Jonni hefði ekki veifað eins og Milka: „Þarf að taka Drungilas út úr hausnum á sér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2022 12:01 Dominykas Milka horfir á Adomas Drungilas sem er þarna að mótmæla brottrekstrarvillu sinni. S2 Sport Einvígið á milli litháísku miðherjanna Dominykas Milka hjá Keflavík og Adomas Drungilas hjá Tindastóli setti stóran svip á stórleik fyrstu umferðar Subway deildar karla í körfubolta. Keflavík hafði betur í leiknum en það fór ekkert á milli mála að þetta verða lið sem berjast á toppnum í vetur. Það eru flestir körfuboltaáhugamenn sem muna enn eftir einvígi þeirra Drungilas og Milka í lokaúrslitunum 2021 þegar Drungilas hjálpaði Þórsurum að vinna óvænt fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins. Keflavík tapaði ekki leik fyrir úrslitin en Milka átti ekki svar við Drungilas á stærsta sviðinu. Klippa: Subway Körfuboltakvöld: Einvígi Milka og Drungilas Lokaleikurinn endaði á því að Drungilas hnyklaði vöðvana fyrir framan Milka þegar sigurinn var í höfn eða alveg eins og Dominykas var vanur að gera við sína mótherja. Þeir mættust aftur í Keflavík í fyrstu umferðinni og Subway Körfuboltakvöld skoðaði betur einvígi þessara öflugu leikmanna. Drungilas byrjaði leikinn mun betur en Milka en Milka hafði hins vegar betur á endanum. Dómarar leiksins ákváðu nefnilega að reka Drungilas út úr húsi fyrir sóknarbrot á landa sínum. Var gjörsamlega að éta hann „Það er ekki oft sem svona stór karl er með svona rosalega mikið presence yfir bæði Milka og að [David] Okeke að einhverju leyti líka en sérstaklega Milka til að byrja með í fyrra hálfleik. Hann var gjörsamlega að éta hann í sóknarfráköstum og var að draga Milka aðeins út,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Drungilas var frábær til að byrja með þangað til að þetta kom,“ sagði Matthías og þá skoðuðu þeir brotið sem kostaði Drungilas snemmbúna ferð í sturtu. „Hann var bara með sálræna yfirburði yfir honum þangað til að þetta gerðist,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. Kann að espa hann upp „Milka liggur á honum og kann að espa hann upp,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Þeir eru búnir að berjast áður og þekkjast. Hann er að spila inn á veikleikann hjá honum. Eins leiðinlegt og það hljómar fyrir Drungilas þá heppnaðist það í kvöld,“ sagði Jón Halldór. „Mér finnst Milka ótrúlega kurteis. Ég er ekki viss um að ég hefði veifað honum,“ sagði Jón. „Svo við tölum hreina íslensku þá var Milka að spila á móti Drungilas í þessum leik og hann var í vandræðum. Drungilas bar höfuð og herðar yfir hann á meðan hann var inn á vellinum. Milka þarf að mínu mati að taka þennan Drungilas út úr hausnum á sér, hætta þessu og fara bara að spila körfu,“ sagði Jón Halldór. Subway-deild karla Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Tindastóll Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Hörkueinvígi hefst Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ Sjá meira
Keflavík hafði betur í leiknum en það fór ekkert á milli mála að þetta verða lið sem berjast á toppnum í vetur. Það eru flestir körfuboltaáhugamenn sem muna enn eftir einvígi þeirra Drungilas og Milka í lokaúrslitunum 2021 þegar Drungilas hjálpaði Þórsurum að vinna óvænt fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins. Keflavík tapaði ekki leik fyrir úrslitin en Milka átti ekki svar við Drungilas á stærsta sviðinu. Klippa: Subway Körfuboltakvöld: Einvígi Milka og Drungilas Lokaleikurinn endaði á því að Drungilas hnyklaði vöðvana fyrir framan Milka þegar sigurinn var í höfn eða alveg eins og Dominykas var vanur að gera við sína mótherja. Þeir mættust aftur í Keflavík í fyrstu umferðinni og Subway Körfuboltakvöld skoðaði betur einvígi þessara öflugu leikmanna. Drungilas byrjaði leikinn mun betur en Milka en Milka hafði hins vegar betur á endanum. Dómarar leiksins ákváðu nefnilega að reka Drungilas út úr húsi fyrir sóknarbrot á landa sínum. Var gjörsamlega að éta hann „Það er ekki oft sem svona stór karl er með svona rosalega mikið presence yfir bæði Milka og að [David] Okeke að einhverju leyti líka en sérstaklega Milka til að byrja með í fyrra hálfleik. Hann var gjörsamlega að éta hann í sóknarfráköstum og var að draga Milka aðeins út,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Drungilas var frábær til að byrja með þangað til að þetta kom,“ sagði Matthías og þá skoðuðu þeir brotið sem kostaði Drungilas snemmbúna ferð í sturtu. „Hann var bara með sálræna yfirburði yfir honum þangað til að þetta gerðist,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. Kann að espa hann upp „Milka liggur á honum og kann að espa hann upp,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Þeir eru búnir að berjast áður og þekkjast. Hann er að spila inn á veikleikann hjá honum. Eins leiðinlegt og það hljómar fyrir Drungilas þá heppnaðist það í kvöld,“ sagði Jón Halldór. „Mér finnst Milka ótrúlega kurteis. Ég er ekki viss um að ég hefði veifað honum,“ sagði Jón. „Svo við tölum hreina íslensku þá var Milka að spila á móti Drungilas í þessum leik og hann var í vandræðum. Drungilas bar höfuð og herðar yfir hann á meðan hann var inn á vellinum. Milka þarf að mínu mati að taka þennan Drungilas út úr hausnum á sér, hætta þessu og fara bara að spila körfu,“ sagði Jón Halldór.
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Tindastóll Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Hörkueinvígi hefst Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ Sjá meira