Beinum kröftum okkar á réttan stað Kristín Linda Árnadóttir og Jóna Bjarnadóttir skrifa 12. október 2022 10:01 Tímarnir hafa breyst. Núna er sama hvort viðmælandinn starfar hjá einka- eða ríkisfyrirtæki eða er við stjórnvölinn hjá félagasamtökum eða á þjóðarskútunni. Öll eiga það sameiginlegt að vilja leggja hönd á plóg í baráttunni gegn loftslagsvandanum. Þau gera það á eigin vinnustað og í einkalífinu en ekki síst með því að stuðla að samstarfi fjölda aðila alls staðar í samfélaginu. Kraftarnir nýtast auðvitað best þegar við vitum hvert á að beina þeim. Þar vill myndin fljótt riðlast. Við vitum öll að við þurfum að draga úr losun koldíoxíðs og við vitum að stjórnvöld, bæði hér á landi og víðast hvar annars staðar, hafa sett sér ákveðin markmið og skuldbundið sig til að draga úr losun sem því nemur. En við erum samt ekki alltaf að tala um sama hlutinn. Þrír aðskildir flokkar Í stuttu máli falla skuldbindingar okkar Íslendinga í loftslagsmálum í þrjá flokka: Samfélagslosun (ESR) Viðskiptakerfi með losunarheimildir (ETS) Landnotkun og skógrækt (LULUCF) Fyrsti flokkurinn nær yfir losun á beina ábyrgð Íslands sem ríkið hefur skuldbundið sig til að minnka í samningum við aðrar þjóðir. Þessi flokkur er oft nefndur samfélagslosun því í honum er losun okkar almennings og flestra fyrirtækja annarra en stóriðju, millilandaflugs og millilandasiglinga sem falla undir viðskiptakerfi með losunarheimildir. Samfélagslosun er því t.d. öll losun frá vegasamgöngum, fiskiskipum, losun vegna orkuframleiðslu jarðvarma og smærri iðnaðar og losun vegna landbúnaðar og úrgangs. Hér er verk að vinna því losun í stærstu geirum atvinnulífsins sem eru í þessum flokki hækkar nú á milli ára, á meðan losun dregst saman í hinum tveimur flokkunum. Ísland er samkvæmt bráðbirgðaniðurstöðum Umhverfisstofnunar rétt innan marka 2021 en með sama áframhaldi stefnir í að við náum ekki settu marki sem lækkar ár frá ári. Ísland hefur sett sér skýr markmið um samdrátt í losun. Eftir aðeins átta ár ætla landsmenn að hafa dregið úr samfélagslosun sinni úr 2,7 milljónum tonna á ári niður í 1,4 milljónir tonna. Það að draga úr losun um 1,3 milljónir tonna fyrir árið 2030 krefst samstillts og einbeitts átaks. Fjöldi góðra verkefna er í burðarliðnum en við þurfum að skoða vel hvaða verkefni skila okkur þeim árangri sem að er stefnt, þ.e. að draga úr samfélagslosun okkar og uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar. Sumir gætu spurt hvort þetta skipti einhverju máli. Eru þetta ekki bara bókhaldsreglur og við eigum bara að fara í þær aðgerðir sem okkur henta best á hverjum tíma? Svarið við því er nei, þetta snýst ekki bara um bókhaldsreglur heldur hafa þessar reglur verið settar til að halda utan um losun gróðurhúsaloftegunda sem hvað mestu máli skipta. Þetta er ástæðan fyrir því að orkuskiptin skipta okkur Íslendinga svona miklu máli, þar liggja okkar stóru tækifæri til að standa við skuldbindingar okkar. Engar skyndilausnir Það eru engar auðveldar skyndilausnir til í loftslagsmálum. Við verðum að ráðast í orkuskipti af fullum þunga, losa okkur við olíu og bensín og treysta á grænu, endurnýjanlegu orkuna okkar. Við getum heldur ekki fagnað of snemma þótt góður árangur hafi náðst innan viðskiptakerfis með losunarheimildir og í samdrætti nettó losunar frá landnotkun og skógrækt. Það nægir ekki að endurheimta votlendi, þótt það eitt sé vissulega gott lofslagsverkefni sem eflir líffræðilega fjölbreytni. Sú fjölbreytni kemur hins vegar ekki í staðinn fyrir þær kröfur sem til okkar eru gerðar um að draga úr losun frá vegasamgöngum, fiskiskipum, orkuframleiðslu, iðnaði eða landbúnaði. Þar er við sjálfstætt og afar krefjandi verkefni að fást. Kristín Linda er aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og Jóna er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfiss hjá fyrirtækinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Linda Árnadóttir Jóna Bjarnadóttir Landsvirkjun Orkumál Loftslagsmál Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Tímarnir hafa breyst. Núna er sama hvort viðmælandinn starfar hjá einka- eða ríkisfyrirtæki eða er við stjórnvölinn hjá félagasamtökum eða á þjóðarskútunni. Öll eiga það sameiginlegt að vilja leggja hönd á plóg í baráttunni gegn loftslagsvandanum. Þau gera það á eigin vinnustað og í einkalífinu en ekki síst með því að stuðla að samstarfi fjölda aðila alls staðar í samfélaginu. Kraftarnir nýtast auðvitað best þegar við vitum hvert á að beina þeim. Þar vill myndin fljótt riðlast. Við vitum öll að við þurfum að draga úr losun koldíoxíðs og við vitum að stjórnvöld, bæði hér á landi og víðast hvar annars staðar, hafa sett sér ákveðin markmið og skuldbundið sig til að draga úr losun sem því nemur. En við erum samt ekki alltaf að tala um sama hlutinn. Þrír aðskildir flokkar Í stuttu máli falla skuldbindingar okkar Íslendinga í loftslagsmálum í þrjá flokka: Samfélagslosun (ESR) Viðskiptakerfi með losunarheimildir (ETS) Landnotkun og skógrækt (LULUCF) Fyrsti flokkurinn nær yfir losun á beina ábyrgð Íslands sem ríkið hefur skuldbundið sig til að minnka í samningum við aðrar þjóðir. Þessi flokkur er oft nefndur samfélagslosun því í honum er losun okkar almennings og flestra fyrirtækja annarra en stóriðju, millilandaflugs og millilandasiglinga sem falla undir viðskiptakerfi með losunarheimildir. Samfélagslosun er því t.d. öll losun frá vegasamgöngum, fiskiskipum, losun vegna orkuframleiðslu jarðvarma og smærri iðnaðar og losun vegna landbúnaðar og úrgangs. Hér er verk að vinna því losun í stærstu geirum atvinnulífsins sem eru í þessum flokki hækkar nú á milli ára, á meðan losun dregst saman í hinum tveimur flokkunum. Ísland er samkvæmt bráðbirgðaniðurstöðum Umhverfisstofnunar rétt innan marka 2021 en með sama áframhaldi stefnir í að við náum ekki settu marki sem lækkar ár frá ári. Ísland hefur sett sér skýr markmið um samdrátt í losun. Eftir aðeins átta ár ætla landsmenn að hafa dregið úr samfélagslosun sinni úr 2,7 milljónum tonna á ári niður í 1,4 milljónir tonna. Það að draga úr losun um 1,3 milljónir tonna fyrir árið 2030 krefst samstillts og einbeitts átaks. Fjöldi góðra verkefna er í burðarliðnum en við þurfum að skoða vel hvaða verkefni skila okkur þeim árangri sem að er stefnt, þ.e. að draga úr samfélagslosun okkar og uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar. Sumir gætu spurt hvort þetta skipti einhverju máli. Eru þetta ekki bara bókhaldsreglur og við eigum bara að fara í þær aðgerðir sem okkur henta best á hverjum tíma? Svarið við því er nei, þetta snýst ekki bara um bókhaldsreglur heldur hafa þessar reglur verið settar til að halda utan um losun gróðurhúsaloftegunda sem hvað mestu máli skipta. Þetta er ástæðan fyrir því að orkuskiptin skipta okkur Íslendinga svona miklu máli, þar liggja okkar stóru tækifæri til að standa við skuldbindingar okkar. Engar skyndilausnir Það eru engar auðveldar skyndilausnir til í loftslagsmálum. Við verðum að ráðast í orkuskipti af fullum þunga, losa okkur við olíu og bensín og treysta á grænu, endurnýjanlegu orkuna okkar. Við getum heldur ekki fagnað of snemma þótt góður árangur hafi náðst innan viðskiptakerfis með losunarheimildir og í samdrætti nettó losunar frá landnotkun og skógrækt. Það nægir ekki að endurheimta votlendi, þótt það eitt sé vissulega gott lofslagsverkefni sem eflir líffræðilega fjölbreytni. Sú fjölbreytni kemur hins vegar ekki í staðinn fyrir þær kröfur sem til okkar eru gerðar um að draga úr losun frá vegasamgöngum, fiskiskipum, orkuframleiðslu, iðnaði eða landbúnaði. Þar er við sjálfstætt og afar krefjandi verkefni að fást. Kristín Linda er aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og Jóna er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfiss hjá fyrirtækinu.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun