„Mjög skrýtið fyrirkomulag“ en hentar vel Sindri Sverrisson skrifar 6. október 2022 15:01 Glódís Perla Viggósdóttir var að vonum afar svekkt eftir tapið gegn Hollandi í síðasta mánuði en vill nýta það svekkelsi til að knýja fram sigur næsta þriðjudag. vísir/Arnar Glódís Perla Viggósdóttir segir að skrýtið fyrirkomulag undankeppni HM í fótbolta sé á vissan hátt ágætt fyrir íslenska landsliðið sem þessa dagana geti skerpt á ákveðnum atriðum sem liðið þurfi að bæta, sama hver andstæðingurinn sé. Glódís og stöllur í íslenska landsliðinu æfa þessa dagana í Algarve í Portúgal fyrir úrslitaleikinn næsta þriðjudag um sæti á HM. Það ræðst í kvöld hvort sá leikur verður í Portúgal eða Belgíu, því Ísland mætir sigurliðinu úr leik þessara þjóða. Ísland var hársbreidd frá því að losna við umspilið og komast beint á HM þegar það mætti Hollandi í síðasta mánuði en tapaði þar 1-0 með marki í uppbótartíma: „Ég held að aðallega tökum við með okkur þessa svekkelsistilfinningu og reynum að nýta hana í eitthvað gott, breyta henni í jákvæða tilfinningu og vonandi komast á HM,“ segir Glódís í viðtali á samfélagsmiðlum KSÍ. KSÍ TV heyrði í Glódísi Perlu í dag.,,Við náum bara að fókusera meira á okkur og einbeita okkur að því sem við þurfum að laga og skiptir ekki máli á móti hverjum það er."#dottir #alltundir pic.twitter.com/TN2S8KQxut— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 6, 2022 Hún segir það vissulega sérstakt að undirbúa sig núna fyrir leik sem enn er ekki vitað gegn hverjum verður. „Þetta er mjög skrýtið fyrirkomulag hjá UEFA, FIFA, eða hverjum sem setur þetta upp. Allt öðruvísi en maður er vanur. En ég held að þetta sé fínt. Við náum þá að fókusa meira á okkur og einbeita okkur að því sem við þurfum að laga, og það skiptir ekki máli á móti hverjum það er. Þetta eru grundvallaratriði sem við þurfum að fínpússa og það er jákvætt fyrir okkur að vissu leyti að geta hundrað prósent einbeitt okkur að okkur sjálfum, alla vega fyrstu dagana,“ segir Glódís en íslenska landsliðið fær svo á föstudaginn ítarlega skýrslu um verðandi andstæðinga sína frá Davíð Snorra Jónassyni, þjálfara U21-landsliðs karla, sem verður á leik Portúgals og Belgíu í kvöld. Mætir liðunum tveimur sem hún vildi mæta Glódís er ekki bara lykilmaður í íslenska landsliðinu heldur á hún einnig fast sæti í vörn Bayern München sem spilar í Meistaradeild Evrópu í vetur. Liðið dróst í riðil með Barcelona, sem varð Evrópumeistari í fyrra, og á því fyrir höndum leik á sjálfum Camp Nou. Í riðlinum eru einnig lið Rosengård, sem Glódís spilaði áður með, og Benfica. „Mér líst mjög vel á riðilinn,“ segir Glódís. „Ég held að allir riðlarnir séu sterkir og þetta verði mikið af góðum leikjum. Ég vildi sjálf fá Barcelona og Rosengård, svo ég er mjög ánægð með þetta. Maður vill alltaf spila á móti þeim bestu, svo það er mjög gaman að mæta Barcelona, og svo verður mjög gaman að fara „heim“ til Malmö að spila. Við vorum svo í riðli með Benfica í fyrra og þekkjum þær. Við vorum í styrkleikaflokki tvö og gerum þá kröfu á okkur að við förum upp úr þessum riðli og í átta liða úrslitin,“ segir Glódís. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Sjá meira
Glódís og stöllur í íslenska landsliðinu æfa þessa dagana í Algarve í Portúgal fyrir úrslitaleikinn næsta þriðjudag um sæti á HM. Það ræðst í kvöld hvort sá leikur verður í Portúgal eða Belgíu, því Ísland mætir sigurliðinu úr leik þessara þjóða. Ísland var hársbreidd frá því að losna við umspilið og komast beint á HM þegar það mætti Hollandi í síðasta mánuði en tapaði þar 1-0 með marki í uppbótartíma: „Ég held að aðallega tökum við með okkur þessa svekkelsistilfinningu og reynum að nýta hana í eitthvað gott, breyta henni í jákvæða tilfinningu og vonandi komast á HM,“ segir Glódís í viðtali á samfélagsmiðlum KSÍ. KSÍ TV heyrði í Glódísi Perlu í dag.,,Við náum bara að fókusera meira á okkur og einbeita okkur að því sem við þurfum að laga og skiptir ekki máli á móti hverjum það er."#dottir #alltundir pic.twitter.com/TN2S8KQxut— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 6, 2022 Hún segir það vissulega sérstakt að undirbúa sig núna fyrir leik sem enn er ekki vitað gegn hverjum verður. „Þetta er mjög skrýtið fyrirkomulag hjá UEFA, FIFA, eða hverjum sem setur þetta upp. Allt öðruvísi en maður er vanur. En ég held að þetta sé fínt. Við náum þá að fókusa meira á okkur og einbeita okkur að því sem við þurfum að laga, og það skiptir ekki máli á móti hverjum það er. Þetta eru grundvallaratriði sem við þurfum að fínpússa og það er jákvætt fyrir okkur að vissu leyti að geta hundrað prósent einbeitt okkur að okkur sjálfum, alla vega fyrstu dagana,“ segir Glódís en íslenska landsliðið fær svo á föstudaginn ítarlega skýrslu um verðandi andstæðinga sína frá Davíð Snorra Jónassyni, þjálfara U21-landsliðs karla, sem verður á leik Portúgals og Belgíu í kvöld. Mætir liðunum tveimur sem hún vildi mæta Glódís er ekki bara lykilmaður í íslenska landsliðinu heldur á hún einnig fast sæti í vörn Bayern München sem spilar í Meistaradeild Evrópu í vetur. Liðið dróst í riðil með Barcelona, sem varð Evrópumeistari í fyrra, og á því fyrir höndum leik á sjálfum Camp Nou. Í riðlinum eru einnig lið Rosengård, sem Glódís spilaði áður með, og Benfica. „Mér líst mjög vel á riðilinn,“ segir Glódís. „Ég held að allir riðlarnir séu sterkir og þetta verði mikið af góðum leikjum. Ég vildi sjálf fá Barcelona og Rosengård, svo ég er mjög ánægð með þetta. Maður vill alltaf spila á móti þeim bestu, svo það er mjög gaman að mæta Barcelona, og svo verður mjög gaman að fara „heim“ til Malmö að spila. Við vorum svo í riðli með Benfica í fyrra og þekkjum þær. Við vorum í styrkleikaflokki tvö og gerum þá kröfu á okkur að við förum upp úr þessum riðli og í átta liða úrslitin,“ segir Glódís.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Sjá meira