Átti ekki von á að Snertingu myndi ganga svona vel Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. október 2022 12:30 Baltasar og Ólafur Jóhann skrifuðu handritið saman. Vísir/Getty Eitt stærsta kvikmyndadreifingarfyrirtæki heims hefur keypt réttinn að íslensku kvikmyndinni Snerting. Kaupsamningurinn er sá fyrsti sinnar tegundar hvað íslenska kvikmynd varðar en leikstjórinn segist ekki hafa búist við svo góðum móttökum úr kvikmyndaheiminum. Skáldsagan Snerting eftir Ólaf Jóhann Ólafsson var mest selda bókin á Íslandi árið 2020 og hlaut mikið lof gagnrýnenda. Í fyrra tryggði kvikmyndagerðarmaðurinn Baltasar Kormákur sér réttinn að skáldsögunni og þeir Ólafur skrifuðu saman handritið. Tökur hófust í síðasta mánuði og standa þær nú yfir í Lundúnum en sögusviðið er Lundúnir, Ísland og Japan. Erlenda dreifingarfyrirtækið Focus Features hefur keypt sýningarréttinn að myndinni, í fyrsta sinn í íslenskri kvikmyndasögu. Kvikmyndin sé með þeim dýrari sem hafi veirð gerðar á Íslandi. Hún sé flókin í framleiðslu, bæði þar sem hún gerist á sjöunda áratugi síðustu aldar og í þremur löndum í tveimur heimsálfum. „Það hefði aldrei verið hægt að gera hana nema með verulegu fjármagni að utan út af því hversu flókin hún er í framkvæmd,“ segir Baltasar en vildi ekki greina frá hvað kaupsamningurinn hafi verið upp á háar upphæðir. Hann hafi bara haldið sýningaréttnum eftir fyrir Ísland, svo hann geti stjórnað sýningu myndarinnar hér sjálfur. Focus Features er dótturfélag Universal og eitt af þekktari kvikmyndafyrirtækjunum vestanhafs. Meðal nýlegra mynda sem fyrirtækið hefur bakkað eru Tár eftir Todd Field, The Northman eftir Robert Eggers og Belfast eftir Kenneth Branagh. Fram kemur í frétt Klapptrés að Snerting hafi auk þess fengið 150 milljóna króna styrk frá Kvikmyndasjóði og kostnaðaráætlun nemi einum milljarði króna. Japanska og íslenska megintungumálin í myndinni Þetta sé sérstaklega stórt í íslensku samhengi, þar sem myndin fjalli um íslenskan mann, íslenska menningu og íslenska og japanska eru megintungumálin. „Þar sem þetta er saga um íslenskan mann sem verður ástfanginn af japanskri konu í London 1969 þá gerist þetta á Íslandi, Japan og London. Þá eru töluð þau tungumál sem eru eðlileg í því samhengi. Það er ekki verið að gera allt á ensku eins og stundum, sama hvaðan fólk er og hvar það er.“ Viðbrögðin hafi komið á óvart. „Já, það er algjörlega júník og ég átti ekki endilega von á því að það myndi ganga svona vel. Auðvitað á eftir að koma í ljós hvernig myndin verður og allt það en það er aldrei trygging. Við Ólafur skrifuðum handritið saman og það voru rosalega sterk viðbrögð við handritinu og þetta er eiginlega besta fyrirtækið sem ég hefði getað hugsað mér að vinna með í þessu,“ segir Baltasar. Allt annar heimur en Hollywood Bókin fjallar um Íslendinginn Kristófer sem er að loka veitingastað sínum í Reykjavík. Við þann atburð fer hann að gera upp lífshlaupið sem teymir hann á óvæntar slóðir. Egill Ólafsson fer með hlutverk Kristófers á efri árum. Auk hans leika Pálmi Kormákur, Starkaður Pétursson, Theódór Júlíusson, María Ellingsen og Benedikt Erlingsson í myndinni. Þá eru nokkrir japanskir stórleikarar í myndinni, til dæmis Kōki, Masahiro Motoki, Yoko Narahashi, Masatoshi Nakamura, Meg Kubota og Eiji Mihara og breska leikkonan Ruth Sheen. Kaup Focus á sýningarréttinum séu ekki aðeins stór í íslensku samhengi heldur stór persónulegur sigur fyrir Baltasar. „Þó maður sé að gera Hollywood myndir þá er ekki gefið að þú getir gert svona með íslenska mynd. Þetta eru tveir ólíkir heimar,“ segir Baltasar. „Það er ekki gefið að þótt þér gangi vel í Bandaríkjunum að þú getir fjármagnað svona mynd. Þetta er meira listaverk en kannski myndin sem ég gerði síðast og erfiðara að fá í framleiðslu.