Körfubolti

Fékk rot­högg frá Green í síðustu viku en fær tuttugu milljarða króna samning í þessari

Atli Arason skrifar
Jordan Poole og Draymond Green saman í leik Warriors á síðasta ári þegar allt lék í lyndi.
Jordan Poole og Draymond Green saman í leik Warriors á síðasta ári þegar allt lék í lyndi. Getty Images

Það hefur mikið gengið á í lífi Jordan Poole, leikmanni Golden State Warrios, síðustu tvær vikur en leikmaðurinn samþykkt fjögurra ára framlengingu á samningi sínum við Warriors í gær.

Það er því augljóst að Poole er ekki að fara neitt en í síðustu viku lentu þeir Poole og Draymond Green í einhverjum útistöðum á æfingu sem varð til þess að Green handrotaði Poole með einhverju kröftugasta hnefahöggi síðari tíma. Atvikið náðist á myndband og allir helstu miðlar heims hafa birt myndbandið og fjallað um málið síðan.

Eðlilega fóru margir að velta fyrir sér hvort leikmennirnir tveir gætu áfram spilað saman fyrir Warriors á næsta tímabili. Green var sendur í ótímabundið leyfi eftir atvikið en Poole hefur nú skrifað undir samning við Warriors til næstu fjögurra ára sem færir honum 140 milljónir dollara eða 20,2 milljarða íslenskra króna.

Draymond Green hefur verið hjá Golden State Warriors frá árinu 2012 og spilaði stórt hlutverk í síðustu fjórum meistaratitlum liðsins. Jordan Poole gekk til liðs við Warriors árið 2019.

NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×