Þrettán til tuttugu metrar á sekúndu eru á svæðinu og slydda eða snjókoma. Akstursskilyrði eru erfið vegna takmarkaðs skyggnis eða snjóþekju, sér í lagi á fjallvegum.

Vegir eru víða lokaðir. Lokað er á Þverárfjalli, Mývatns- og Mörðudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði. Ófært er á Hellisheiði eystri og sunnanverðu Snæfellsnesi svo dæmi séu tekin.
Fólki er bent á að kanna aðstæður áður en lagt er af stað í ferðalög.