Landlæknir segir brýna þörf á efnahagslegum aðgerðum gegn offituvandanum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. október 2022 09:00 Alma Möller segir segir brýna þörf á efnahagslegum aðgerðum eins og að hækka álögur á óhollustu. Erla Gerður Sveinsdóttir yfirlæknir kvennateymis Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir marg, marg, marg borga sig að taka á offituvandanum. Vísir Einn stærsti heilsufarsvandi samtímans hér á landi er sjúkdómurinn offita og afleiddir sjúkdómar. Þetta er mat sérfræðinga í offitu. Landlæknir segir brýna þörf á að setja auknar álögur á óhollustu. Þrátt fyrir að lengi hafi legið fyrir að offita og sjúkdómar henni tengdir séu að verða sífellt stærra vandamál hér á landi liggur engin heildarlýðheilsustefna fyrir í málaflokknum. Starfshópur hefur þó verið skipaður hjá heilbrigðisráðuneyti og átti að skila af niðurstöðum í mars á þessu ári en vinnan hefur tafist vegna Covid. Vill sykurskatt Landlæknir svaraði fyrirspurn fréttastofu um hvort ríkisstjórn hafi farið að tillögum starfshóps frá 2020 um beitingu efnahagslegra hvata til að efla lýðheilsu. Í svari hans kemur fram að enn vantar upp á að farið sé að tillögum um auknar álögur á óhollustu og auknu aðgengi barna að hollustuvöru. Brýnt sé að bæta úr þessu. Um leið getum við sagt að það sé mat embættis Landlæknis að brýn þörf sé á efnahagslegum aðgerðum (t.d. skattur á óhollustu og lægri álögur á hollustu) Hildur Thors yfirlæknir offitusviðs á Reykjalundi kallaði eftir vitundarvakningu um málefnið í fréttum okkar um helgina. Önnur lönd hafi fari þá leið að setja sykurskatt á drykki því lang mesta neysla sykurs sé í gegnum þá. Við höfum jafnframt sagt frá gríðarlegri aukningu á offituaðgerðum bæði hér innanlands og utan og þá hefur það sem af er ári verið ávísað sautján sinnum meira af offitulyfjum og eða offitu og sykursýkislyfjum en árið 2016. Erla Gerður Sveinsdóttir læknir hefur um árabil sérhæft sig í offitu þá tók hún nýlega við nýju kvenheilsuteymi hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins þar sem tekist er á við afleidda sjúkdóma offitu eins og fitubjúg. Hún tekur undir með yfirlækni á Reykjalundi um að vandinn sé aðeins að aukast hér á landi. „Tilfinningin mín og þeirra sem starfa með í þessum málaflokki er að sjúkdómurinn offita verður alltaf alvarlegri. Það eru miklu fleiri með alvarlegan sjúkdóm. Og það eru gríðarlega margir með þennan sjúkdóm. Miðað við þá sem til okkar leita erum við engan veginn að anna öllum þeim fjölda sem vill koma til okkar. Þannig að það er gríðarleg þörf á aukinni þjónustu og betri greiningu og meðferð við þessum sjúkdómi,“ segir Gerður. Erla Gerður segir sjúkdóminn offitu lýsa sér á margvíslegan máta. „Eitt af því sem við skoðum er þyngdin en líka dreifing fitunnar og þá aðallega kviðfituna því hún er hættulegri heilsunni okkar en fituvefur undir húð. Þannig að við reynum að greina samsetningu líkamans, skoðum blóðprufur til að kanna hvort sé komin fram efnaskiptaröskun og skoðum fylgisjúkdóma sem geta komið þó ekki sé komin efnaskiptaröskun eins og kæfisvefn, bakflæði, stoðkerfisverkir og annað slíkt. Þá förum við líka yfir andlega líðan viðkomandi,“ segir Erla. Erla Gerður tekur undir með yfirlækni offitusviðs Reykjalundur um að fordómar séu í gangi gagnvart málaflokknum. „Fordómar gagnvart offitu og þessi vanþekking á því hvernig sjúkdómur