Það getur þó verið erfitt að fylgja hugmyndafræðinni því hún krefst þess að maður vigti og skrái niður allt sem maður borðar yfir daginn. Nú hefur Ísey Skyr Bar hins vegar auðveldað fólki lífið með því að bjóða upp á þrjár nýjar Macros vörur. Vörurnar eru þróaðar í samstarfi við sérfræðingana hjá ITS Macros Inga Torfa og Lindu Rakel og henta öllu fólki sem vill ná markmiðum sínum með einföldum og handhægum hætti, án þess að þurfa sjálft að vigta eða reikna út innihald máltíðarinnar sinnar.

Vörurnar sem um ræður eru Acai ofurberjaskál, próteinboozt og kjúklingavefja. Samkvæmt upplýsingum frá Ísey Skyr Bar var ráðist í þróun þessara vara eftir hávært ákall frá viðskiptavinum enda fer hópurinn sem kýs að vera upplýstur um macrosstöðu sína ört vaxandi á Íslandi.
Nánari upplýsingar um vörurnar þrjár og næringarinnihald þeirra má nálgast á iseyskyrbar.is.