Þegar Reyðfirðingar fengu lyftublokkir og hringtorg Kristján Már Unnarsson skrifar 16. október 2022 14:53 Systurnar Aðalheiður og Harpa Vilbergsdætur segja frá því hvað það þótti spennandi að fá lyftublokkir og hringtorg. Sigurjón Ólason Dagurinn sem breytti öllu á Reyðarfirði var 15. mars árið 2003 þegar samningar voru undirritaðir um smíði álvers Alcoa. Þetta austfirska sjávarþorp, sem áður hét Búðareyri, stökkbreyttist á skömmum tíma í iðnaðarbæ og íbúafjöldinn meira en tvöfaldaðist. Allt breyttist, einnig ásýnd bæjarins. Systurnar Aðalheiður og Harpa Vilbergsdætur lýsa því hvað það þótti spennandi að fá lyftublokkir og hringtorg. „Þessir litlu og ómerkilegu hlutir urðu allt í einu að einhverju stórmerkilegu fyrir svona sveitafólk. Það var keyrt norður til Akureyrar í bílprófum til þess að læra að keyra í hringtorgi,“ segir Harpa. Þær eru meðal viðmælenda í þættinum Um land allt á Stöð 2 um Reyðarfjörð. Þar lýsa íbúarnir kraftmiklu og fjölbreyttu samfélagi, sem á sér áhugaverða sögu. Þannig urðu áhrif hersetunnar í síðari heimsstyrjöld óvíða jafnmikil og á Reyðarfirði. Frá því segja Reyðfirðingar á Stríðsárasafninu, sem við skoðum í þættinum. Glímt við glímukóng Íslands, Ásmund Hálfdán Ásmundsson. Þóroddur Helgason og Guðjón Magnússon fylgjast með.Sigurjón Ólason Þá leitum við skýringa á því hversvegna bærinn státar af öflugri glímuköppum en allir aðrir. Bæði glímukóngur Íslands og glímudrottning Íslands eru Reyðfirðingar. Við kynnumst sveitasamfélaginu en skammt innan kauptúnsins eru að verða kynslóðaskipti á bænum Sléttu. Þar er ungt par að taka við sauðfjárbúi og búið að reisa sér nýtt íbúðarhús. Iðnfyrirtækið Launafl er heimsótt. Það var sérstaklega stofnað til að þjónusta álverið en hjá því starfa núna um eitthundrað manns. Köfunarþjónusta og garðyrkjustöð eru önnur dæmi um atvinnurekstur sem við kynnumst. Þær Þuríður Sif Ævarsdóttir og Barbara Izabela Kubielas starfa við blikksmíðadeild Launafls á Reyðarfirði.Sigurjón Ólason Við forvitnumst einnig um félagslífið, heyrum um kvenfélagið og íþróttafélagið, og spjöllum við unglinga um lífið á Reyðarfirði og framtíðardraumana. Þátturinn um Reyðarfjörð er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld klukkan 19.05. Hér má sjá brot úr þættinum í kynningarstiklu: Um land allt Fjarðabyggð Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sniðglíma á lofti reynd til að fella glímukóng Íslands Enginn bær á Íslandi státar af öflugri glímuköppum um þessar mundir en Reyðarfjörður. Glímukóngur Íslands, Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, handhafi Grettisbeltisins, og glímudrottning Íslands, Kristín Embla Guðjónsdóttir, handhafi Freyjumensins, eru bæði Reyðfirðingar. 9. október 2022 07:07 Fagna fimmtán ára afmæli risastórs hornsteins í atvinnulífi Austurlands Alcoa Fjarðaál fagnaði fimmtán ára afmæli í dag með opnu húsi og fjölskylduskemmtun í álverinu. Forstjórinn segir fyrirtækið risastóran hornstein í atvinnulífi á Austurlandi. 27. ágúst 2022 22:33 Taka við búskap á síðasta bóndabænum í Reyðarfirði Síðasti bóndinn í hinum forna Reyðarfjarðarhreppi, sem er að hætta eftir hálfrar aldar búskap, spáir því að sauðfjárrækt leggist af sem atvinnugrein á Íslandi á næstu tuttugu til þrjátíu árum. Dóttir hans og tengdasonur ætla þó að taka við. 17. júlí 2022 22:11 Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira
