„Þurfum að muna tilfinninguna sem maður vill ekki finna aftur“ Sindri Sverrisson skrifar 10. október 2022 22:31 Dagný Brynjarsdóttir við hótel íslenska landsliðsins í Porto í dag. Stöð 2 Sport „Spennustigið er bara gott,“ segir landsliðskonan þrautreynda, Dagný Brynjarsdóttir, sem á morgun spilar upp á möguleikann á að komast á HM í fótbolta í fyrsta sinn. Íslenska kvennalandsliðið hefur aldrei verið nær því að komast á HM en í ár, en eftir tapið gegn Hollandi í síðasta mánuði er umspilsleikurinn við Portúgal á morgun síðasti séns á að ná í farseðilinn á HM. Eins og Dagný, sem er 31 árs, hefur sjálf nefnt gæti þetta jafnframt verið hennar síðasta tækifæri á ferlinum á að komast á HM. Hún segir íslenska liðið hafa öðlast dýrmæta reynslu í undanförnum leikjum. „Þetta er að mörgu leyti þriðji svona stórleikur okkar á árinu. Við spiluðum við Frakka sem var stórleikur og svo við Hollendinga sem var annar stórleikur. Því miður fóru þeir ekki okkur í hag svo vonandi fer þessi þriðji leikur okkur í hag. Hinir leikirnir gáfu okkur líka ótrúlega mikið. Það fylgdi því dýrmæt reynsla að fara í þá leiki þó að auðvitað vildi maður betri úrslit. Við þurfum líka að muna tilfinninguna eftir þá leiki, sem maður vill ekki finna aftur. Þá er það undir okkur komið að gera allt sem í okkar valdi stendur til að breyta þeirri tilfinningu í eitthvað betra og skemmtilegra,“ segir Dagný er hún ræðir við Vísi fyrir utan hótel landsliðsins í Porto í dag. Klippa: Dagný um Portúgal og úrslitaleikinn Mikið pláss fyrir kantmenn Íslands Dagný segir íslenska liðið búið að ná góðum æfingadögum saman, fyrst í Algarve og svo í dag í bænum Pacos de Ferreira þar sem leikurinn fer fram. „Ég held að möguleikarnir séu góðir. Við þurfum fyrst og fremst að spila okkar leik og fylgja okkar plani en Portúgalarnir eru með hörkulið, góðar að halda boltanum og með öskufljóta framherja. Við þurfum að spila góðan varnarleik því þær eru góðar sóknarlega. Svo þurfum við líka að vera klókar sóknarlega og nýta þær sóknir sem við fáum. Það verða pottþétt færi báðum megin,“ segir Dagný. Hún segir gott pláss eiga að geta myndast fyrir Sveindísi Jane Jónsdóttur og aðra kantmenn íslenska liðsins: „Þær spila með tígulmiðju svo það er mikið pláss úti á köntunum fyrir okkur. Við ættum því að geta skapað stöðuna 2 á 1 úti á köntunum en þurfum að hreyfa boltann hratt á milli kantanna. Það verður kannski svolítið þröngt á miðjunni. En við ættum að vera svolítið fljótari en þær fram á við, miðað við hvernig varnarlínan þeirra er. Helsti hraðinn þeirra er í þeirra sóknarmönnum og það eru þær sem eru hættulegastar í portúgalska liðinu.“ Ísland og Portúgal mætast klukkan 17 á morgun, að íslenskum tíma, í úrslitaleik um sæti á HM. Vinni Ísland í venjulegum leiktíma eða framlengingu kemst liðið beint á HM en vinni liðið í vítaspyrnukeppni er mögulegt að það þurfi að fara í aukaumspil í febrúar með liðum úr öðrum heimsálfum. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Full vél fer með stuðningsmenn til Portúgal Uppselt er í flugvél Icelandair sem fer í dagsferð til Portúgal þar sem íslenska kvennalandsliðið mætir því portúgalska í leik upp á sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. 10. október 2022 14:00 „Ömurlegt ef við myndum ekki ná þessu markmiði“ „Mér finnst eins og við séum búnar að bíða heila eilífð,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji íslenska landsliðsins sem á morgun spilar úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM í fótbolta næsta sumar. 10. október 2022 14:58 Sara slöpp fyrir leikinn um HM: „Hljóta að vera einhver lyf til að koma henni í gang“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir gat ekki mætt í viðtöl í Porto í dag, daginn fyrir úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM, vegna slappleika. 