Er hægt að ræða stór mál út frá staðreyndum? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 8. október 2022 16:03 Eftir viðtal við mig fyrir hádegisfréttir Bylgjunnar i gær var skrifuð frétt á Vísi undir fyrirsögninni „Vill senda flóttafólk til Rúanda”. Næsta skref kom svo í dag með viðtali við Píratann Magnús Davíð Norðdhal. Hann var reyndar bara kynntur sem „lögmaður” eins og um einhvers konar sérfræðing væri að ræða fremur en aktívista. Magnús svaraði í engu því sem ég hafði sagt í viðtalinu en splæsti nokkrum margnýttum stimplum á það sem hann taldi vera áform mín og skoðanir (hafandi greinilega ekki hlustað á fréttina sem hann var að bregðast við). Um þetta er margt að segja: 1.Þetta er lýsandi fyrir umræðuna um þennan mikilvæga málaflokk sem stjórnvöld hafa nú misst öll tök á, þ.e. málefni hælisleitenda. Fyrir vikið erum við í verri stöðu til að hjálpa þeim sem þurfa mest á hjálp að halda. 2.Í viðtalinu benti ég einu sinni sem oftar á að Íslendingar ættu að læra af stefnu danskra krata í hælisleitendamálum en tók þó fram að það snerist ekki sérstaklega um að senda fólk til Rúanda. Dönsk stjórnvöld leggja þó áherslu á að koma upp móttökustöðum utan landsins svo að „Danmörk sé ekki notuð sem söluvara glæpagengja” eins og forsætisráðherra Dana orðaði það. 3.Bæði dönsk og bresk stjórnvöld hafa m.a. litið til Rúanda fyrir hugsanlega móttökustöð. Stjórnvöldum þar í landi var ekki skemmt þegar tækifærissinnaðir stjórnmálamenn á Vesturlöndum tóku að draga upp þá mynd af landinu að það hlyti að vera hræðileg „mannvonska” að ætla einhverjum að dveljast í Rúanda. Í raun felast í því miklir fordómar. Landið er nú eitt hið öruggasta og þróaðasta í Afríku. Þar er hæsta hlutfall kvenna á þingi í heiminum (61,3%) og plastpokar eru bannaðir í landinu (sem er líklega frumforsenda þess að teljast þróað ríki að mati margra íslenskra þingmanna). 4.Markmiðið Dana er ekki að senda sem flesta flóttamenn til Rúanda. Markmiðið er að það séu móttökustöðvar annars staðar en í Danmörku svo fólk selji sig ekki glæpagengjum til að komast í hættuför þar sem Danmörk er áfangastaðurinn. Danir, eins og við, munu áfram bjóða fólki til landsins. Þeir vilja þó ná stjórn á landamærunum og ekki vera söluvara glæpagengja sem hafa aleiguna af fólki og setja það í hættu. 5.Um flóttamenn frá Úkraínu gilda sérreglur bæði í Danmörku og á Íslandi (þeir eru raunverulegir flóttamenn í samræmi við það sem lagt var upp með í flóttamannasáttmála Sameinuðu þjóðanna). Eins og ég og fleiri bentum á strax eftir upphaf stríðsins gerir stjórnleysi Íslands í málaflokknum okkur erfiðara fyrir að aðstoða það fólk eins og nú hefur komið á daginn. 6.Umsóknir hælisleitenda á Íslandi (að frátöldum Úkraínumönnum sem boðið var til landsins) eru nú líklega orðnar u.þ.b. tífalt fleiri en í Danmörku og Noregi. Fyrir nokkru var hlutfallið orðið sexfalt og svo skömmu síðar áttfalt. Það er afleiðing sérreglna á Íslandi og þeirra skilaboða sem íslensk stjórnvöld senda frá sér (eins og ráðherrar hafa loks viðurkennt). 7.Mette Fredriksen forsætisráðherra Dana og leiðtogi jafnaðarmanna er ekki hægri öfgamaður. Það að reyna að tengja hana og hvern þann sem tekur undir stefnu hennar við „hægri öfga” er óheiðarleg pólitík af verstu sort. Málefni förufólks verða eitt stærsta viðfangsefni stjórnmálanna um fyrirsjáanlega framtíð. Það þarf því að nálgast það út frá skynsemishyggju og staðreyndum. Aðeins þannig er hægt að hjálpa sem flestum þeirra sem þurfa mest á hjálp að halda. Það að reyna að koma í veg fyrir vitræna umræðu með tilraunum til að þagga niður í þeim sem eru ósammála með fáránlegum pólitískum stimplum skilar bara þeirri óstjórn sem nú blasir við. Höfundur er formaður Miðflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Hælisleitendur Tengdar fréttir Hugmyndir Sigmundar ógeðslegar og beri vott af hægriöfgahyggju Lögmaður segir hugmyndir formanns Miðflokksins um að senda flóttafólk frá Íslandi til Rúanda ógeðslegar og bera keim af hægriöfgahyggju. Nálgast þurfi útlendingamál á jákvæðari nótum. 8. október 2022 11:43 Vill senda flóttafólk til Rúanda Formaður Miðflokksins segist ekki trúa því að nýopnuð fjöldahjálparmiðstöð fyrir flóttafólk verði tímabundið úrræði. Opnunin sé til marks um stjórnleysi í málefnum flóttafólks. Ísland hafi ranglega verið auglýst sem áfangastaður fyrir þá sem skipuleggi fólksflutninga. 5. október 2022 13:44 Vill losna við „íslenskar sérreglur“ í útlendingalögum Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar-og menntamálanefndar, segir nauðsynlegt að fjarlægja „íslenskar sérreglur“ í útlendingalögum til að lögin verði áþekkari lögum Norðurlandanna. 