Fordæma drónaárásir Rússa á óbreytta borgara Samúel Karl Ólason skrifar 17. október 2022 23:54 Slökkviliðsmenn að störfum í Kænugarði í morgun, eftir að dróni hæfði íbúðarhús í borginni. AP/Roman Hrytsyna Hvíta húsið fordæmdi í dag sjálfsprengidrónaárásir Rússa á borgaraleg skotmörk í borgum og bæjum Úkraínu. Talskona Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi að Bandaríkjamenn myndu standa áfram við bakið á Úkraínumönnum og að Rússar myndu gjalda fyrir stríðsglæpi þeirra í Úkraínu. Fjórir létu lífið í árásum þessum á Kænugarð í morgun og þar á meðal ungt par og ólétt kona. Þar að auki hafa fleiri dáið í öðrum borgum landsins en samkvæmt frétt Reuters liggja frekari upplýsingar ekki fyrir enn. Sjá einnig: Ungt par meðal látnu í Kænugarði Drónarnir sem Rússar hafa notað til þessara árása kallast Shahed-136 og eru þróaðir og framleiddir í Íran. Drónar þessir eru hannaðir til að fljúga á skotmörk eins og skrið- og bryndreka og varnarbyrgi og springa í loft upp. Þeir eru ekki gífurlega hraðskreiðir en geta verið lengi á lofti, sjást illa á ratsjám og er þess vegna erfitt að skjóta þá niður. Rússar eru sagðir hafa keypt hundruð þeirra frá Íran og segja Úkraínumenn að Rússar vilji kaupa nokkur þúsund til viðbótar. Sjá einnig: Pútín segist ekki sjá eftir neinu Í meðfylgjandi tísti frá því í síðasta mánuði má sjá hvernig Shahed-136 drónarnir virka. Today Odessa was again attacked by Shahed-136 kamikaze drones, which Russia got from Iran. Ukrainian army mastered to successfully land Russian aircraft, and these drones will follow. For that Ukraine needs more Western modern air defense systems. Drone launcher video below. pic.twitter.com/jZvYupj2IR— Maria Avdeeva (@maria_avdv) September 25, 2022 Ráðamenn Í Bandaríkjunum, Bretlandi og í ríkjum Evrópusambandsins hafa lýst því yfir í dag að með því að útvega Rússum þessa dróna sé ríkisstjórn Írans að brjóta gegn kjarnorkusamkomulaginu svokallaða og gegn samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Kjarnorkusamkomulagið var gert á milli Írans, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Írans. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Írans að þróa ekki kjarnorkuvopn og hleypa eftirlitsaðilum í landið. Donald Trump dró Bandaríkin úr samkomulaginu árið 2018 en undanfarna mánuði hafa staðið yfir viðræður um að endurvekja það. Þær viðræður hafa gengið erfiðlega að undanförnu en forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa ákveðið að beita Írana refsiaðgerðum vegna harkalegra viðbragða við mótmælum þar í landi. Í frétt Guardian segir að líklegast verði viðræðum hætt á meðan Íranar halda áfram að útvega Rússum vopn. Bandaríkjamenn hafa sagt að til standi að grípa til aðgerða gegn fyrirtækjum og ríkjum sem hafi komið að vopnaþróun Írans að undanförnu, bæði varðandi eldflaugar, sem Rússar eru einnig sagðir vilja kaupa, og dróna. Hér má sjá myndband af úkraínskum lögregluþjónum reyna að skjóta niður Shahed-136 dróna í morgun. National Police officers shooting down an Iranian drone.WE NEED AIR DEFENSE! pic.twitter.com/AvdviH6RhE— Anton Gerashchenko (@Gerashchenko_en) October 17, 2022 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Bandaríkin Íran Bretland Evrópusambandið Tengdar fréttir Orrustuþota brotlenti á fjölbýlishúsi í Rússlandi Rússnesk orrustuþota brotlenti á fjölbýlishúsi í borginni Yeysk í suðurhluta Rússlands í dag. Minnst tveir eru látnir en mikill eldur kviknaði í húsinu við brotlendinguna. 17. október 2022 18:07 Röð drónaárása í Kænugarði í morgun Loftvarnarflautur hljómuðu í Kænugarði í morgun og í kjölfarið heyrðist röð sprenginga sem ráðamenn segja hafa verið af völdum íranskra svokallaðra „kamikaze“ dróna, sem geta hangið í loftinu yfir skotmarki sínu í nokkurn tíma áður en þeir þeytast til jarðar og springa. 17. október 2022 06:30 Skotárás innan rússneskra herbúða sögð hafa hafist vegna deilna um trú Ellefu eru sagðir látnir á þjálfunarsvæði rússneska hersins í borginni Belgorod við úkraínsk landamæri eftir að tveir hermenn í þjálfun hafi skotið aðra á svæðinu. Mennirnir sem hófu árásina hafi verið skotnir á vettvangi. 16. október 2022 16:24 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Fjórir létu lífið í árásum þessum á Kænugarð í morgun og þar á meðal ungt par og ólétt kona. Þar að auki hafa fleiri dáið í öðrum borgum landsins en samkvæmt frétt Reuters liggja frekari upplýsingar ekki fyrir enn. Sjá einnig: Ungt par meðal látnu í Kænugarði Drónarnir sem Rússar hafa notað til þessara árása kallast Shahed-136 og eru þróaðir og framleiddir í Íran. Drónar þessir eru hannaðir til að fljúga á skotmörk eins og skrið- og bryndreka og varnarbyrgi og springa í loft upp. Þeir eru ekki gífurlega hraðskreiðir en geta verið lengi á lofti, sjást illa á ratsjám og er þess vegna erfitt að skjóta þá niður. Rússar eru sagðir hafa keypt hundruð þeirra frá Íran og segja Úkraínumenn að Rússar vilji kaupa nokkur þúsund til viðbótar. Sjá einnig: Pútín segist ekki sjá eftir neinu Í meðfylgjandi tísti frá því í síðasta mánuði má sjá hvernig Shahed-136 drónarnir virka. Today Odessa was again attacked by Shahed-136 kamikaze drones, which Russia got from Iran. Ukrainian army mastered to successfully land Russian aircraft, and these drones will follow. For that Ukraine needs more Western modern air defense systems. Drone launcher video below. pic.twitter.com/jZvYupj2IR— Maria Avdeeva (@maria_avdv) September 25, 2022 Ráðamenn Í Bandaríkjunum, Bretlandi og í ríkjum Evrópusambandsins hafa lýst því yfir í dag að með því að útvega Rússum þessa dróna sé ríkisstjórn Írans að brjóta gegn kjarnorkusamkomulaginu svokallaða og gegn samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Kjarnorkusamkomulagið var gert á milli Írans, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Írans. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Írans að þróa ekki kjarnorkuvopn og hleypa eftirlitsaðilum í landið. Donald Trump dró Bandaríkin úr samkomulaginu árið 2018 en undanfarna mánuði hafa staðið yfir viðræður um að endurvekja það. Þær viðræður hafa gengið erfiðlega að undanförnu en forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa ákveðið að beita Írana refsiaðgerðum vegna harkalegra viðbragða við mótmælum þar í landi. Í frétt Guardian segir að líklegast verði viðræðum hætt á meðan Íranar halda áfram að útvega Rússum vopn. Bandaríkjamenn hafa sagt að til standi að grípa til aðgerða gegn fyrirtækjum og ríkjum sem hafi komið að vopnaþróun Írans að undanförnu, bæði varðandi eldflaugar, sem Rússar eru einnig sagðir vilja kaupa, og dróna. Hér má sjá myndband af úkraínskum lögregluþjónum reyna að skjóta niður Shahed-136 dróna í morgun. National Police officers shooting down an Iranian drone.WE NEED AIR DEFENSE! pic.twitter.com/AvdviH6RhE— Anton Gerashchenko (@Gerashchenko_en) October 17, 2022
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Bandaríkin Íran Bretland Evrópusambandið Tengdar fréttir Orrustuþota brotlenti á fjölbýlishúsi í Rússlandi Rússnesk orrustuþota brotlenti á fjölbýlishúsi í borginni Yeysk í suðurhluta Rússlands í dag. Minnst tveir eru látnir en mikill eldur kviknaði í húsinu við brotlendinguna. 17. október 2022 18:07 Röð drónaárása í Kænugarði í morgun Loftvarnarflautur hljómuðu í Kænugarði í morgun og í kjölfarið heyrðist röð sprenginga sem ráðamenn segja hafa verið af völdum íranskra svokallaðra „kamikaze“ dróna, sem geta hangið í loftinu yfir skotmarki sínu í nokkurn tíma áður en þeir þeytast til jarðar og springa. 17. október 2022 06:30 Skotárás innan rússneskra herbúða sögð hafa hafist vegna deilna um trú Ellefu eru sagðir látnir á þjálfunarsvæði rússneska hersins í borginni Belgorod við úkraínsk landamæri eftir að tveir hermenn í þjálfun hafi skotið aðra á svæðinu. Mennirnir sem hófu árásina hafi verið skotnir á vettvangi. 16. október 2022 16:24 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Orrustuþota brotlenti á fjölbýlishúsi í Rússlandi Rússnesk orrustuþota brotlenti á fjölbýlishúsi í borginni Yeysk í suðurhluta Rússlands í dag. Minnst tveir eru látnir en mikill eldur kviknaði í húsinu við brotlendinguna. 17. október 2022 18:07
Röð drónaárása í Kænugarði í morgun Loftvarnarflautur hljómuðu í Kænugarði í morgun og í kjölfarið heyrðist röð sprenginga sem ráðamenn segja hafa verið af völdum íranskra svokallaðra „kamikaze“ dróna, sem geta hangið í loftinu yfir skotmarki sínu í nokkurn tíma áður en þeir þeytast til jarðar og springa. 17. október 2022 06:30
Skotárás innan rússneskra herbúða sögð hafa hafist vegna deilna um trú Ellefu eru sagðir látnir á þjálfunarsvæði rússneska hersins í borginni Belgorod við úkraínsk landamæri eftir að tveir hermenn í þjálfun hafi skotið aðra á svæðinu. Mennirnir sem hófu árásina hafi verið skotnir á vettvangi. 16. október 2022 16:24