“ Baltasar gerir ráð fyrir að tökur vari fram í febrúar en stefnan er sett á Japan eftir jól. Þá segist hann vongóður um að myndin verði komin í kvikmyndahús næsta haust. Kvikmyndagerð á Íslandi Japan Bretland Hollywood Bókmenntir Tengdar fréttir Egill Ólafs fer með aðalhlutverkið í nýrri mynd Balta Leikarinn og Stuðmaðurinn Egill Ólafsson fer með aðalhlutverkið í nýrri kvikmynd í leikstjórn Baltasars Kormáks. Myndin er byggð á metsölubókinni Snertingu eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Ólafur og Baltasar skrifa handritið saman og Baltasar leikstýrir. 5. október 2022 15:49 Baltasar gerir Snertingu Ólafs Jóhanns að kvikmynd Kvikmyndagerðarmaðurinn Baltasar Kormákur hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn að skáldsögunni Snertingu eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. 7. febrúar 2021 20:32 Ólafur Jóhann skýtur glæpasagnaþríeykinu ref fyrir rass Ólafur Jóhann Ólafsson hefur komið sér vel fyrir í fyrsta sæti bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda (Fibut) með Snertingu sem hlotið hefur verðskuldað lof lesenda og gagnrýnenda, auk þess að vera einn besti titill ársins. 23. desember 2020 10:37 Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Skáldsagan Snerting eftir Ólaf Jóhann Ólafsson var mest selda bókin á Íslandi árið 2020 og hlaut mikið lof gagnrýnenda. Í fyrra tryggði kvikmyndagerðarmaðurinn Baltasar Kormákur sér réttinn að skáldsögunni og þeir Ólafur skrifuðu saman handritið. Tökur hófust í síðasta mánuði og standa þær nú yfir í Lundúnum en sögusviðið er Lundúnir, Ísland og Japan. Erlenda dreifingarfyrirtækið Focus Features hefur keypt sýningarréttinn að myndinni, í fyrsta sinn í íslenskri kvikmyndasögu. Kvikmyndin sé með þeim dýrari sem hafi veirð gerðar á Íslandi. Hún sé flókin í framleiðslu, bæði þar sem hún gerist á sjöunda áratugi síðustu aldar og í þremur löndum í tveimur heimsálfum. „Það hefði aldrei verið hægt að gera hana nema með verulegu fjármagni að utan út af því hversu flókin hún er í framkvæmd,“ segir Baltasar en vildi ekki greina frá hvað kaupsamningurinn hafi verið upp á háar upphæðir. Hann hafi bara haldið sýningaréttnum eftir fyrir Ísland, svo hann geti stjórnað sýningu myndarinnar hér sjálfur. Focus Features er dótturfélag Universal og eitt af þekktari kvikmyndafyrirtækjunum vestanhafs. Meðal nýlegra mynda sem fyrirtækið hefur bakkað eru Tár eftir Todd Field, The Northman eftir Robert Eggers og Belfast eftir Kenneth Branagh. Fram kemur í frétt Klapptrés að Snerting hafi auk þess fengið 150 milljóna króna styrk frá Kvikmyndasjóði og kostnaðaráætlun nemi einum milljarði króna. Japanska og íslenska megintungumálin í myndinni Þetta sé sérstaklega stórt í íslensku samhengi, þar sem myndin fjalli um íslenskan mann, íslenska menningu og íslenska og japanska eru megintungumálin. „Þar sem þetta er saga um íslenskan mann sem verður ástfanginn af japanskri konu í London 1969 þá gerist þetta á Íslandi, Japan og London. Þá eru töluð þau tungumál sem eru eðlileg í því samhengi. Það er ekki verið að gera allt á ensku eins og stundum, sama hvaðan fólk er og hvar það er.