Framlengingin: Blikar eiga að stefna á topp fjóra og Njarðvík olli mestum vonbrigðum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. október 2022 07:00 Strákarnir í Körfuboltakvöldi veltu fyrir sér hvort partýið í Kópavogi væri komið til að vera. Vísir/Stöð 2 Sport Fyrsta umferð Subway-deildar karla í körfubolta var til umfjöllunnar í seinasta þætti af Körfuboltakvöldi og hinn vinsæli liður „Framlengingin“ var að sjálfsögðu á sinum stað. Eins og alltaf fóru Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins, og sérfræðingar í setti um víðan völl. Með Kjartani voru þeir Matthías Orri Sigurðarson og Jón Halldór Eðvaldsson. Fyrsta umræðuefni Framlengingarinnar var partýið í Kópavogi. Breiðablik hefur litið vel út á undirbúningstímabilinu þar sem liðið meðal annars vann Icelandic Glacial mótið sem haldið er í Þorlákshöfn og gerði sér svo lítið fyrir og vann Þórsara í Þorlákshöfn í fyrstu umferð deildarinnar. Kjartan Atli vildi einfaledlega fá að vita hversu langt liðið gæti náð á tímabilinu. „Ég held að Blikarnig eigi bara að stefna á topp fjóra og fá heimaleikjarétt,“ svaraði Matthías. „Ég sé ekkert annað lið, fyrir utan Keflavík og Tindastól, sem eru að gera einhverskonar atlögu að þessu fyrsta eða öðru sæti. Þannig að það er eina liðið sem ég sé nákvæmlega núna sem er að fara að „challenge-a“ þá.“ Kjartan tók þetta skrefi lengra, og þó að hann hafi kannski ekki spáð Blikum titlinum, þá ýjaði hann sannarlega að því að liðið gæti orðið í umræðunni þegar líða fer á tímabilið. Jón Halldór hafði hins vegar engan áhuga á að taka undir þau orð. „Þetta var rosalega flott hjá þeim að vinna Þór í gær,“ sagði Jón og hristi hausinn. „Geggjað og allt það, en ég held að þeir ættu að stefna á það að fara í úrslitakeppnina. Byrjum á því og tölum svo saman eftir það.“ „Akkúrat núna skal ég vera hundrað prósent sammála því að Keflavík og Tindastóll eru framar en Breiðablik. En ef við tökum þetta alla leið þá eru Breiðablik fremstir af því að þeir skoruðu langflestu stigin og körfubolti gengur út á að skora sem flest stig. En Breiðablik er ekki að fara að vinna nokkurn skapaðan hlut. Hættiði þessu rugli,“ sagði Jón og bað strákana vinsamlegast um að fara bara í næsta mál. Klippa: Körfuboltakvöld: Framlengingin Næsta umræðuefni Framlengingarinnar var hvaða lið hafi valdið mestum vonbrigðum í fyrstu umferð deildarinnar. Þar voru strákarnir sammála og voru harðir á því að Njarðvíkingar hafi verið það lið sem olli mestum vonbrigðum, enda þurfti liðið að sætta sig við tap gegn ÍR sem spáð er falli úr deildinni. „Njarðvík. By a f*****g country mile,“ sagði Jón Halldór ákveðinn. „Þetta er bara stórveldi í íslenskum körfubolta og þeir litu út eins og þeir væru bara að koma í deildina í gær. Ég varð bara fyrir þvílíkum vonbrigðum.“ Matthías tók í sama streng. „Þarna get ég verið sammála Jonna. Það var ekkert sem ég sá í Njarðvík í gær sem heillaði mig,“ sagði Matthías áður en strákarnir sögðu einfaldlega skilið við umræðuna um Njarðvík og héldu áfram með þáttinn. Strákarnir ræddu einnig um hver væri besta viðbót sumarsins í deildinni, stöðu Jóns Axels hjá Grindavík og mál Pablo Hernandez og þriggja ára reglunnar hjá Þór Þorlákshöfn, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Körfuboltakvöld Subway-deild karla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Keflavík - Valur | Hörkuleikur í Blue-höllinni Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Sjá meira
Eins og alltaf fóru Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins, og sérfræðingar í setti um víðan völl. Með Kjartani voru þeir Matthías Orri Sigurðarson og Jón Halldór Eðvaldsson. Fyrsta umræðuefni Framlengingarinnar var partýið í Kópavogi. Breiðablik hefur litið vel út á undirbúningstímabilinu þar sem liðið meðal annars vann Icelandic Glacial mótið sem haldið er í Þorlákshöfn og gerði sér svo lítið fyrir og vann Þórsara í Þorlákshöfn í fyrstu umferð deildarinnar. Kjartan Atli vildi einfaledlega fá að vita hversu langt liðið gæti náð á tímabilinu. „Ég held að Blikarnig eigi bara að stefna á topp fjóra og fá heimaleikjarétt,“ svaraði Matthías. „Ég sé ekkert annað lið, fyrir utan Keflavík og Tindastól, sem eru að gera einhverskonar atlögu að þessu fyrsta eða öðru sæti. Þannig að það er eina liðið sem ég sé nákvæmlega núna sem er að fara að „challenge-a“ þá.“ Kjartan tók þetta skrefi lengra, og þó að hann hafi kannski ekki spáð Blikum titlinum, þá ýjaði hann sannarlega að því að liðið gæti orðið í umræðunni þegar líða fer á tímabilið. Jón Halldór hafði hins vegar engan áhuga á að taka undir þau orð. „Þetta var rosalega flott hjá þeim að vinna Þór í gær,“ sagði Jón og hristi hausinn. „Geggjað og allt það, en ég held að þeir ættu að stefna á það að fara í úrslitakeppnina. Byrjum á því og tölum svo saman eftir það.“ „Akkúrat núna skal ég vera hundrað prósent sammála því að Keflavík og Tindastóll eru framar en Breiðablik. En ef við tökum þetta alla leið þá eru Breiðablik fremstir af því að þeir skoruðu langflestu stigin og körfubolti gengur út á að skora sem flest stig. En Breiðablik er ekki að fara að vinna nokkurn skapaðan hlut. Hættiði þessu rugli,“ sagði Jón og bað strákana vinsamlegast um að fara bara í næsta mál. Klippa: Körfuboltakvöld: Framlengingin Næsta umræðuefni Framlengingarinnar var hvaða lið hafi valdið mestum vonbrigðum í fyrstu umferð deildarinnar. Þar voru strákarnir sammála og voru harðir á því að Njarðvíkingar hafi verið það lið sem olli mestum vonbrigðum, enda þurfti liðið að sætta sig við tap gegn ÍR sem spáð er falli úr deildinni. „Njarðvík. By a f*****g country mile,“ sagði Jón Halldór ákveðinn. „Þetta er bara stórveldi í íslenskum körfubolta og þeir litu út eins og þeir væru bara að koma í deildina í gær. Ég varð bara fyrir þvílíkum vonbrigðum.“ Matthías tók í sama streng. „Þarna get ég verið sammála Jonna. Það var ekkert sem ég sá í Njarðvík í gær sem heillaði mig,“ sagði Matthías áður en strákarnir sögðu einfaldlega skilið við umræðuna um Njarðvík og héldu áfram með þáttinn. Strákarnir ræddu einnig um hver væri besta viðbót sumarsins í deildinni, stöðu Jóns Axels hjá Grindavík og mál Pablo Hernandez og þriggja ára reglunnar hjá Þór Þorlákshöfn, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Körfuboltakvöld Subway-deild karla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Keflavík - Valur | Hörkuleikur í Blue-höllinni Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Sjá meira