6. október 2022 14:35 Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Eftir viðtal við mig fyrir hádegisfréttir Bylgjunnar i gær var skrifuð frétt á Vísi undir fyrirsögninni „Vill senda flóttafólk til Rúanda”. Næsta skref kom svo í dag með viðtali við Píratann Magnús Davíð Norðdhal. Hann var reyndar bara kynntur sem „lögmaður” eins og um einhvers konar sérfræðing væri að ræða fremur en aktívista. Magnús svaraði í engu því sem ég hafði sagt í viðtalinu en splæsti nokkrum margnýttum stimplum á það sem hann taldi vera áform mín og skoðanir (hafandi greinilega ekki hlustað á fréttina sem hann var að bregðast við). Um þetta er margt að segja: 1.Þetta er lýsandi fyrir umræðuna um þennan mikilvæga málaflokk sem stjórnvöld hafa nú misst öll tök á, þ.e. málefni hælisleitenda. Fyrir vikið erum við í verri stöðu til að hjálpa þeim sem þurfa mest á hjálp að halda. 2.Í viðtalinu benti ég einu sinni sem oftar á að Íslendingar ættu að læra af stefnu danskra krata í hælisleitendamálum en tók þó fram að það snerist ekki sérstaklega um að senda fólk til Rúanda. Dönsk stjórnvöld leggja þó áherslu á að koma upp móttökustöðum utan landsins svo að „Danmörk sé ekki notuð sem söluvara glæpagengja” eins og forsætisráðherra Dana orðaði það. 3.Bæði dönsk og bresk stjórnvöld hafa m.a. litið til Rúanda fyrir hugsanlega móttökustöð. Stjórnvöldum þar í landi var ekki skemmt þegar tækifærissinnaðir stjórnmálamenn á Vesturlöndum tóku að draga upp þá mynd af landinu að það hlyti að vera hræðileg „mannvonska” að ætla einhverjum að dveljast í Rúanda. Í raun felast í því miklir fordómar. Landið er nú eitt hið öruggasta og þróaðasta í Afríku. Þar er hæsta hlutfall kvenna á þingi í heiminum (61,3%) og plastpokar eru bannaðir í landinu (sem er líklega frumforsenda þess að teljast þróað ríki að mati margra íslenskra þingmanna). 4.Markmiðið Dana er ekki að senda sem flesta flóttamenn til Rúanda. Markmiðið er að það séu móttökustöðvar annars staðar en í Danmörku svo fólk selji sig ekki glæpagengjum til að komast í hættuför þar sem Danmörk er áfangastaðurinn. Danir, eins og við, munu áfram bjóða fólki til landsins. Þeir vilja þó ná stjórn á landamærunum og ekki vera söluvara glæpagengja sem hafa aleiguna af fólki og setja það í hættu. 5.Um flóttamenn frá Úkraínu gilda sérreglur bæði í Danmörku og á Íslandi (þeir eru raunverulegir flóttamenn í samræmi við það sem lagt var upp með í flóttamannasáttmála Sameinuðu þjóðanna). Eins og ég og fleiri bentum á strax eftir upphaf stríðsins gerir stjórnleysi Íslands í málaflokknum okkur erfiðara fyrir að aðstoða það fólk eins og nú hefur komið á daginn. 6.Umsóknir hælisleitenda á Íslandi (að frátöldum Úkraínumönnum sem boðið var til landsins) eru nú líklega orðnar u.þ.b. tífalt fleiri en í Danmörku og Noregi. Fyrir nokkru var hlutfallið orðið sexfalt og svo skömmu síðar áttfalt. Það er afleiðing sérreglna á Íslandi og þeirra skilaboða sem íslensk stjórnvöld senda frá sér (eins og ráðherrar hafa loks viðurkennt). 7.Mette Fredriksen forsætisráðherra Dana og leiðtogi jafnaðarmanna er ekki hægri öfgamaður. Það að reyna að tengja hana og hvern þann sem tekur undir stefnu hennar við „hægri öfga” er óheiðarleg pólitík af verstu sort. Málefni förufólks verða eitt stærsta viðfangsefni stjórnmálanna um fyrirsjáanlega framtíð. Það þarf því að nálgast það út frá skynsemishyggju og staðreyndum. Aðeins þannig er hægt að hjálpa sem flestum þeirra sem þurfa mest á hjálp að halda. Það að reyna að koma í veg fyrir vitræna umræðu með tilraunum til að þagga niður í þeim sem eru ósammála með fáránlegum pólitískum stimplum skilar bara þeirri óstjórn sem nú blasir við. Höfundur er formaður Miðflokksins
Hugmyndir Sigmundar ógeðslegar og beri vott af hægriöfgahyggju Lögmaður segir hugmyndir formanns Miðflokksins um að senda flóttafólk frá Íslandi til Rúanda ógeðslegar og bera keim af hægriöfgahyggju. Nálgast þurfi útlendingamál á jákvæðari nótum. 8. október 2022 11:43
Vill senda flóttafólk til Rúanda Formaður Miðflokksins segist ekki trúa því að nýopnuð fjöldahjálparmiðstöð fyrir flóttafólk verði tímabundið úrræði. Opnunin sé til marks um stjórnleysi í málefnum flóttafólks. Ísland hafi ranglega verið auglýst sem áfangastaður fyrir þá sem skipuleggi fólksflutninga. 5. október 2022 13:44
Vill losna við „íslenskar sérreglur“ í útlendingalögum Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar-og menntamálanefndar, segir nauðsynlegt að fjarlægja „íslenskar sérreglur“ í útlendingalögum til að lögin verði áþekkari lögum Norðurlandanna. 6. október 2022 14:35
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun