Finnst skrýtið að hann komi heim á þessum tímapunkti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2022 14:01 Styrmir Snær Þrastarson í sínum fyrsta leik með Þórsliðinu á þessu tímabili. Vísir/Diego Þórsarar bættu óvænt við sig íslenskum landsliðsmanni eftir að tímabilið í Subway deildinni í körfubolta var byrjað því Styrmir Snær Þrastarson var mættur í Þórsbúninginn á föstudagskvöldið. Styrmir Snær fór í nám til Bandaríkjanna eftir að hann hjálpaði Þórsurum að vinna Íslandsmeistaratitilinn árið 2021 og gekk til liðs við körfuboltalið Davidson skólans. Styrmir fékk lítið sem ekkert að spila á sínu fyrsta tímabili en ákvað samt að taka annan vetur í skólanum. Hann entist þó ekki lengur en það að hann er nú kominn aftur heim í Þorlákshöfn í október. Subway Körfuboltakvöld ræddi heimkomu Styrmis sem var með 6 stig og 8 fráköst í fyrsta leik en klikkaði á öllum fimm þriggja stiga skotum sínum. Gerði miklar vonir „Maður gerði miklar vonir til hans hjá Davidson en hann var lítið að spila. Maður vonaði eins og með alla leikmenn að hann myndi þrauka fjögur ár. Það er gaman að sjá hann í deildinni en maður hefði vilja sjá hann klára hjá Bob McKillop, þeim merkilega þjálfara,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds. Klippa: Subway Körfuboltakvöld: Heimkoma Styrmis „Það virðist vera þannig með stráka sem fara í stóra skóla og stór prógrömm. Þeir eru að koma að því virðist fyrr heim og margir þeirra þótt þeir fari í litlu skólana líka,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. „Það eru sárafáir íslenskir strákar sem hafa klárað en stelpurnar hafa klárað meira,“ skaut Kjartan inn í. Sævar nefndi dæmi Hauk Helga Pálsson sem fór úr Maryland. Fór sjálfur bara í HR Sævar sagði bara hafa farið í HR á Íslandi og veit ekki hvernig þeim hefur liðið. „Miðað við allar upplýsingarnar sem þú hefur, áður en þú ferð út, þá myndi maður ætla , að menn væru búnir að undirbúa sig undir það sem fram undan er. Mér finnst mjög skrítið að hann komi heim á þessum tímapunkti,“ sagði Sævar. Eitthvað sem við vitum ekki „Hefði hann ekkert fengið að spila í byrjun tímabilsins í Davidson, þá er skiljanlegra að koma heim þá. Það er eitthvað að baki sem við vitum ekki. Það er alveg deginum ljósara,“ sagði Sævar. Það má finna alla umræðuna hér fyrir ofan. Þórsarar byrja reyndar ekki vel með Styrmi því liðið datt síðan út úr bikarkeppninni á sunnudaginn. Tvö töp á þremur dögum í fyrstu tveimur leikjum hans. Subway-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Styrmir Snær fór í nám til Bandaríkjanna eftir að hann hjálpaði Þórsurum að vinna Íslandsmeistaratitilinn árið 2021 og gekk til liðs við körfuboltalið Davidson skólans. Styrmir fékk lítið sem ekkert að spila á sínu fyrsta tímabili en ákvað samt að taka annan vetur í skólanum. Hann entist þó ekki lengur en það að hann er nú kominn aftur heim í Þorlákshöfn í október. Subway Körfuboltakvöld ræddi heimkomu Styrmis sem var með 6 stig og 8 fráköst í fyrsta leik en klikkaði á öllum fimm þriggja stiga skotum sínum. Gerði miklar vonir „Maður gerði miklar vonir til hans hjá Davidson en hann var lítið að spila. Maður vonaði eins og með alla leikmenn að hann myndi þrauka fjögur ár. Það er gaman að sjá hann í deildinni en maður hefði vilja sjá hann klára hjá Bob McKillop, þeim merkilega þjálfara,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds. Klippa: Subway Körfuboltakvöld: Heimkoma Styrmis „Það virðist vera þannig með stráka sem fara í stóra skóla og stór prógrömm. Þeir eru að koma að því virðist fyrr heim og margir þeirra þótt þeir fari í litlu skólana líka,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. „Það eru sárafáir íslenskir strákar sem hafa klárað en stelpurnar hafa klárað meira,“ skaut Kjartan inn í. Sævar nefndi dæmi Hauk Helga Pálsson sem fór úr Maryland. Fór sjálfur bara í HR Sævar sagði bara hafa farið í HR á Íslandi og veit ekki hvernig þeim hefur liðið. „Miðað við allar upplýsingarnar sem þú hefur, áður en þú ferð út, þá myndi maður ætla , að menn væru búnir að undirbúa sig undir það sem fram undan er. Mér finnst mjög skrítið að hann komi heim á þessum tímapunkti,“ sagði Sævar. Eitthvað sem við vitum ekki „Hefði hann ekkert fengið að spila í byrjun tímabilsins í Davidson, þá er skiljanlegra að koma heim þá. Það er eitthvað að baki sem við vitum ekki. Það er alveg deginum ljósara,“ sagði Sævar. Það má finna alla umræðuna hér fyrir ofan. Þórsarar byrja reyndar ekki vel með Styrmi því liðið datt síðan út úr bikarkeppninni á sunnudaginn. Tvö töp á þremur dögum í fyrstu tveimur leikjum hans.
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti