Fyrir hverja eru Betri samgöngur? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 11. október 2022 07:01 Í liðinni viku funduðum við þingmenn á höfuðborgarsvæðinu með Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Á dagskrá voru m.a. samgöngumál, enda ofarlega í hugum íbúa svæðisins sem sitja fastir í umferð alla daga. Við fengum kynningu frá Betri samgöngum og skiptumst svo á skoðunum um verkefnin framundan. Í kynningunni var að finna þekkta mynd af bílaröð frá austri til vesturs að morgni dags. Mynd sem við íbúar austurhlutans þekkjum vel af eigin raun. Það er eitt brýnasta verkefnið á svæðinu að leysa þetta taktleysi í umferðarflæðinu. Lausnirnar þurfa því að taka mið af þörfum þeirra sem eiga að nýta sér þær; þeirra sem sitja fastir í umferðarteppunni sem þarf að leysa úr. Ég vakti því athygli á því, enn og aftur, að sveitarfélögin, einkum Reykjavíkurborg, þyrftu að temja sér nýjan hugsunarhátt. Af hverju eru þessir íbúar fastir, hver í sinni bifreið, á hverjum degi? Á þeim nánast samfelldu 25 árum sem vinstristjórn hefur verið í Reykjavík hefur nærþjónusta nánast horfið úr úthverfum borgarinnar. Foreldrar leikskólabarna þurfa að sækja þjónustu langt utan hverfis, jafnvel sveitarfélagsins, og opnunartími á leikskólum hefur verið styttur. Frístundaheimili borgarinnar þjónusta aðeins hluta af þeim börnum sem þurfa á því að halda. Og flestir sækja áfram vinnu í vesturhluta borgarinnar, það hefur lítið breyst. Við sem búum í austurhluta Reykjavíkurborgar veljum flest eða neyðumst til að ferðast aðallega um á bíl. Við keyrum þvert á enda borgarinnar til og frá vinnu og sækjum flest alla þjónustu utan hverfisins okkar. Börnin okkar fá ekki leikskóla- og frístundapláss í sínu hverfi fyrr en seint um síðir og það púsluspil bætist við ferðatímann til og frá vinnu. Af þessu litast afstaða okkar til ferðamáta, þ.m.t. til háleitra hugmynda um Betri samgöngur. Það er ágætt að sveitarfélögin hafi náð saman um umbætur í samgöngumálum. En það er algjör grundvallarforsenda fyrir breytingunum sem boðaðar eru að þær séu hugsaðar út frá hag notenda. Að íbúum svæðisins sem sitja fastir í þessari umferð sé raunverulega gert kleift að losna undan farginu. Þar er ábyrgð Reykjavíkurborgar mikil. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Umferð Reykjavík Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í liðinni viku funduðum við þingmenn á höfuðborgarsvæðinu með Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Á dagskrá voru m.a. samgöngumál, enda ofarlega í hugum íbúa svæðisins sem sitja fastir í umferð alla daga. Við fengum kynningu frá Betri samgöngum og skiptumst svo á skoðunum um verkefnin framundan. Í kynningunni var að finna þekkta mynd af bílaröð frá austri til vesturs að morgni dags. Mynd sem við íbúar austurhlutans þekkjum vel af eigin raun. Það er eitt brýnasta verkefnið á svæðinu að leysa þetta taktleysi í umferðarflæðinu. Lausnirnar þurfa því að taka mið af þörfum þeirra sem eiga að nýta sér þær; þeirra sem sitja fastir í umferðarteppunni sem þarf að leysa úr. Ég vakti því athygli á því, enn og aftur, að sveitarfélögin, einkum Reykjavíkurborg, þyrftu að temja sér nýjan hugsunarhátt. Af hverju eru þessir íbúar fastir, hver í sinni bifreið, á hverjum degi? Á þeim nánast samfelldu 25 árum sem vinstristjórn hefur verið í Reykjavík hefur nærþjónusta nánast horfið úr úthverfum borgarinnar. Foreldrar leikskólabarna þurfa að sækja þjónustu langt utan hverfis, jafnvel sveitarfélagsins, og opnunartími á leikskólum hefur verið styttur. Frístundaheimili borgarinnar þjónusta aðeins hluta af þeim börnum sem þurfa á því að halda. Og flestir sækja áfram vinnu í vesturhluta borgarinnar, það hefur lítið breyst. Við sem búum í austurhluta Reykjavíkurborgar veljum flest eða neyðumst til að ferðast aðallega um á bíl. Við keyrum þvert á enda borgarinnar til og frá vinnu og sækjum flest alla þjónustu utan hverfisins okkar. Börnin okkar fá ekki leikskóla- og frístundapláss í sínu hverfi fyrr en seint um síðir og það púsluspil bætist við ferðatímann til og frá vinnu. Af þessu litast afstaða okkar til ferðamáta, þ.m.t. til háleitra hugmynda um Betri samgöngur. Það er ágætt að sveitarfélögin hafi náð saman um umbætur í samgöngumálum. En það er algjör grundvallarforsenda fyrir breytingunum sem boðaðar eru að þær séu hugsaðar út frá hag notenda. Að íbúum svæðisins sem sitja fastir í þessari umferð sé raunverulega gert kleift að losna undan farginu. Þar er ábyrgð Reykjavíkurborgar mikil. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun