Parið er búsett í London og birti mynd af sér í gær með sónarmynd á Instagram. Undirskrift myndarinnar er einfaldlega „Þrjú í apríl.“
„Takk allir fyrir fallegu skilaboðin. Það eru ótrúlegir og spennandi tímar framundan og ég vildi koma því til skila hversu þakklátur ég er fyrir ykkur öll,“ sagði Ari í skilaboðum til fylgjenda sinna.