“ Viðbrögðin hafi komið á óvart. „Já, það er algjörlega júník og ég átti ekki endilega von á því að það myndi ganga svona vel. Auðvitað á eftir að koma í ljós hvernig myndin verður og allt það en það er aldrei trygging. Við Ólafur skrifuðum handritið saman og það voru rosalega sterk viðbrögð við handritinu og þetta er eiginlega besta fyrirtækið sem ég hefði getað hugsað mér að vinna með í þessu,“ segir Baltasar. Allt annar heimur en Hollywood Bókin fjallar um Íslendinginn Kristófer sem er að loka veitingastað sínum í Reykjavík. Við þann atburð fer hann að gera upp lífshlaupið sem teymir hann á óvæntar slóðir. Egill Ólafsson fer með hlutverk Kristófers á efri árum. Auk hans leika Pálmi Kormákur, Starkaður Pétursson, Theódór Júlíusson, María Ellingsen og Benedikt Erlingsson í myndinni. Þá eru nokkrir japanskir stórleikarar í myndinni, til dæmis Kōki, Masahiro Motoki, Yoko Narahashi, Masatoshi Nakamura, Meg Kubota og Eiji Mihara og breska leikkonan Ruth Sheen. Kaup Focus á sýningarréttinum séu ekki aðeins stór í íslensku samhengi heldur stór persónulegur sigur fyrir Baltasar. „Þó maður sé að gera Hollywood myndir þá er ekki gefið að þú getir gert svona með íslenska mynd. Þetta eru tveir ólíkir heimar,“ segir Baltasar. „Það er ekki gefið að þótt þér gangi vel í Bandaríkjunum að þú getir fjármagnað svona mynd. Þetta er meira listaverk en kannski myndin sem ég gerði síðast og erfiðara að fá í framleiðslu.“ Baltasar gerir ráð fyrir að tökur vari fram í febrúar en stefnan er sett á Japan eftir jól. Þá segist hann vongóður um að myndin verði komin í kvikmyndahús næsta haust.
Kvikmyndagerð á Íslandi Japan Bretland Hollywood Bókmenntir Tengdar fréttir Egill Ólafs fer með aðalhlutverkið í nýrri mynd Balta Leikarinn og Stuðmaðurinn Egill Ólafsson fer með aðalhlutverkið í nýrri kvikmynd í leikstjórn Baltasars Kormáks. Myndin er byggð á metsölubókinni Snertingu eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Ólafur og Baltasar skrifa handritið saman og Baltasar leikstýrir. 5. október 2022 15:49 Baltasar gerir Snertingu Ólafs Jóhanns að kvikmynd Kvikmyndagerðarmaðurinn Baltasar Kormákur hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn að skáldsögunni Snertingu eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. 7. febrúar 2021 20:32 Ólafur Jóhann skýtur glæpasagnaþríeykinu ref fyrir rass Ólafur Jóhann Ólafsson hefur komið sér vel fyrir í fyrsta sæti bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda (Fibut) með Snertingu sem hlotið hefur verðskuldað lof lesenda og gagnrýnenda, auk þess að vera einn besti titill ársins. 23. desember 2020 10:37 Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Egill Ólafs fer með aðalhlutverkið í nýrri mynd Balta Leikarinn og Stuðmaðurinn Egill Ólafsson fer með aðalhlutverkið í nýrri kvikmynd í leikstjórn Baltasars Kormáks. Myndin er byggð á metsölubókinni Snertingu eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Ólafur og Baltasar skrifa handritið saman og Baltasar leikstýrir. 5. október 2022 15:49
Baltasar gerir Snertingu Ólafs Jóhanns að kvikmynd Kvikmyndagerðarmaðurinn Baltasar Kormákur hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn að skáldsögunni Snertingu eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. 7. febrúar 2021 20:32
Ólafur Jóhann skýtur glæpasagnaþríeykinu ref fyrir rass Ólafur Jóhann Ólafsson hefur komið sér vel fyrir í fyrsta sæti bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda (Fibut) með Snertingu sem hlotið hefur verðskuldað lof lesenda og gagnrýnenda, auk þess að vera einn besti titill ársins. 23. desember 2020 10:37