„Mjög skrýtið fyrirkomulag“ en hentar vel Sindri Sverrisson skrifar 6. október 2022 15:01 Glódís Perla Viggósdóttir var að vonum afar svekkt eftir tapið gegn Hollandi í síðasta mánuði en vill nýta það svekkelsi til að knýja fram sigur næsta þriðjudag. vísir/Arnar Glódís Perla Viggósdóttir segir að skrýtið fyrirkomulag undankeppni HM í fótbolta sé á vissan hátt ágætt fyrir íslenska landsliðið sem þessa dagana geti skerpt á ákveðnum atriðum sem liðið þurfi að bæta, sama hver andstæðingurinn sé. Glódís og stöllur í íslenska landsliðinu æfa þessa dagana í Algarve í Portúgal fyrir úrslitaleikinn næsta þriðjudag um sæti á HM. Það ræðst í kvöld hvort sá leikur verður í Portúgal eða Belgíu, því Ísland mætir sigurliðinu úr leik þessara þjóða. Ísland var hársbreidd frá því að losna við umspilið og komast beint á HM þegar það mætti Hollandi í síðasta mánuði en tapaði þar 1-0 með marki í uppbótartíma: „Ég held að aðallega tökum við með okkur þessa svekkelsistilfinningu og reynum að nýta hana í eitthvað gott, breyta henni í jákvæða tilfinningu og vonandi komast á HM,“ segir Glódís í viðtali á samfélagsmiðlum KSÍ. KSÍ TV heyrði í Glódísi Perlu í dag.,,Við náum bara að fókusera meira á okkur og einbeita okkur að því sem við þurfum að laga og skiptir ekki máli á móti hverjum það er."#dottir #alltundir pic.twitter.com/TN2S8KQxut— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 6, 2022 Hún segir það vissulega sérstakt að undirbúa sig núna fyrir leik sem enn er ekki vitað gegn hverjum verður. „Þetta er mjög skrýtið fyrirkomulag hjá UEFA, FIFA, eða hverjum sem setur þetta upp. Allt öðruvísi en maður er vanur. En ég held að þetta sé fínt. Við náum þá að fókusa meira á okkur og einbeita okkur að því sem við þurfum að laga, og það skiptir ekki máli á móti hverjum það er. Þetta eru grundvallaratriði sem við þurfum að fínpússa og það er jákvætt fyrir okkur að vissu leyti að geta hundrað prósent einbeitt okkur að okkur sjálfum, alla vega fyrstu dagana,“ segir Glódís en íslenska landsliðið fær svo á föstudaginn ítarlega skýrslu um verðandi andstæðinga sína frá Davíð Snorra Jónassyni, þjálfara U21-landsliðs karla, sem verður á leik Portúgals og Belgíu í kvöld. Mætir liðunum tveimur sem hún vildi mæta Glódís er ekki bara lykilmaður í íslenska landsliðinu heldur á hún einnig fast sæti í vörn Bayern München sem spilar í Meistaradeild Evrópu í vetur. Liðið dróst í riðil með Barcelona, sem varð Evrópumeistari í fyrra, og á því fyrir höndum leik á sjálfum Camp Nou. Í riðlinum eru einnig lið Rosengård, sem Glódís spilaði áður með, og Benfica. „Mér líst mjög vel á riðilinn,“ segir Glódís. „Ég held að allir riðlarnir séu sterkir og þetta verði mikið af góðum leikjum. Ég vildi sjálf fá Barcelona og Rosengård, svo ég er mjög ánægð með þetta. Maður vill alltaf spila á móti þeim bestu, svo það er mjög gaman að mæta Barcelona, og svo verður mjög gaman að fara „heim“ til Malmö að spila. Við vorum svo í riðli með Benfica í fyrra og þekkjum þær. Við vorum í styrkleikaflokki tvö og gerum þá kröfu á okkur að við förum upp úr þessum riðli og í átta liða úrslitin,“ segir Glódís. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Sjá meira
Glódís og stöllur í íslenska landsliðinu æfa þessa dagana í Algarve í Portúgal fyrir úrslitaleikinn næsta þriðjudag um sæti á HM. Það ræðst í kvöld hvort sá leikur verður í Portúgal eða Belgíu, því Ísland mætir sigurliðinu úr leik þessara þjóða. Ísland var hársbreidd frá því að losna við umspilið og komast beint á HM þegar það mætti Hollandi í síðasta mánuði en tapaði þar 1-0 með marki í uppbótartíma: „Ég held að aðallega tökum við með okkur þessa svekkelsistilfinningu og reynum að nýta hana í eitthvað gott, breyta henni í jákvæða tilfinningu og vonandi komast á HM,“ segir Glódís í viðtali á samfélagsmiðlum KSÍ. KSÍ TV heyrði í Glódísi Perlu í dag.,,Við náum bara að fókusera meira á okkur og einbeita okkur að því sem við þurfum að laga og skiptir ekki máli á móti hverjum það er."#dottir #alltundir pic.twitter.com/TN2S8KQxut— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 6, 2022 Hún segir það vissulega sérstakt að undirbúa sig núna fyrir leik sem enn er ekki vitað gegn hverjum verður. „Þetta er mjög skrýtið fyrirkomulag hjá UEFA, FIFA, eða hverjum sem setur þetta upp. Allt öðruvísi en maður er vanur. En ég held að þetta sé fínt. Við náum þá að fókusa meira á okkur og einbeita okkur að því sem við þurfum að laga, og það skiptir ekki máli á móti hverjum það er. Þetta eru grundvallaratriði sem við þurfum að fínpússa og það er jákvætt fyrir okkur að vissu leyti að geta hundrað prósent einbeitt okkur að okkur sjálfum, alla vega fyrstu dagana,“ segir Glódís en íslenska landsliðið fær svo á föstudaginn ítarlega skýrslu um verðandi andstæðinga sína frá Davíð Snorra Jónassyni, þjálfara U21-landsliðs karla, sem verður á leik Portúgals og Belgíu í kvöld. Mætir liðunum tveimur sem hún vildi mæta Glódís er ekki bara lykilmaður í íslenska landsliðinu heldur á hún einnig fast sæti í vörn Bayern München sem spilar í Meistaradeild Evrópu í vetur. Liðið dróst í riðil með Barcelona, sem varð Evrópumeistari í fyrra, og á því fyrir höndum leik á sjálfum Camp Nou. Í riðlinum eru einnig lið Rosengård, sem Glódís spilaði áður með, og Benfica. „Mér líst mjög vel á riðilinn,“ segir Glódís. „Ég held að allir riðlarnir séu sterkir og þetta verði mikið af góðum leikjum. Ég vildi sjálf fá Barcelona og Rosengård, svo ég er mjög ánægð með þetta. Maður vill alltaf spila á móti þeim bestu, svo það er mjög gaman að mæta Barcelona, og svo verður mjög gaman að fara „heim“ til Malmö að spila. Við vorum svo í riðli með Benfica í fyrra og þekkjum þær. Við vorum í styrkleikaflokki tvö og gerum þá kröfu á okkur að við förum upp úr þessum riðli og í átta liða úrslitin,“ segir Glódís.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Sjá meira