Vön hestakona látin bera hluta tjóns vegna eigin sakar Árni Sæberg skrifar 14. október 2022 19:44 Konan féll af hesti sem hún hafði fengið að láni. Þessir hestar tengjast málinu ekki. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur fallist á kröfu hestakonu þess efnis að bótaskylda VÍS vegna slyss sem hún varð fyrir þegar hún datt af hestbaki árið 2016 yrði samþykkt. Konan var þó dæmd til að bera fjórðung tjóns síns vegna eigin sakar. Í apríl árið 2016 varð konan, sem er reiðkennari og tamningarmaður, fyrir líkamstjóni þegar hún æfði sig í að skeiðleggja hest í gegnum opna reiðhöll og datt af baki eftir að hestur hennar beygði skyndilega til hliðar þegar út var komið, að því er segir í dómi Landsréttar. Konan höfðaði mál til staðfestingar bótaskyldu úr ábyrgðartryggingu ónefnds hestamannafélags hjá VÍS. Hún byggði málatilbúnað sinn á því að slysið hafi orðið vegna vanbúnaðar og hættulegra aðstæðna í reiðhöllinni þar sem starfsfólk hestamannafélagsins, sem rekur reiðhöllina, hafði vanrækt að setja upp línur fyrir æfinguna til að afmarka svokallaða niðurhægingarbraut fyrir framan dyrnar þar sem knapar komu á hestum sínum út úr höllinni, oft á mikilli ferð. VÍS bar annars vegar fyrir sig að slysið hafi verið óhappatilvik og hins vegar að konan hafi sjálf borið ábyrgð á tjóni sínu með aðgæsluleysi. Slysið hefði ekki orðið ef línur hefðu verið settar upp Í dómi héraðsdóms segir að talið væri að að búast hefði mátt við því að hesturinn brygðist við eins og hann gerði og að slysið hefði ekki orðið ef línur hefðu verið settar upp til að hægja á ferð hestsins þegar út var komið. Slysið mætti þannig rekja til gáleysis starfsfólks hestamannafélagsins og var bótaskylda úr ábyrgðartryggingu félagsins hjá VÍS því viðurkennd. Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu en taldi þó að konan, verandi menntaður reiðkennari og tamningarmaður, hefði mátt vita að hún tæki áhættu með því að leggja hest sinn á flugskeið þrátt fyrir að vita að engin niðurhægingarbraut væri fyrir utan reiðhöllina. Því var bótaskylda staðfest en konan látin bera fjórðung tjóns síns sjálf. Dóm Landsréttar má lesa í heild sinni hér. Hestar Dómsmál VÍS Tryggingar Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Sjá meira
Í apríl árið 2016 varð konan, sem er reiðkennari og tamningarmaður, fyrir líkamstjóni þegar hún æfði sig í að skeiðleggja hest í gegnum opna reiðhöll og datt af baki eftir að hestur hennar beygði skyndilega til hliðar þegar út var komið, að því er segir í dómi Landsréttar. Konan höfðaði mál til staðfestingar bótaskyldu úr ábyrgðartryggingu ónefnds hestamannafélags hjá VÍS. Hún byggði málatilbúnað sinn á því að slysið hafi orðið vegna vanbúnaðar og hættulegra aðstæðna í reiðhöllinni þar sem starfsfólk hestamannafélagsins, sem rekur reiðhöllina, hafði vanrækt að setja upp línur fyrir æfinguna til að afmarka svokallaða niðurhægingarbraut fyrir framan dyrnar þar sem knapar komu á hestum sínum út úr höllinni, oft á mikilli ferð. VÍS bar annars vegar fyrir sig að slysið hafi verið óhappatilvik og hins vegar að konan hafi sjálf borið ábyrgð á tjóni sínu með aðgæsluleysi. Slysið hefði ekki orðið ef línur hefðu verið settar upp Í dómi héraðsdóms segir að talið væri að að búast hefði mátt við því að hesturinn brygðist við eins og hann gerði og að slysið hefði ekki orðið ef línur hefðu verið settar upp til að hægja á ferð hestsins þegar út var komið. Slysið mætti þannig rekja til gáleysis starfsfólks hestamannafélagsins og var bótaskylda úr ábyrgðartryggingu félagsins hjá VÍS því viðurkennd. Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu en taldi þó að konan, verandi menntaður reiðkennari og tamningarmaður, hefði mátt vita að hún tæki áhættu með því að leggja hest sinn á flugskeið þrátt fyrir að vita að engin niðurhægingarbraut væri fyrir utan reiðhöllina. Því var bótaskylda staðfest en konan látin bera fjórðung tjóns síns sjálf. Dóm Landsréttar má lesa í heild sinni hér.
Hestar Dómsmál VÍS Tryggingar Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Sjá meira