offita er skapar fólki sem er að glíma við vandann oft gríðarlega mikla andlega vanlíðan. Það getur leitt til þess að sjúkdómar eins og offita eru ekki greindir eða meðhöndlaðir og skuldinni er bara skellt á þyngdina. Fólk fer að veigra sér við að leita sér aðstoðar. Bara það að mæta þessum fordómum í samfélaginu og líða mjög illa og upplifa jafnvel skömm og geta ekki stjórnað sínu holdafari, það eitt og sér hreinlega breytir þyngdarstjórnunarkerfunum. Þannig að það verður erfiðara fyrir líkamann að léttast. Þessi andlega líðan skiptir svo gríðarlega miklu máli fyrir heilsuna,“ segir Erla Gerður. Áföll geti haft áhrif á þyngdina Erla Gerður segir margvíslegar ástæður fyrir því að offita er að aukast. „Það er svo margt í okkar umhverfi sem er að trufla hin svokölluðu þyngdarstjórnunarkerfi líkamans. Þá hvernig heilinn vinnur úr skilaboðum, hvernig samspil fituvefjar, meltingar og heila virkar. Genin okkar hafa ekki breyst neitt rosalega mikið en tjáning genanna, hvaða gen er að vinna út frá því hvernig umhverfið okkar er. Þannig að umhverfið hefur gríðarlega mikil áhrif. Öll streitan í umhverfinu og innra með okkur hefur áhrif, óregla á matmálstímum, meira magn af gervimat. Það er búið að forvinna matinn fyrir okkur. Raflýsing og skjánotkun truflar t.d. líkamann í að vinna í takti. Við erum jafnframt alltaf að átta okkur betur á því hvað áföll í lífinu geta haft mikil áhrif á þyngdarstjórnunarkerfin okkar. Meiri kyrrseta og svo allir samfélagsmiðlarnir þar sem fyrirmyndirnar eru oft ekki nógu heilbrigðar. Svo eru alls konar sjúkdómar sem geta truflað kerfin. Lyfjameðferðir eru líka oft að trufla og því skiptir máli fyrir fólk að biðja um lyf sem hafa ekki áhrif á þyngdina þ.e. ef þau eru til. Við vitum t.d. að mörg þunglyndislyf geta haft þyngdaraukandi áhrif. En það eru til þunglyndislyf sem hafa ekki eins mikil áhrif,“ segir Erla Gerður. Stigvaxandi sjúkdómur Erla segir mikilvægt að grípa inn í telji fólk sig komið í vanda vegna ofþyngdar, því fyrr því betra. „Offitusjúkdómur getur leitt af sér svo gríðarlega marga aðra sjúkdóma. Það er t.d. Fjörutíu prósent líklegra að fá krabbamein ef sjúkdómurinn offita er til staðar. Hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki, slitgigt. Þannig að þetta er svo gríðarlega erfitt fyrir einstaklinga að bera,“ segir hún. Ef við sinnum ekki þessum sjúkdómi þá vefur hann upp á sig. Því þetta er í rauninni stigvaxandi , ævilangur sjúkdómur. Hann mun versna alla ævi og hefur endurföll. Hann getur fengið góðan tíma og svo kemur slæmur tími. Þá er mikilvægt að átta sig á að endurföllin eru ekki út af karakter einstaklingsins sem er með þennan sjúkdóm. Þetta er bara lífeðlisfræði. Hildur Thors yfirlæknir offitusviðs Reykjalundar segir algjörlega úrelt að segja fólki með offituvanda að borða bara minna og hreyfa sig. Erla tekur undir það. „Það getur algjörlega skvett olíu á eld að halda þessu að fólki með sjúkdóminn offitu. Ef einstaklingur fer að borða of lítið og fer að hreyfa sig of mikið þá skapast ósamræmi og viðbrögð líkamans við þessu hættuástandi sem hann skynjar eru svo rosalega kröftug. Ef að einstaklingur fer t.d. að borða of lítið þá hægir líkaminn á brennslunni og að sækja í vöðvanna í staðinn og brýtur þá niður til að vernda fituvefinn. Það gerir hann til að hjálpa líkamanum til að komast í gegnum þessa hungursneyð sem hann skynjar. Hann fer þá að ræsa alls konar hormóna frá heilanum til að gera fólk svangara. Þannig að það skapast vítahringur sem getur gert sjúkdóminn miklu, miklu verri. Það eru svo gríðarlega sterk kerfi sem eru að vernda okkur gegn hungursneyðinni. Við verðum að komast út úr því að segja fólki bara að létta sig og borða minna og hreyfa sig meira, því að þannig ýtum við undir sjúkdóminn offitu,“ segir hún. Erla Gerður segir allt annað eiga við fólk sem er heilbrigt og með nokkur aukakíló. „Það er allt annað sem á við einstakling sem er með heilbrigð þyngdarstjórnunarkerfi og er að borða aðeins of mikið á tímabili og hreyfa sig minna. Þá eru eðlileg viðbrögð líkamans að safna fitu. Þá eru líka viðbrögð líkamans að ganga á fituna ef einstaklingurinn fer í aðhald. En einstaklingur sem er með offitu gengur ekki á þennan forða ef hann er kominn með sjúkdóminn offitu og kominn í vítahring,“ segir hún. Of algengt að fólk borði of lítið „Það sem við eigum að gera er að reyna að skilja, hvað er í gangi? Hvað er líkaminn að fást við? Hvaða leið er heppilegust og hvaða verkfæri höfum við til þess að aðstoða þennan líkama til að ná betra jafnvægi? Fólki finnst mjög skrítið að ég er alltaf að láta það borða meira en það er vant að gera. Finnst þetta erfitt og rangt því það hefur alltaf reynt að borða minna. Ég hef á mínum ferli t.d. séð mikið af fólki með sjúkdóminn offitu, sem er með mikinn næringarskort en þá hefur það verið að borða of lítið. Við þurfum mat til að brenna mat,“ segir hún. Hún segir að stundum þurfi að grípa til enn fastar inn í til að hjálpa fólki. „Þegar við erum búin að fara í gegnum þennan grunn þá eru það lyfin og aðgerðirnar. Framfarir í lyfjameðferðum hafa verið alveg gríðarlega miklar síðustu árin og við erum komin með lyf sem eru farin að slaga í árangur sem ermaaðgerðir hafa skilað,“ segir Erla Gerður. Erla Gerður segir gríðarlega mikilvægt að samfélagið taki á þessum málum. „Ef við hugsum það út frá samfélagslegu og ríkiskassanum þá marg, marg, marg borgar sig að sinna þessum sjúkdómi og við verðum að gera það vel,“ segir hún. Hún hvetur fólk til að leita til heilbrigðiskerfisins telji það sig komið í vanda. „Ég vil bara hvetja alla til að skoða og leita sér aðstoðar ef það eru komnar fram vísbendingar um að það sé komin truflun í þessi efnaskiptakerfi. Ef einstaklingur er búinn að gera margar breytingar sem hafa ekki dugað. Hann hefur kannski lést til að byrja með en svo kemur stopp og hann jafnvel þyngist meira en hann missti. Þyngdarsagna viðkomandi getur gefið vísbendingar. Þá hvenær kom þyngdin, kom hún við hormónabreytingar, breytingaskeið, meðgöngu, kom hún eftir áföll eða álag? Er búið að vera jó jó í þyngdinni? Er búið að vera prófa alls konar og ekkert dugar? Þá á maður að leita aðstoðar,“ segir Erla Gerður að lokum. Heilsa Heilbrigðismál Heilsugæsla Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Næstum tuttugu sinnum fleiri á offitulyfjum Sérfræðingur í offitu segir góðan undirbúning og eftirfylgni forsendu fyrir því að offituaðgerðir endist. Því miður sé það ekki alltaf raunin og í þeim tilvikum megi búast við sömu vandamálum nokkrum árum eftir aðgerð. Margföldun hefur orðið í ávísunum og kostnaði vegna stungulyfja við offitu frá 2017. 