland fyrir HM á næsta ári. Stærsta tækifæri Íra hingað til, á að komast á stórmót, var í umspili gegn Íslandi 2008 en þá réðust úrslitin við skelfilegar aðstæður í Reykjavík. Áine O‘Gorman var táningur þegar hún spilaði síðast með Írum í umspili, á Laugardalsvelli árið 2008, en þá var í boði sæti á EM 2009. Í stað þess að Írar kæmust á mótið reyndist það verða fyrsta stórmótið sem íslenska kvennalandsliðið komst á. Liðin höfðu gert 1-1 jafntefli í Dublin en Ísland vann svo 3-0 á Laugardalsvelli, í fimbulkulda. Vegna mikils kulda í aðdraganda leiksins var völlurinn varla leikhæfur og á honum svellbunkar sem leikmenn runnu um á. „Þær voru á skautum en ekki við,“ sagði O‘Gorman í kaldhæðni við Irish Examiner, þegar hún rifjaði upp umspilsleikinn í Reykjavík. Laugardalsvöllur fraus í aðdraganda leiksins og var einfaldlega ekki í leikhæfu ástandi þegar leikur Íslands og Írlands, um sæti á EM 2009, fór fram.Skjáskot/Fréttablaðið 28.10.2008 „Þetta myndi ekki gerast í dag [að leikurinn væri spilaður við þessar aðstæður]. Það var verið að slá skóflu í miðjan völlinn en klakinn brotnaði ekki,“ sagði O‘Gorman, svekkt yfir því að leikurinn skyldi samt vera spilaður. „Ég held að maður hafi ekki áttað sig á þessu þegar þetta gerðist, eins vel og maður gerir núna. Við vorum á barmi þess að komast kannski í lokakeppni,“ sagði O‘Gorman. Hún fær nýtt tækifæri til að komast á stórmót næsta þriðjudag en Írland mætir þá Austurríki eða Skotlandi í umspili um sæti á HM. Sama dag mætir Ísland sigurliðinu úr leik Portúgals og Belgíu, sem mætast í dag. Laugardalsvöllur mun hins vegar ekki nýtast Íslandi að þessu sinni því í umspilinu eru aðeins leiknir stakir leikir og dregið um það hvort lið spila á heimavelli eða útivelli, og þarf Ísland að spila á útivelli hvort sem það verður í Belgíu eða Portúgal. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Áine O‘Gorman var táningur þegar hún spilaði síðast með Írum í umspili, á Laugardalsvelli árið 2008, en þá var í boði sæti á EM 2009. Í stað þess að Írar kæmust á mótið reyndist það verða fyrsta stórmótið sem íslenska kvennalandsliðið komst á. Liðin höfðu gert 1-1 jafntefli í Dublin en Ísland vann svo 3-0 á Laugardalsvelli, í fimbulkulda. Vegna mikils kulda í aðdraganda leiksins var völlurinn varla leikhæfur og á honum svellbunkar sem leikmenn runnu um á. „Þær voru á skautum en ekki við,“ sagði O‘Gorman í kaldhæðni við Irish Examiner, þegar hún rifjaði upp umspilsleikinn í Reykjavík. Laugardalsvöllur fraus í aðdraganda leiksins og var einfaldlega ekki í leikhæfu ástandi þegar leikur Íslands og Írlands, um sæti á EM 2009, fór fram.Skjáskot/Fréttablaðið 28.10.2008 „Þetta myndi ekki gerast í dag [að leikurinn væri spilaður við þessar aðstæður]. Það var verið að slá skóflu í miðjan völlinn en klakinn brotnaði ekki,“ sagði O‘Gorman, svekkt yfir því að leikurinn skyldi samt vera spilaður. „Ég held að maður hafi ekki áttað sig á þessu þegar þetta gerðist, eins vel og maður gerir núna. Við vorum á barmi þess að komast kannski í lokakeppni,“ sagði O‘Gorman. Hún fær nýtt tækifæri til að komast á stórmót næsta þriðjudag en Írland mætir þá Austurríki eða Skotlandi í umspili um sæti á HM. Sama dag mætir Ísland sigurliðinu úr leik Portúgals og Belgíu, sem mætast í dag. Laugardalsvöllur mun hins vegar ekki nýtast Íslandi að þessu sinni því í umspilinu eru aðeins leiknir stakir leikir og dregið um það hvort lið spila á heimavelli eða útivelli, og þarf Ísland að spila á útivelli hvort sem það verður í Belgíu eða Portúgal.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira