Felldu enn einn háttsettan ISIS-liða Samúel Karl Ólason skrifar 6. október 2022 14:01 Bandarískir hermenn í Sýrlandi í síðasta mánuði. Getty/Hedil Amir Bandarískir sérsveitarmenn réðust í nótt til atlögu gegn háttsettum leiðtoga Íslamska ríkisins í Sýrlandi. Hermennirnir voru fluttir með þyrlum til þorpsins Muluk Saray, sem er skammt frá Qamishli og er á yfirráðasvæði Bashars al Assads, forseta Sýrlands. Þetta er í fyrsta sinn sem vitað er til þess að Bandaríkjamenn geri árás sem þessa á yfirráðasvæði Assads, í það minnsta frá árinu 2008. Þrír síðustu æðstu leiðtogar hryðjuverkasamtakanna hafa verið felldir í sambærilegum árásum á undanförnum árum. Fregnir af árásinni eru enn á miklu reiki. Óljóst er hvort umræddur leiðtogi, sem er ekki núverandi æðsti leiðtogi samtakanna, var felldur eða handsamaður. Fréttaveitan Reuters hefur þó heimildir fyrir því að hann hafi verið felldur og er hann sagður hafa haldið utan um skipulag hópa hryðjuverkamanna ISIS í Sýrlandi. Tveir eru sagðir hafa verið handsamaðir í árásinni. Heimildarmenn Reuters segja þá menn hafa haldið til í varðstöð vígahóps með tengsl við sýrlenska herinn í þorpinu. Heyrðu ekki skothríð Einn íbúi sagði að þyrlur hefðu lent í þorpinu um miðnætti að staðartíma og íbúum hafi verið sagt að halda kyrru heima fyrir og slökkva öll ljós. Hermennirnir eru sagðir hafa verið í þorpinu í nokkrar klukkustundir en íbúar munu ekki hafa heyrt neina skothríð. Charles Lister, sem sérhæfir sig meðal annars í málefnum Sýrlands, segir svæðið í kringum Qamishli lengi hafa verið viðkomustað erlendra vígamanna Al-Qaeda í Írak sem voru á leið til Íraks á árum áður. Leyniþjónusta Assads hafi hjálpað við að þjálfa þá og ferja til Íraks. Bandarískir sérsveitarmenn réðust svo til atlögu gegn AQÍ á svæðinu árið 2008 og felldu einn af leiðtogum samtakanna þar. AQÍ stökkbreyttust svo í ISIS. Hafa fellt þrjá leiðtoga á stuttum tíma Óljóst er hvort Bandaríkjamenn létu Rússa vita af atlögunni fyrirfram. Rússar eru bakhjarlar Assads og eru með herstöð skammt frá þorpinu sem um ræðir. Bandarískir sérsveitarmenn felldu Abu Bakr al-Baghdadi, stofnanda ISIS, í Idlib í Sýrlandi árið 2019. Eftirmaður hans, Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi, var svo felldur í annarri árás í febrúar á þessu ári. Maher al-Agal, þriðji leiðtogi samtakanna, var svo felldur í loftárás í júlí. Ekki er vitað hver leiðir samtökin í dag. Sýrland Bandaríkin Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn sem vitað er til þess að Bandaríkjamenn geri árás sem þessa á yfirráðasvæði Assads, í það minnsta frá árinu 2008. Þrír síðustu æðstu leiðtogar hryðjuverkasamtakanna hafa verið felldir í sambærilegum árásum á undanförnum árum. Fregnir af árásinni eru enn á miklu reiki. Óljóst er hvort umræddur leiðtogi, sem er ekki núverandi æðsti leiðtogi samtakanna, var felldur eða handsamaður. Fréttaveitan Reuters hefur þó heimildir fyrir því að hann hafi verið felldur og er hann sagður hafa haldið utan um skipulag hópa hryðjuverkamanna ISIS í Sýrlandi. Tveir eru sagðir hafa verið handsamaðir í árásinni. Heimildarmenn Reuters segja þá menn hafa haldið til í varðstöð vígahóps með tengsl við sýrlenska herinn í þorpinu. Heyrðu ekki skothríð Einn íbúi sagði að þyrlur hefðu lent í þorpinu um miðnætti að staðartíma og íbúum hafi verið sagt að halda kyrru heima fyrir og slökkva öll ljós. Hermennirnir eru sagðir hafa verið í þorpinu í nokkrar klukkustundir en íbúar munu ekki hafa heyrt neina skothríð. Charles Lister, sem sérhæfir sig meðal annars í málefnum Sýrlands, segir svæðið í kringum Qamishli lengi hafa verið viðkomustað erlendra vígamanna Al-Qaeda í Írak sem voru á leið til Íraks á árum áður. Leyniþjónusta Assads hafi hjálpað við að þjálfa þá og ferja til Íraks. Bandarískir sérsveitarmenn réðust svo til atlögu gegn AQÍ á svæðinu árið 2008 og felldu einn af leiðtogum samtakanna þar. AQÍ stökkbreyttust svo í ISIS. Hafa fellt þrjá leiðtoga á stuttum tíma Óljóst er hvort Bandaríkjamenn létu Rússa vita af atlögunni fyrirfram. Rússar eru bakhjarlar Assads og eru með herstöð skammt frá þorpinu sem um ræðir. Bandarískir sérsveitarmenn felldu Abu Bakr al-Baghdadi, stofnanda ISIS, í Idlib í Sýrlandi árið 2019. Eftirmaður hans, Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi, var svo felldur í annarri árás í febrúar á þessu ári. Maher al-Agal, þriðji leiðtogi samtakanna, var svo felldur í loftárás í júlí. Ekki er vitað hver leiðir samtökin í dag.
Sýrland Bandaríkin Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira