Sara slöpp fyrir leikinn um HM: „Hljóta að vera einhver lyf til að koma henni í gang“ Sindri Sverrisson skrifar 10. október 2022 12:23 Sara Björk Gunnarsdóttir hefur verið í fantaformi síðustu vikur en óvissa er um stöðuna á henni fyrir leikinn mikilvæga á morgun, vegna minni háttar veikinda. Getty/Jonathan Moscrop Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir gat ekki mætt í viðtöl í Porto í dag, daginn fyrir úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM, vegna slappleika. Fyrirhugað var að Sara yrði til viðtals á hóteli landsliðsins líkt og Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari og Dagný Brynjarsdóttir. Í morgun varð hins vegar ljóst að Sara væri orðin slöpp, eins og hent hafði tvo aðra leikmenn liðsins sem er búið að vera saman í Portúgal í tæpa viku. „Það hafa tveir leikmenn líka verið með slappleika í ferðinni og þá tók þetta sólarhring, svo við erum þokkalega bjartsýn á að hún verði með á morgun. Hún spilar á morgun, ég hef engar áhyggjur af því,“ segir Þorsteinn. Mögulega með á lokaæfingu í dag Hann sagði enn óvíst hvort að Sara yrði með á æfingu síðdegis á leikvanginum þar sem spilað verður, Estádio da Mata Real í bænum Pacos de Ferreira. „Við höfum ekki ákveðið það. Hún var sofandi áðan svo ég var ekkert að vekja hana. Við tökum bara stöðuna á henni á eftir og metum hvað sé best að gera.“ Sara er leikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi með 144 leiki, 32 ára gömul, enda teljandi á fingrum annarrar handar þeir mótsleikir með landsliðinu sem hún hefur misst af fyrir utan þegar hún var í barneignarleyfi. Það útskýrir kannski af hverju Þorsteinn hefur ekki áhyggjur af stöðunni á fyrirliðanum: „Nei, nei. Það hljóta að vera einhver lyf, eða eitthvað drasl, til að koma henni í gang,“ sagði Þorsteinn léttur. Jasmín og Agla María veiktust líka Jasmín Erla Ingadóttir og Agla María Albertsdóttir eru hinir tveir leikmennirnir sem fundið hafa fyrir slappleika í ferðinni en „það var ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Þorsteinn og bætir við að meiðsli angri ekki nokkurn leikmann í hópnum. Ísland og Portúgal mætast klukkan 17 á morgun, að íslenskum tíma, í úrslitaleik um sæti á HM. Vinni Ísland í venjulegum leiktíma eða framlengingu kemst liðið beint á HM en vinni liðið í vítaspyrnukeppni er mögulegt að það þurfi að fara í aukaumspil í febrúar með liðum úr öðrum heimsálfum. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira
Fyrirhugað var að Sara yrði til viðtals á hóteli landsliðsins líkt og Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari og Dagný Brynjarsdóttir. Í morgun varð hins vegar ljóst að Sara væri orðin slöpp, eins og hent hafði tvo aðra leikmenn liðsins sem er búið að vera saman í Portúgal í tæpa viku. „Það hafa tveir leikmenn líka verið með slappleika í ferðinni og þá tók þetta sólarhring, svo við erum þokkalega bjartsýn á að hún verði með á morgun. Hún spilar á morgun, ég hef engar áhyggjur af því,“ segir Þorsteinn. Mögulega með á lokaæfingu í dag Hann sagði enn óvíst hvort að Sara yrði með á æfingu síðdegis á leikvanginum þar sem spilað verður, Estádio da Mata Real í bænum Pacos de Ferreira. „Við höfum ekki ákveðið það. Hún var sofandi áðan svo ég var ekkert að vekja hana. Við tökum bara stöðuna á henni á eftir og metum hvað sé best að gera.“ Sara er leikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi með 144 leiki, 32 ára gömul, enda teljandi á fingrum annarrar handar þeir mótsleikir með landsliðinu sem hún hefur misst af fyrir utan þegar hún var í barneignarleyfi. Það útskýrir kannski af hverju Þorsteinn hefur ekki áhyggjur af stöðunni á fyrirliðanum: „Nei, nei. Það hljóta að vera einhver lyf, eða eitthvað drasl, til að koma henni í gang,“ sagði Þorsteinn léttur. Jasmín og Agla María veiktust líka Jasmín Erla Ingadóttir og Agla María Albertsdóttir eru hinir tveir leikmennirnir sem fundið hafa fyrir slappleika í ferðinni en „það var ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Þorsteinn og bætir við að meiðsli angri ekki nokkurn leikmann í hópnum. Ísland og Portúgal mætast klukkan 17 á morgun, að íslenskum tíma, í úrslitaleik um sæti á HM. Vinni Ísland í venjulegum leiktíma eða framlengingu kemst liðið beint á HM en vinni liðið í vítaspyrnukeppni er mögulegt að það þurfi að fara í aukaumspil í febrúar með liðum úr öðrum heimsálfum.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira