Umdeild reglugerð ráðherra um fjölda barna á leikskólum sett á bið Fanndís Birna Logadóttir skrifar 14. október 2022 12:18 Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir fjölmargar áskoranir blasa við í málaflokknum. Vísir/Einar Reglugerðarbreyting mennta- og barnamálaráðherra um ákvörðunarvaldið hvað varðar fjölda barna á leikskólum hefur verið sett á bið eftir mikla gagnrýni. Ráðherra segist vilja ræða málin á breiðari grunni, leiða saman ólíka hópa, og gera stærri breytingar en voru undir í reglugerðinni. Samtal þess efnis muni eiga sér stað á næstu vikum og mánuðum. Breytingin var kynnt í samráðsgátt fyrr á árinu en hún vakti hörð viðbrögð og urðu umsagnirnar alls 136 talsins, heilt yfir afar neikvæðar. Í breytingunni eins og hún var kynnt fólst að ákvörðun um fjölda barna á leikskólum skyldi tekin í samstarfi leikskólastjóra og sveitastjórnar en að sveitastjórnir skyldu taka ákvörðun ef til ágreinings kæmi. Leikskólastjóri sagði í samtali við fréttastofu í síðasta mánuði að breytingin væri aðför að leikskólastjórnendum og óttaðist að sveitarfélögin myndu með henni knýja fram hámarksnýtingu á rekstrarleyfi skólanna. „Við höfum bara verið að hlusta á þær athugasemdir sem hafa komið, sem eru fjölmargar, og raunar líka tekið samhliða ákvörðun um að við ætlum að taka þessi mál í svolítið stærra samhengi. Þannig þessi reglugerð hefur verið sett á bið,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, um stöðu mála. „Við erum að undirbúa samtal sem að við þurfum að taka um þennan aldur, það er að segja á breiðari grunni, tengja þar saman sveitarfélög, leikskólasamfélagið , hagsmuni barnanna, vinnumarkaðinn, jafnréttismálin, vegna þess að það eru fjölmargar áskoranir þarna sem að ég held að við þurfum svona heildstæða nálgun til þess að taka á,“ segir hann enn fremur. Vill taka stærri skref en áður Í samfélaginu hafi myndast jarðvegur fyrir breiðari umræðu og telur ráðherrann að leiða þurfi saman ólík sjónarmið. Gagnrýni hafi að hluta til verið ástæða þess að reglugerðin hafi verið sett á bið en aðrir þættir spili sömuleiðis inn í. „Ég held að við þurfum bara stærri breytingar en voru undir í þessari reglugerð og það er svolítið það sem við erum að undirbúa, að fara í stærra samtal. Við stefnum á það núna á leikskólaþingi á haustdögum að kalla alla ólíka hópa að og kannski að hugsa þetta ekki í svona litlum skrefum, heldur að fara mögulega í stærri skref þarna og erum að eiga samtal við ólíka aðila um það þessa dagana,“ segir Ásmundur. Ríkisvaldið hafi í látið málaflokkinn afskiptalausan í nokkurn tíma og eftir standi ýmsar áskoranir þar sem leita þurfi lausna, sem þau ætli nú að gera. Samtal um þau mál muni eiga sér stað á næstu vikum og mánuðum. „Þetta er allt saman eitthvað sem við þurfum að eiga samtal um og ég held að sé löngu tímabært,“ segir Ásmundur. Leikskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Tæplega sex hundruð börn bíða eftir leikskólaplássi í borginni Tæplega sex hundruð börn, tólf mánaða og eldri, voru á biðlista eftir leikskólaplássi hjá Reykjavíkurborg í lok ágústmánaðar. 7. september 2022 06:52 Eldræða Kristínar Tómasdóttur: „Þið eruð að pakka þessu inn í óskiljanlegar tölur“ Kristín Tómasdóttir, sem farið hefur fyrir hópi foreldra í mótmælum í ráðhúsi Reykjavíkur vegna neyðarástands sem skapast hefur í leikskólamálum, segir tillögur meirihlutans sem kynntar voru í dag ekki nægja. Þar sé engin svör að fá um hvenær börnin þeirra komist á leikskóla. 18. ágúst 2022 14:42 Segir það lélegt að spila með lífsviðurværi foreldra Súsanna Ósk Gestsdóttir, deildarstjóri og leikskólakennari er ósátt með það sem hún kallar „innantóm loforð borgarstjórnar“ og segir lélegt að spila með lífsviðurværi foreldra með því að standa ekki við gefin loforð um leikskólapláss. Hún kallar eftir samráði við leikskólakennara til að finna raunverulegar lausnir á löngum biðlistum í borginni. 