Allt breyttist, einnig ásýnd bæjarins. Systurnar Aðalheiður og Harpa Vilbergsdætur lýsa því hvað það þótti spennandi að fá lyftublokkir og hringtorg. „Þessir litlu og ómerkilegu hlutir urðu allt í einu að einhverju stórmerkilegu fyrir svona sveitafólk. Það var keyrt norður til Akureyrar í bílprófum til þess að læra að keyra í hringtorgi,“ segir Harpa. Þær eru meðal viðmælenda í þættinum Um land allt á Stöð 2 um Reyðarfjörð. Þar lýsa íbúarnir kraftmiklu og fjölbreyttu samfélagi, sem á sér áhugaverða sögu. Þannig urðu áhrif hersetunnar í síðari heimsstyrjöld óvíða jafnmikil og á Reyðarfirði. Frá því segja Reyðfirðingar á Stríðsárasafninu, sem við skoðum í þættinum. Glímt við glímukóng Íslands, Ásmund Hálfdán Ásmundsson. Þóroddur Helgason og Guðjón Magnússon fylgjast með.Sigurjón Ólason Þá leitum við skýringa á því hversvegna bærinn státar af öflugri glímuköppum en allir aðrir. Bæði glímukóngur Íslands og glímudrottning Íslands eru Reyðfirðingar. Við kynnumst sveitasamfélaginu en skammt innan kauptúnsins eru að verða kynslóðaskipti á bænum Sléttu. Þar er ungt par að taka við sauðfjárbúi og búið að reisa sér nýtt íbúðarhús. Iðnfyrirtækið Launafl er heimsótt. Það var sérstaklega stofnað til að þjónusta álverið en hjá því starfa núna um eitthundrað manns. Köfunarþjónusta og garðyrkjustöð eru önnur dæmi um atvinnurekstur sem við kynnumst. Þær Þuríður Sif Ævarsdóttir og Barbara Izabela Kubielas starfa við blikksmíðadeild Launafls á Reyðarfirði.Sigurjón Ólason Við forvitnumst einnig um félagslífið, heyrum um kvenfélagið og íþróttafélagið, og spjöllum við unglinga um lífið á Reyðarfirði og framtíðardraumana. Þátturinn um Reyðarfjörð er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld klukkan 19.05. Hér má sjá brot úr þættinum í kynningarstiklu:
Um land allt Fjarðabyggð Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sniðglíma á lofti reynd til að fella glímukóng Íslands Enginn bær á Íslandi státar af öflugri glímuköppum um þessar mundir en Reyðarfjörður. Glímukóngur Íslands, Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, handhafi Grettisbeltisins, og glímudrottning Íslands, Kristín Embla Guðjónsdóttir, handhafi Freyjumensins, eru bæði Reyðfirðingar. 9. október 2022 07:07 Fagna fimmtán ára afmæli risastórs hornsteins í atvinnulífi Austurlands Alcoa Fjarðaál fagnaði fimmtán ára afmæli í dag með opnu húsi og fjölskylduskemmtun í álverinu. Forstjórinn segir fyrirtækið risastóran hornstein í atvinnulífi á Austurlandi. 27. ágúst 2022 22:33 Taka við búskap á síðasta bóndabænum í Reyðarfirði Síðasti bóndinn í hinum forna Reyðarfjarðarhreppi, sem er að hætta eftir hálfrar aldar búskap, spáir því að sauðfjárrækt leggist af sem atvinnugrein á Íslandi á næstu tuttugu til þrjátíu árum. Dóttir hans og tengdasonur ætla þó að taka við. 17. júlí 2022 22:11 Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira
Sniðglíma á lofti reynd til að fella glímukóng Íslands Enginn bær á Íslandi státar af öflugri glímuköppum um þessar mundir en Reyðarfjörður. Glímukóngur Íslands, Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, handhafi Grettisbeltisins, og glímudrottning Íslands, Kristín Embla Guðjónsdóttir, handhafi Freyjumensins, eru bæði Reyðfirðingar. 9. október 2022 07:07
Fagna fimmtán ára afmæli risastórs hornsteins í atvinnulífi Austurlands Alcoa Fjarðaál fagnaði fimmtán ára afmæli í dag með opnu húsi og fjölskylduskemmtun í álverinu. Forstjórinn segir fyrirtækið risastóran hornstein í atvinnulífi á Austurlandi. 27. ágúst 2022 22:33
Taka við búskap á síðasta bóndabænum í Reyðarfirði Síðasti bóndinn í hinum forna Reyðarfjarðarhreppi, sem er að hætta eftir hálfrar aldar búskap, spáir því að sauðfjárrækt leggist af sem atvinnugrein á Íslandi á næstu tuttugu til þrjátíu árum. Dóttir hans og tengdasonur ætla þó að taka við. 17. júlí 2022 22:11