Þeir sem hafa verið að reyna að gera lítið úr atvikinu hafa kannski ekki mikið til síns máls enda er þarna ekkert smá högg á ferðinni frá Green.
Hann gæti átt á hættu að vera kærður fyrir líkamsárás og í framhaldinu er von á leikbanni frá NBA-deildinni.
Green og Jordan Poole voru að rífast á æfingunni og myndbandið byrjar á því að Green veður í átt að Poole eftir að ungi leikmaðurinn svaraði honum. Poole hrindir honum og Green svarar með því að gefa honum alvöru hnefahögg á kjammann.
Jordan Poole var í lykilhlutverki í meistaraliði Golden State í fyrra og hefur bætt sinn leik á hverju ári.
Green er einn reyndasti leikmaður liðsins og lykilmaður í öllum fjórum meistaratitlum þess.
Atvikið frá æfingunni má sjá hér fyrir neðan.
Draymond Green knocked the living shit out of Jordan Poole pic.twitter.com/ZMgY0guXDD
— Barstool Sports (@barstoolsports) October 7, 2022