23. ágúst 2022 13:37 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Breytingin var kynnt í samráðsgátt fyrr á árinu en hún vakti hörð viðbrögð og urðu umsagnirnar alls 136 talsins, heilt yfir afar neikvæðar. Í breytingunni eins og hún var kynnt fólst að ákvörðun um fjölda barna á leikskólum skyldi tekin í samstarfi leikskólastjóra og sveitastjórnar en að sveitastjórnir skyldu taka ákvörðun ef til ágreinings kæmi. Leikskólastjóri sagði í samtali við fréttastofu í síðasta mánuði að breytingin væri aðför að leikskólastjórnendum og óttaðist að sveitarfélögin myndu með henni knýja fram hámarksnýtingu á rekstrarleyfi skólanna. „Við höfum bara verið að hlusta á þær athugasemdir sem hafa komið, sem eru fjölmargar, og raunar líka tekið samhliða ákvörðun um að við ætlum að taka þessi mál í svolítið stærra samhengi. Þannig þessi reglugerð hefur verið sett á bið,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, um stöðu mála. „Við erum að undirbúa samtal sem að við þurfum að taka um þennan aldur, það er að segja á breiðari grunni, tengja þar saman sveitarfélög, leikskólasamfélagið , hagsmuni barnanna, vinnumarkaðinn, jafnréttismálin, vegna þess að það eru fjölmargar áskoranir þarna sem að ég held að við þurfum svona heildstæða nálgun til þess að taka á,“ segir hann enn fremur. Vill taka stærri skref en áður Í samfélaginu hafi myndast jarðvegur fyrir breiðari umræðu og telur ráðherrann að leiða þurfi saman ólík sjónarmið. Gagnrýni hafi að hluta til verið ástæða þess að reglugerðin hafi verið sett á bið en aðrir þættir spili sömuleiðis inn í. „Ég held að við þurfum bara stærri breytingar en voru undir í þessari reglugerð og það er svolítið það sem við erum að undirbúa, að fara í stærra samtal. Við stefnum á það núna á leikskólaþingi á haustdögum að kalla alla ólíka hópa að og kannski að hugsa þetta ekki í svona litlum skrefum, heldur að fara mögulega í stærri skref þarna og erum að eiga samtal við ólíka aðila um það þessa dagana,“ segir Ásmundur. Ríkisvaldið hafi í látið málaflokkinn afskiptalausan í nokkurn tíma og eftir standi ýmsar áskoranir þar sem leita þurfi lausna, sem þau ætli nú að gera. Samtal um þau mál muni eiga sér stað á næstu vikum og mánuðum. „Þetta er allt saman eitthvað sem við þurfum að eiga samtal um og ég held að sé löngu tímabært,“ segir Ásmundur.
Leikskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Tæplega sex hundruð börn bíða eftir leikskólaplássi í borginni Tæplega sex hundruð börn, tólf mánaða og eldri, voru á biðlista eftir leikskólaplássi hjá Reykjavíkurborg í lok ágústmánaðar. 7. september 2022 06:52 Eldræða Kristínar Tómasdóttur: „Þið eruð að pakka þessu inn í óskiljanlegar tölur“ Kristín Tómasdóttir, sem farið hefur fyrir hópi foreldra í mótmælum í ráðhúsi Reykjavíkur vegna neyðarástands sem skapast hefur í leikskólamálum, segir tillögur meirihlutans sem kynntar voru í dag ekki nægja. Þar sé engin svör að fá um hvenær börnin þeirra komist á leikskóla. 18. ágúst 2022 14:42 Segir það lélegt að spila með lífsviðurværi foreldra Súsanna Ósk Gestsdóttir, deildarstjóri og leikskólakennari er ósátt með það sem hún kallar „innantóm loforð borgarstjórnar“ og segir lélegt að spila með lífsviðurværi foreldra með því að standa ekki við gefin loforð um leikskólapláss. Hún kallar eftir samráði við leikskólakennara til að finna raunverulegar lausnir á löngum biðlistum í borginni. 23. ágúst 2022 13:37 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Tæplega sex hundruð börn bíða eftir leikskólaplássi í borginni Tæplega sex hundruð börn, tólf mánaða og eldri, voru á biðlista eftir leikskólaplássi hjá Reykjavíkurborg í lok ágústmánaðar. 7. september 2022 06:52
Eldræða Kristínar Tómasdóttur: „Þið eruð að pakka þessu inn í óskiljanlegar tölur“ Kristín Tómasdóttir, sem farið hefur fyrir hópi foreldra í mótmælum í ráðhúsi Reykjavíkur vegna neyðarástands sem skapast hefur í leikskólamálum, segir tillögur meirihlutans sem kynntar voru í dag ekki nægja. Þar sé engin svör að fá um hvenær börnin þeirra komist á leikskóla. 18. ágúst 2022 14:42
Segir það lélegt að spila með lífsviðurværi foreldra Súsanna Ósk Gestsdóttir, deildarstjóri og leikskólakennari er ósátt með það sem hún kallar „innantóm loforð borgarstjórnar“ og segir lélegt að spila með lífsviðurværi foreldra með því að standa ekki við gefin loforð um leikskólapláss. Hún kallar eftir samráði við leikskólakennara til að finna raunverulegar lausnir á löngum biðlistum í borginni. 23. ágúst 2022 13:37