10. október 2022 07:00 „Við megum ekki stinga höfðinu í sandinn“ Sífellt fleiri greinast hér á landi með sjúkdóminn offitu að sögn yfirlæknis offitusviðs Reykjalundar. Hún kallar eftir vitundarvakningu. Nauðsynlegt sé að nálgast viðfangsefnið án þeirra fordóma sem nú séu til staðar til að mynda í sjálfu heilbrigðiskerfinu. 9. október 2022 07:01 Aukin tíðni krabbameina ekki vegna mengaðra vatnsbóla líkt og íbúar óttuðust Aukin tíðni krabbameina á Suðurnesjum má rekja til lifnaðarhátta frekar en mengunar í vatnsbólum en þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar á tíðni og orsökum krabbameina í Reykjanesbæ. Forstöðumaður Rannsókna- og skráningaseturs Krabbameinsfélagsins segir að ýmislegt sé hægt að gera til þess að draga úr krabbameinstilfellum, ekki aðeins á Suðurnesjum heldur landinu öllu. 21. september 2022 20:26 Segir offituaðgerðir geta komið í veg fyrir sjúkdóma eins og krabbamein Gríðarleg fjölgun hefur orðið á magaerma-og hjáveituaðgerðum hér á landi síðustu tvö ár. Langflestar eru framkvæmdar á einkastofu. Kviðarholssskurðlæknir á Klíníkinni segir slíkar aðgerðir geta komið í veg fyrir alvarlega sjúkdóma eins og krabbamein. Úrelt sé að segja of feitu fólki að borða minna og hreyfa sig meira. 20. september 2022 19:31 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Þrátt fyrir að lengi hafi legið fyrir að offita og sjúkdómar henni tengdir séu að verða sífellt stærra vandamál hér á landi liggur engin heildarlýðheilsustefna fyrir í málaflokknum. Starfshópur hefur þó verið skipaður hjá heilbrigðisráðuneyti og átti að skila af niðurstöðum í mars á þessu ári en vinnan hefur tafist vegna Covid. Vill sykurskatt Landlæknir svaraði fyrirspurn fréttastofu um hvort ríkisstjórn hafi farið að tillögum starfshóps frá 2020 um beitingu efnahagslegra hvata til að efla lýðheilsu. Í svari hans kemur fram að enn vantar upp á að farið sé að tillögum um auknar álögur á óhollustu og auknu aðgengi barna að hollustuvöru. Brýnt sé að bæta úr þessu. Um leið getum við sagt að það sé mat embættis Landlæknis að brýn þörf sé á efnahagslegum aðgerðum (t.d. skattur á óhollustu og lægri álögur á hollustu) Hildur Thors yfirlæknir offitusviðs á Reykjalundi kallaði eftir vitundarvakningu um málefnið í fréttum okkar um helgina. Önnur lönd hafi fari þá leið að setja sykurskatt á drykki því lang mesta neysla sykurs sé í gegnum þá. Við höfum jafnframt sagt frá gríðarlegri aukningu á offituaðgerðum bæði hér innanlands og utan og þá hefur það sem af er ári verið ávísað sautján sinnum meira af offitulyfjum og eða offitu og sykursýkislyfjum en árið 2016. Erla Gerður Sveinsdóttir læknir hefur um árabil sérhæft sig í offitu þá tók hún nýlega við nýju kvenheilsuteymi hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins þar sem tekist er á við afleidda sjúkdóma offitu eins og fitubjúg. Hún tekur undir með yfirlækni á Reykjalundi um að vandinn sé aðeins að aukast hér á landi. „Tilfinningin mín og þeirra sem starfa með í þessum málaflokki er að sjúkdómurinn offita verður alltaf alvarlegri. Það eru miklu fleiri með alvarlegan sjúkdóm. Og það eru gríðarlega margir með þennan sjúkdóm. Miðað við þá sem til okkar leita erum við engan veginn að anna öllum þeim fjölda sem vill koma til okkar. Þannig að það er gríðarleg þörf á aukinni þjónustu og betri greiningu og meðferð við þessum sjúkdómi,“ segir Gerður. Erla Gerður segir sjúkdóminn offitu lýsa sér á margvíslegan máta. „Eitt af því sem við skoðum er þyngdin en líka dreifing fitunnar og þá aðallega