10. október 2022 12:23 Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Fleiri fréttir „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið hefur aldrei verið nær því að komast á HM en í ár, en eftir tapið gegn Hollandi í síðasta mánuði er umspilsleikurinn við Portúgal á morgun síðasti séns á að ná í farseðilinn á HM. Eins og Dagný, sem er 31 árs, hefur sjálf nefnt gæti þetta jafnframt verið hennar síðasta tækifæri á ferlinum á að komast á HM. Hún segir íslenska liðið hafa öðlast dýrmæta reynslu í undanförnum leikjum. „Þetta er að mörgu leyti þriðji svona stórleikur okkar á árinu. Við spiluðum við Frakka sem var stórleikur og svo við Hollendinga sem var annar stórleikur. Því miður fóru þeir ekki okkur í hag svo vonandi fer þessi þriðji leikur okkur í hag. Hinir leikirnir gáfu okkur líka ótrúlega mikið. Það fylgdi því dýrmæt reynsla að fara í þá leiki þó að auðvitað vildi maður betri úrslit. Við þurfum líka að muna tilfinninguna eftir þá leiki, sem maður vill ekki finna aftur. Þá er það undir okkur komið að gera allt sem í okkar valdi stendur til að breyta þeirri tilfinningu í eitthvað betra og skemmtilegra,“ segir Dagný er hún ræðir við Vísi fyrir utan hótel landsliðsins í Porto í dag. Klippa: Dagný um Portúgal og úrslitaleikinn Mikið pláss fyrir kantmenn Íslands Dagný segir íslenska liðið búið að ná góðum æfingadögum saman, fyrst í Algarve og svo í dag í bænum Pacos de Ferreira þar sem leikurinn fer fram. „Ég held að möguleikarnir séu góðir. Við þurfum fyrst og fremst að spila okkar leik og fylgja okkar plani en Portúgalarnir eru með hörkulið, góðar að halda boltanum og með öskufljóta framherja. Við þurfum að spila góðan varnarleik því þær eru góðar sóknarlega. Svo þurfum við líka að vera klókar sóknarlega og nýta þær sóknir sem við fáum. Það verða pottþétt færi báðum megin,“ segir Dagný. Hún segir gott pláss eiga að geta myndast fyrir Sveindísi Jane Jónsdóttur og aðra kantmenn íslenska liðsins: „Þær spila með tígulmiðju svo það er mikið pláss úti á köntunum fyrir okkur. Við ættum því að geta skapað stöðuna 2 á 1 úti á köntunum en þurfum að hreyfa boltann hratt á milli kantanna. Það verður kannski svolítið þröngt á miðjunni. En við ættum að vera svolítið fljótari en þær fram á við, miðað við hvernig varnarlínan þeirra er. Helsti hraðinn þeirra er í þeirra sóknarmönnum og það eru þær sem eru hættulegastar í portúgalska liðinu.“ Ísland og Portúgal mætast klukkan 17 á morgun, að íslenskum tíma, í úrslitaleik um sæti á HM. Vinni Ísland í venjulegum leiktíma eða framlengingu kemst liðið beint á HM en vinni liðið í vítaspyrnukeppni er mögulegt að það þurfi að fara í aukaumspil í febrúar með liðum úr öðrum heimsálfum.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Full vél fer með stuðningsmenn til Portúgal Uppselt er í flugvél Icelandair sem fer í dagsferð til Portúgal þar sem íslenska kvennalandsliðið mætir því portúgalska í leik upp á sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. 10. október 2022 14:00 „Ömurlegt ef við myndum ekki ná þessu markmiði“ „Mér finnst eins og við séum búnar að bíða heila eilífð,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji íslenska landsliðsins sem á morgun spilar úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM í fótbolta næsta sumar. 10. október 2022 14:58 Sara slöpp fyrir leikinn um HM: „Hljóta að vera einhver lyf til að koma henni í gang“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir gat ekki mætt í viðtöl í Porto í dag, daginn fyrir úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM, vegna slappleika. 10. október 2022 12:23 Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Fleiri fréttir „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Sjá meira
Full vél fer með stuðningsmenn til Portúgal Uppselt er í flugvél Icelandair sem fer í dagsferð til Portúgal þar sem íslenska kvennalandsliðið mætir því portúgalska í leik upp á sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. 10. október 2022 14:00
„Ömurlegt ef við myndum ekki ná þessu markmiði“ „Mér finnst eins og við séum búnar að bíða heila eilífð,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji íslenska landsliðsins sem á morgun spilar úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM í fótbolta næsta sumar. 10. október 2022 14:58
Sara slöpp fyrir leikinn um HM: „Hljóta að vera einhver lyf til að koma henni í gang“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir gat ekki mætt í viðtöl í Porto í dag, daginn fyrir úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM, vegna slappleika. 10. október 2022 12:23