Það tók Manchester United rúmar 93 mínútur að brjóta ísinn en alls átti liðið 34 skot að marki og 12 á markið sjálft. Hinn 23 ára gamli Uzoho varði hvað eftir annað en var að lokum sigraður þegar skot Scott McTominay fór í gegnum þvögu af leikmönnum og í netið. Lokatölur 1-0 heimaliðinu í vil en Uzoho án alls efa maður leiksins.
Today my dream came through
— UZOHO FRANCIS ,M.O.N (@Uzohof) October 13, 2022
Old traford I will never forget tonight
GGMU
IN CHRIST ALONE @ManUtd pic.twitter.com/P3BTuFi209
Aðspurður hvort hann væri mikill Manchester United aðdáandi þá gat Uzoho ekki annað en játað því og brosti áfram sínu breiðasta.
„Það er draumi líkast, mig hefur dreymt um að spila hér í langan tíma. Þegar ég sá dráttinn og að við myndum spila á Old Trafford þá vildi ég spila þann leik og bað til guðs um að fá tækifæri til að spila. Ég fékk það og er ánægður með að hafa spilað vel,“ sagði markvörðurinn er hann var spurður út í að spila á Old Trafford.
"It's a dream come true for me!"
— Football on BT Sport (@btsportfootball) October 13, 2022
Omonia goalkeeper and Manchester United fan Francis Uzoho was delighted with the chance to play at Old Trafford...
@DannyJamieson pic.twitter.com/xWVfy2D2NL
„Að öllum líkindum, ég held það allavega,“ sagði Uzoho þegar hann var spurður hvort þetta væri hans besta frammistaða á ferlinum.
„Ég er mjög stoltur af liðsfélögum mínum því þetta var ekki eins manns verk í kvöld. Við gáfum allt sem lið og eins og ég sagði þá er ég ánægður með mína frammistöðu.“
Uzoho nýtti tækifærið eftir leik og fékk mynd af sér með Erik ten Hag, þjálfara Man United. Hver veit nema hann horfi til Kýpur þegar honum vantar næst markvörð.
Uzoho gets a pic with Ten Hag #mufc pic.twitter.com/mKlEqnkcga
— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) October 13, 2022