kviðfituna því hún er hættulegri heilsunni okkar en fituvefur undir húð. Þannig að við reynum að greina samsetningu líkamans, skoðum blóðprufur til að kanna hvort sé komin fram efnaskiptaröskun og skoðum fylgisjúkdóma sem geta komið þó ekki sé komin efnaskiptaröskun eins og kæfisvefn, bakflæði, stoðkerfisverkir og annað slíkt. Þá förum við líka yfir andlega líðan viðkomandi,“ segir Erla. Erla Gerður tekur undir með yfirlækni offitusviðs Reykjalundur um að fordómar séu í gangi gagnvart málaflokknum. „Fordómar gagnvart offitu og þessi vanþekking á því hvernig sjúkdómur offita er skapar fólki sem er að glíma við vandann oft gríðarlega mikla andlega vanlíðan. Það getur leitt til þess að sjúkdómar eins og offita eru ekki greindir eða meðhöndlaðir og skuldinni er bara skellt á þyngdina. Fólk fer að veigra sér við að leita sér aðstoðar. Bara það að mæta þessum fordómum í samfélaginu og líða mjög illa og upplifa jafnvel skömm og geta ekki stjórnað sínu holdafari, það eitt og sér hreinlega breytir þyngdarstjórnunarkerfunum. Þannig að það verður erfiðara fyrir líkamann að léttast. Þessi andlega líðan skiptir svo gríðarlega miklu máli fyrir heilsuna,“ segir Erla Gerður. Áföll geti haft áhrif á þyngdina Erla Gerður segir margvíslegar ástæður fyrir því að offita er að aukast. „Það er svo margt í okkar umhverfi sem er að trufla hin svokölluðu þyngdarstjórnunarkerfi líkamans. Þá hvernig heilinn vinnur úr skilaboðum, hvernig samspil fituvefjar, meltingar og heila virkar. Genin okkar hafa ekki breyst neitt rosalega mikið en tjáning genanna, hvaða gen er að vinna út frá því hvernig umhverfið okkar er. Þannig að umhverfið hefur gríðarlega mikil áhrif. Öll streitan í umhverfinu og innra með okkur hefur áhrif, óregla á matmálstímum, meira magn af gervimat. Það er búið að forvinna matinn fyrir okkur. Raflýsing og skjánotkun truflar t.d. líkamann í að vinna í takti. Við erum jafnframt alltaf að átta okkur betur á því hvað áföll í lífinu geta haft mikil áhrif á þyngdarstjórnunarkerfin okkar. Meiri kyrrseta og svo allir samfélagsmiðlarnir þar sem fyrirmyndirnar eru oft ekki nógu heilbrigðar. Svo eru alls konar sjúkdómar sem geta truflað kerfin. Lyfjameðferðir eru líka oft að trufla og því skiptir máli fyrir fólk að biðja um lyf sem hafa ekki áhrif á þyngdina þ.e. ef þau eru til. Við vitum t.d. að mörg þunglyndislyf geta haft þyngdaraukandi áhrif. En það eru til þunglyndislyf sem hafa ekki eins mikil áhrif,“ segir Erla Gerður. Stigvaxandi sjúkdómur Erla segir mikilvægt að grípa inn í telji fólk sig komið í vanda vegna ofþyngdar, því fyrr því betra. „Offitusjúkdómur getur leitt af sér svo gríðarlega marga aðra sjúkdóma. Það er t.d. Fjörutíu prósent líklegra að fá krabbamein ef sjúkdómurinn offita er til staðar. Hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki, slitgigt. Þannig að þetta er svo gríðarlega erfitt fyrir einstaklinga að bera,“ segir hún. Ef við sinnum ekki þessum sjúkdómi þá vefur hann upp á sig. Því þetta er í rauninni stigvaxandi , ævilangur sjúkdómur. Hann mun versna alla ævi og hefur endurföll. Hann getur fengið góðan tíma og svo kemur slæmur tími. Þá er mikilvægt að átta sig á að endurföllin eru ekki út af karakter einstaklingsins sem er með þennan sjúkdóm. Þetta er bara lífeðlisfræði. Hildur Thors yfirlæknir offitusviðs Reykjalundar segir algjörlega úrelt að segja fólki með offituvanda að