Gooding Jr. var handtekinn í júní 2019 eftir að 29 ára kona kærði hann til lögreglu fyrir fyrrgreinda áreitni. Hafi það gerst á bar nálægt Times Square í New York. Nokkrum mánuðum síðar, var Gooding Jr. ákærður fyrir tvö atvik til viðbótar. Nokkrar konur eru sagðar hafa komið fram með nýjar ásakanir.
Réttarhöldin yfir Gooding Jr. áttu að fara fram í apríl 2020 en þeim var frestað vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusýkinga í New York ríki.
Leikarinn er þekktur fyrir leik sinn í fjölda bandarískra kvikmynda. Árið 1997 vann hann Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki í kvikmyndinni Jerry Maguire. Kaldhæðnislega átti hann einnig eftirtektarverða túlkun á fótboltmanninum fyrrverandi og leikaranum OJ Simpson í þáttunum The People vs. OJ Simpson. Fjalla þættirnir um hádramatísk réttarhöld yfir OJ Simpson.