Tveir reynsluboltar hjá Íslandspósti fá biðlaun eftir langa baráttu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 8. október 2022 08:16 Fólkið hafði starfað hjá Póstinum i áratugi en var sagt upp í hópuppsögn haustið 2019. Vísir/Vilhelm Tveir reynslumiklir starfsmenn hjá Íslandspósti, sem sagt var upp árið 2019, fá greidd biðlaun frá fyrirtækinu eftir að hafa þurft að leita réttar síns fyrir dómstólum. Um er að ræða karl og konu sem gegndu yfirmannsstöðum hjá Íslandspósti. Karlinum var sagt upp í fjöldauppsögn í ágúst 2019 og konunni í október sama ár. Var vísað til skipulagsbreytingar við uppsögnina. Annað þeirra hóf störf hjá Póst- og símamálastofnun árið 1980 en hitt rúmum áratug síðar. Fyrirtækið varð að Pósti og síma árið 1997 og svo Íslandspósti. Þegar þeim var sagt upp kröfðust þau biðlauna en fengu ekki. Höfðuðu þau mál af þeim sökum. Karlinn taldi sig eiga rétt á tólf mánaða biðlaunum og konan sömuleiðis og vísað til réttinda og skylda starfsmanna ríkisins frá því á síðustu öld, þegar fyrirtækið var ríkisfyrirtæki. Héraðsdómur vísaði kröfu þeirra frá en Landsréttur var á öðru máli. Rétturinn horfði til þess að samkvæmt lögum um stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar frá 1996 áttu fastráðnir starfsmenn stofnunarinnar rétt á sambærilegum störfum hjá hlutafélaginu, sem til stóð að stofna, enda héldu þeir réttindum hjá félaginu sem þeir hefðu áunnið sér hjá stofnuninni, þar á meðal biðlaunaréttindum. Segir í sömu lögum að starfsmenn sem hefðu starfað skemur en fimmtán ár hjá ríkinu áður en starf þeirra var lagt niður ættu rétt á sex mánaða biðlaunum en þeir sem starfað hefðu lengur en það ættu rétt á tólf mánaða biðlaunum. Konan hafði, þegar Póstur og sími varð að Íslandspósti starfað skemur en fimmtán ár hjá ríkinu en hélt því fram í kröfu sinni að þar sem hún hefði starfað hjá Íslandspósti, sem væri opinbert hlutafélag, til ársins 2019 væri hún komin yfir fimmtán ára markið. Dómurinn féllst ekki á þá kröfu og henni voru dæmd sex mánaða biðlaun. Maðurinn hafði hins vegar starfað mun lengur hjá stofnuninni og mat dómurinn það svo að hann ætti rétt á tólf mánaða biðlaunum. Dómsmál Pósturinn Tengdar fréttir Íslandspóstur fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. 25. júní 2019 09:21 Íslandspóstur selur annað dótturfélag Íslandspóstur ohf. hefur í dag selt allan hlut sinn í Frakt flutningsmiðlun ehf. 24. september 2019 13:05 Þrjátíu sagt upp hjá Póstinum sem dregur úr dreifingu fjölpósts Frá og með 1. maí næstkomandi mun Pósturinn hætta dreifingu á ónafnamerktum fjölpósti á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Selfossi og Akranesi. Þrjátíu starfsmönnum verður sagt upp frá og með deginum í dag vegna breytinganna. 29. janúar 2020 09:12 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Um er að ræða karl og konu sem gegndu yfirmannsstöðum hjá Íslandspósti. Karlinum var sagt upp í fjöldauppsögn í ágúst 2019 og konunni í október sama ár. Var vísað til skipulagsbreytingar við uppsögnina. Annað þeirra hóf störf hjá Póst- og símamálastofnun árið 1980 en hitt rúmum áratug síðar. Fyrirtækið varð að Pósti og síma árið 1997 og svo Íslandspósti. Þegar þeim var sagt upp kröfðust þau biðlauna en fengu ekki. Höfðuðu þau mál af þeim sökum. Karlinn taldi sig eiga rétt á tólf mánaða biðlaunum og konan sömuleiðis og vísað til réttinda og skylda starfsmanna ríkisins frá því á síðustu öld, þegar fyrirtækið var ríkisfyrirtæki. Héraðsdómur vísaði kröfu þeirra frá en Landsréttur var á öðru máli. Rétturinn horfði til þess að samkvæmt lögum um stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar frá 1996 áttu fastráðnir starfsmenn stofnunarinnar rétt á sambærilegum störfum hjá hlutafélaginu, sem til stóð að stofna, enda héldu þeir réttindum hjá félaginu sem þeir hefðu áunnið sér hjá stofnuninni, þar á meðal biðlaunaréttindum. Segir í sömu lögum að starfsmenn sem hefðu starfað skemur en fimmtán ár hjá ríkinu áður en starf þeirra var lagt niður ættu rétt á sex mánaða biðlaunum en þeir sem starfað hefðu lengur en það ættu rétt á tólf mánaða biðlaunum. Konan hafði, þegar Póstur og sími varð að Íslandspósti starfað skemur en fimmtán ár hjá ríkinu en hélt því fram í kröfu sinni að þar sem hún hefði starfað hjá Íslandspósti, sem væri opinbert hlutafélag, til ársins 2019 væri hún komin yfir fimmtán ára markið. Dómurinn féllst ekki á þá kröfu og henni voru dæmd sex mánaða biðlaun. Maðurinn hafði hins vegar starfað mun lengur hjá stofnuninni og mat dómurinn það svo að hann ætti rétt á tólf mánaða biðlaunum.
Dómsmál Pósturinn Tengdar fréttir Íslandspóstur fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. 25. júní 2019 09:21 Íslandspóstur selur annað dótturfélag Íslandspóstur ohf. hefur í dag selt allan hlut sinn í Frakt flutningsmiðlun ehf. 24. september 2019 13:05 Þrjátíu sagt upp hjá Póstinum sem dregur úr dreifingu fjölpósts Frá og með 1. maí næstkomandi mun Pósturinn hætta dreifingu á ónafnamerktum fjölpósti á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Selfossi og Akranesi. Þrjátíu starfsmönnum verður sagt upp frá og með deginum í dag vegna breytinganna. 29. janúar 2020 09:12 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Íslandspóstur fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. 25. júní 2019 09:21
Íslandspóstur selur annað dótturfélag Íslandspóstur ohf. hefur í dag selt allan hlut sinn í Frakt flutningsmiðlun ehf. 24. september 2019 13:05
Þrjátíu sagt upp hjá Póstinum sem dregur úr dreifingu fjölpósts Frá og með 1. maí næstkomandi mun Pósturinn hætta dreifingu á ónafnamerktum fjölpósti á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Selfossi og Akranesi. Þrjátíu starfsmönnum verður sagt upp frá og með deginum í dag vegna breytinganna. 29. janúar 2020 09:12