borða bara minna og hreyfa sig. Erla tekur undir það. „Það getur algjörlega skvett olíu á eld að halda þessu að fólki með sjúkdóminn offitu. Ef einstaklingur fer að borða of lítið og fer að hreyfa sig of mikið þá skapast ósamræmi og viðbrögð líkamans við þessu hættuástandi sem hann skynjar eru svo rosalega kröftug. Ef að einstaklingur fer t.d. að borða of lítið þá hægir líkaminn á brennslunni og að sækja í vöðvanna í staðinn og brýtur þá niður til að vernda fituvefinn. Það gerir hann til að hjálpa líkamanum til að komast í gegnum þessa hungursneyð sem hann skynjar. Hann fer þá að ræsa alls konar hormóna frá heilanum til að gera fólk svangara. Þannig að það skapast vítahringur sem getur gert sjúkdóminn miklu, miklu verri. Það eru svo gríðarlega sterk kerfi sem eru að vernda okkur gegn hungursneyðinni. Við verðum að komast út úr því að segja fólki bara að létta sig og borða minna og hreyfa sig meira, því að þannig ýtum við undir sjúkdóminn offitu,“ segir hún. Erla Gerður segir allt annað eiga við fólk sem er heilbrigt og með nokkur aukakíló. „Það er allt annað sem á við einstakling sem er með heilbrigð þyngdarstjórnunarkerfi og er að borða aðeins of mikið á tímabili og hreyfa sig minna. Þá eru eðlileg viðbrögð líkamans að safna fitu. Þá eru líka viðbrögð líkamans að ganga á fituna ef einstaklingurinn fer í aðhald. En einstaklingur sem er með offitu gengur ekki á þennan forða ef hann er kominn með sjúkdóminn offitu og kominn í vítahring,“ segir hún. Of algengt að fólk borði of lítið „Það sem við eigum að gera er að reyna að skilja, hvað er í gangi? Hvað er líkaminn að fást við? Hvaða leið er heppilegust og hvaða verkfæri höfum við til þess að aðstoða þennan líkama til að ná betra jafnvægi? Fólki finnst mjög skrítið að ég er alltaf að láta það borða meira en það er vant að gera. Finnst þetta erfitt og rangt því það hefur alltaf reynt að borða minna. Ég hef á mínum ferli t.d. séð mikið af fólki með sjúkdóminn offitu, sem er með mikinn næringarskort en þá hefur það verið að borða of lítið. Við þurfum mat til að brenna mat,“ segir hún. Hún segir að stundum þurfi að grípa til enn fastar inn í til að hjálpa fólki. „Þegar við erum búin að fara í gegnum þennan grunn þá eru það lyfin og aðgerðirnar. Framfarir í lyfjameðferðum hafa verið alveg gríðarlega miklar síðustu árin og við erum komin með lyf sem eru farin að slaga í árangur sem ermaaðgerðir hafa skilað,“ segir Erla Gerður. Erla Gerður segir gríðarlega mikilvægt að samfélagið taki á þessum málum. „Ef við hugsum það út frá samfélagslegu og ríkiskassanum þá marg, marg, marg borgar sig að sinna þessum sjúkdómi og við verðum að gera það vel,“ segir hún. Hún hvetur fólk til að leita til heilbrigðiskerfisins telji það sig komið í vanda. „Ég vil bara hvetja alla til að skoða og leita sér aðstoðar ef það eru komnar fram vísbendingar um að það sé komin truflun í þessi efnaskiptakerfi. Ef einstaklingur er búinn að gera margar breytingar sem hafa ekki dugað. Hann hefur kannski lést til að byrja með en svo kemur stopp og hann jafnvel þyngist meira en hann missti. Þyngdarsagna viðkomandi getur gefið vísbendingar. Þá hvenær kom þyngdin, kom hún við hormónabreytingar, breytingaskeið, meðgöngu, kom hún eftir áföll eða álag? Er búið að vera jó jó í þyngdinni? Er búið að vera prófa alls konar og ekkert dugar? Þá á maður að leita aðstoðar,“ segir Erla Gerður að lokum.
