Í sjötta þættinum skelltu Sigga Dögg og Ahd sér til Barcelona til að skoða kynlífsklúbbamenninguna en ferðalagið byrjar þó hálfbrösulega þar sem Sigga Dögg komst ekki út á sama tíma og Ahd þar sem fluginu hennar var aflýst. Hann ákvað því að njóta sín einn úti og skellti sér því í spa.
Sigga komst loks út og fóru þau að kynna sér sögu kynlífsklúbba í borginni og margt fleira. Að auki fengu þau að líta við á einum slíkum, sjón er sögu ríkari eins og sjá má hér að neðan.