Jonni hefði ekki veifað eins og Milka: „Þarf að taka Drungilas út úr hausnum á sér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2022 12:01 Dominykas Milka horfir á Adomas Drungilas sem er þarna að mótmæla brottrekstrarvillu sinni. S2 Sport Einvígið á milli litháísku miðherjanna Dominykas Milka hjá Keflavík og Adomas Drungilas hjá Tindastóli setti stóran svip á stórleik fyrstu umferðar Subway deildar karla í körfubolta. Keflavík hafði betur í leiknum en það fór ekkert á milli mála að þetta verða lið sem berjast á toppnum í vetur. Það eru flestir körfuboltaáhugamenn sem muna enn eftir einvígi þeirra Drungilas og Milka í lokaúrslitunum 2021 þegar Drungilas hjálpaði Þórsurum að vinna óvænt fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins. Keflavík tapaði ekki leik fyrir úrslitin en Milka átti ekki svar við Drungilas á stærsta sviðinu. Klippa: Subway Körfuboltakvöld: Einvígi Milka og Drungilas Lokaleikurinn endaði á því að Drungilas hnyklaði vöðvana fyrir framan Milka þegar sigurinn var í höfn eða alveg eins og Dominykas var vanur að gera við sína mótherja. Þeir mættust aftur í Keflavík í fyrstu umferðinni og Subway Körfuboltakvöld skoðaði betur einvígi þessara öflugu leikmanna. Drungilas byrjaði leikinn mun betur en Milka en Milka hafði hins vegar betur á endanum. Dómarar leiksins ákváðu nefnilega að reka Drungilas út úr húsi fyrir sóknarbrot á landa sínum. Var gjörsamlega að éta hann „Það er ekki oft sem svona stór karl er með svona rosalega mikið presence yfir bæði Milka og að [David] Okeke að einhverju leyti líka en sérstaklega Milka til að byrja með í fyrra hálfleik. Hann var gjörsamlega að éta hann í sóknarfráköstum og var að draga Milka aðeins út,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Drungilas var frábær til að byrja með þangað til að þetta kom,“ sagði Matthías og þá skoðuðu þeir brotið sem kostaði Drungilas snemmbúna ferð í sturtu. „Hann var bara með sálræna yfirburði yfir honum þangað til að þetta gerðist,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. Kann að espa hann upp „Milka liggur á honum og kann að espa hann upp,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Þeir eru búnir að berjast áður og þekkjast. Hann er að spila inn á veikleikann hjá honum. Eins leiðinlegt og það hljómar fyrir Drungilas þá heppnaðist það í kvöld,“ sagði Jón Halldór. „Mér finnst Milka ótrúlega kurteis. Ég er ekki viss um að ég hefði veifað honum,“ sagði Jón. „Svo við tölum hreina íslensku þá var Milka að spila á móti Drungilas í þessum leik og hann var í vandræðum. Drungilas bar höfuð og herðar yfir hann á meðan hann var inn á vellinum. Milka þarf að mínu mati að taka þennan Drungilas út úr hausnum á sér, hætta þessu og fara bara að spila körfu,“ sagði Jón Halldór. Subway-deild karla Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Tindastóll Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Sjá meira
Keflavík hafði betur í leiknum en það fór ekkert á milli mála að þetta verða lið sem berjast á toppnum í vetur. Það eru flestir körfuboltaáhugamenn sem muna enn eftir einvígi þeirra Drungilas og Milka í lokaúrslitunum 2021 þegar Drungilas hjálpaði Þórsurum að vinna óvænt fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins. Keflavík tapaði ekki leik fyrir úrslitin en Milka átti ekki svar við Drungilas á stærsta sviðinu. Klippa: Subway Körfuboltakvöld: Einvígi Milka og Drungilas Lokaleikurinn endaði á því að Drungilas hnyklaði vöðvana fyrir framan Milka þegar sigurinn var í höfn eða alveg eins og Dominykas var vanur að gera við sína mótherja. Þeir mættust aftur í Keflavík í fyrstu umferðinni og Subway Körfuboltakvöld skoðaði betur einvígi þessara öflugu leikmanna. Drungilas byrjaði leikinn mun betur en Milka en Milka hafði hins vegar betur á endanum. Dómarar leiksins ákváðu nefnilega að reka Drungilas út úr húsi fyrir sóknarbrot á landa sínum. Var gjörsamlega að éta hann „Það er ekki oft sem svona stór karl er með svona rosalega mikið presence yfir bæði Milka og að [David] Okeke að einhverju leyti líka en sérstaklega Milka til að byrja með í fyrra hálfleik. Hann var gjörsamlega að éta hann í sóknarfráköstum og var að draga Milka aðeins út,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Drungilas var frábær til að byrja með þangað til að þetta kom,“ sagði Matthías og þá skoðuðu þeir brotið sem kostaði Drungilas snemmbúna ferð í sturtu. „Hann var bara með sálræna yfirburði yfir honum þangað til að þetta gerðist,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. Kann að espa hann upp „Milka liggur á honum og kann að espa hann upp,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Þeir eru búnir að berjast áður og þekkjast. Hann er að spila inn á veikleikann hjá honum. Eins leiðinlegt og það hljómar fyrir Drungilas þá heppnaðist það í kvöld,“ sagði Jón Halldór. „Mér finnst Milka ótrúlega kurteis. Ég er ekki viss um að ég hefði veifað honum,“ sagði Jón. „Svo við tölum hreina íslensku þá var Milka að spila á móti Drungilas í þessum leik og hann var í vandræðum. Drungilas bar höfuð og herðar yfir hann á meðan hann var inn á vellinum. Milka þarf að mínu mati að taka þennan Drungilas út úr hausnum á sér, hætta þessu og fara bara að spila körfu,“ sagði Jón Halldór.
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Tindastóll Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Sjá meira