Heilsa Heilbrigðismál Heilsugæsla Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Næstum tuttugu sinnum fleiri á offitulyfjum Sérfræðingur í offitu segir góðan undirbúning og eftirfylgni forsendu fyrir því að offituaðgerðir endist. Því miður sé það ekki alltaf raunin og í þeim tilvikum megi búast við sömu vandamálum nokkrum árum eftir aðgerð. Margföldun hefur orðið í ávísunum og kostnaði vegna stungulyfja við offitu frá 2017. 10. október 2022 07:00 „Við megum ekki stinga höfðinu í sandinn“ Sífellt fleiri greinast hér á landi með sjúkdóminn offitu að sögn yfirlæknis offitusviðs Reykjalundar. Hún kallar eftir vitundarvakningu. Nauðsynlegt sé að nálgast viðfangsefnið án þeirra fordóma sem nú séu til staðar til að mynda í sjálfu heilbrigðiskerfinu. 9. október 2022 07:01 Aukin tíðni krabbameina ekki vegna mengaðra vatnsbóla líkt og íbúar óttuðust Aukin tíðni krabbameina á Suðurnesjum má rekja til lifnaðarhátta frekar en mengunar í vatnsbólum en þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar á tíðni og orsökum krabbameina í Reykjanesbæ. Forstöðumaður Rannsókna- og skráningaseturs Krabbameinsfélagsins segir að ýmislegt sé hægt að gera til þess að draga úr krabbameinstilfellum, ekki aðeins á Suðurnesjum heldur landinu öllu. 21. september 2022 20:26 Segir offituaðgerðir geta komið í veg fyrir sjúkdóma eins og krabbamein Gríðarleg fjölgun hefur orðið á magaerma-og hjáveituaðgerðum hér á landi síðustu tvö ár. Langflestar eru framkvæmdar á einkastofu. Kviðarholssskurðlæknir á Klíníkinni segir slíkar aðgerðir geta komið í veg fyrir alvarlega sjúkdóma eins og krabbamein. Úrelt sé að segja of feitu fólki að borða minna og hreyfa sig meira. 20. september 2022 19:31 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Næstum tuttugu sinnum fleiri á offitulyfjum Sérfræðingur í offitu segir góðan undirbúning og eftirfylgni forsendu fyrir því að offituaðgerðir endist. Því miður sé það ekki alltaf raunin og í þeim tilvikum megi búast við sömu vandamálum nokkrum árum eftir aðgerð. Margföldun hefur orðið í ávísunum og kostnaði vegna stungulyfja við offitu frá 2017. 10. október 2022 07:00
„Við megum ekki stinga höfðinu í sandinn“ Sífellt fleiri greinast hér á landi með sjúkdóminn offitu að sögn yfirlæknis offitusviðs Reykjalundar. Hún kallar eftir vitundarvakningu. Nauðsynlegt sé að nálgast viðfangsefnið án þeirra fordóma sem nú séu til staðar til að mynda í sjálfu heilbrigðiskerfinu. 9. október 2022 07:01
Aukin tíðni krabbameina ekki vegna mengaðra vatnsbóla líkt og íbúar óttuðust Aukin tíðni krabbameina á Suðurnesjum má rekja til lifnaðarhátta frekar en mengunar í vatnsbólum en þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar á tíðni og orsökum krabbameina í Reykjanesbæ. Forstöðumaður Rannsókna- og skráningaseturs Krabbameinsfélagsins segir að ýmislegt sé hægt að gera til þess að draga úr krabbameinstilfellum, ekki aðeins á Suðurnesjum heldur landinu öllu. 21. september 2022 20:26
Segir offituaðgerðir geta komið í veg fyrir sjúkdóma eins og krabbamein Gríðarleg fjölgun hefur orðið á magaerma-og hjáveituaðgerðum hér á landi síðustu tvö ár. Langflestar eru framkvæmdar á einkastofu. Kviðarholssskurðlæknir á Klíníkinni segir slíkar aðgerðir geta komið í veg fyrir alvarlega sjúkdóma eins og krabbamein. Úrelt sé að segja of feitu fólki að borða minna og hreyfa sig meira. 20. september 2022 19:31