„Fyrsta sem maður hugsar er hvernig útskýrir þú þetta fyrir fjölskyldunni“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 18. október 2022 13:05 Guðlaugur Þór segir að honum hafi brugðið við að heyra fregnirnar. Vísir/Vilhelm Mennirnir sem grunaðir eru um að hafa skipulagt hryðjuverk töldu að Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, væri enn utanríkisráðherra. Sjálfur veit Guðlaugur ekki nákvæmlega af hverju mennirnir vildu myrða hann. Guðlaugur segir að lögregla hafi upplýst hann strax eftir að upp komst um málið fyrir nokkrum vikum að mennirnir hafi rætt um að myrða hann. Honum hafi verið verulega brugðið vegna málsins. „Þetta er auðvitað mjög óþægilegt og maður finnur líka sérstaklega fyrir því af því að það fyrsta sem maður hugsar er hvernig útskýrir þú þetta fyrir fjölskyldunni,“ segir Guðlaugur í samtali við fréttastofu. „Við búum við það Íslendingar að búa í öruggu umhverfi og við viljum hafa það þannig en við tökum því sem gefnu og vonandi verður það um alla tíð. En jú þetta var hins vegar óþægilegt að fá þessar fregnir,“ segir hann enn fremur. Fram kom á dögunum að karlmennirnir tveir sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins hefðu einnig talað um að bana sósíalistunum Gunnari Smára Egilssyni og Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Þá hafi nöfn þingmanna og fyrrverandi þingmanna Pírata komið upp í samtölum þeirra. Guðlaugur kveðst ekki vita nákvæmlega af hverju hann var nefndur í samskiptum mannanna og af hverju þeir vildu myrða hann. „Það kom ekki fram af hverju en vanalegast er það nú út af því að stjórnmálamenn segja eitthvað eða gera eitthvað. Ég mun nú ekki víkja neitt frá minni sannfæringu frekar en fyrri daginn þrátt fyrir að þetta kom upp,“ segir Guðlaugur. „Ég hef ég alla tíð barist fyrir frelsi einstaklinga sama hverjir þeir eru og kannski var það eitthvað sem hugnaðist mönnum ekki, ég kann ekki að segja frá því. Aðalatriðið er bara þetta, mér fannst viðbrögð lögreglu vera góð og fumlaus og við skulum vera ánægð með það,“ segir hann enn fremur. „Það er mitt markmið að vera ekki að gera neitt sem geti truflað rannsóknarhagsmuni, ég held að það sé mjög mikilvægt að lögreglan og þar til bærir aðilar fái að vinna áfram að þessu máli,“ segir Guðlaugur. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglumál Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Geðlæknir skoðar skeytasendingar meintra hryðjuverkaskipuleggjenda Geðlæknir mun gera almennt geðmat á tveimur karlmönnum á þrítugsaldri sem grunaðir eru um að hafa ætlað sér að fremja hryðjuverk hér á landi. Báðir sæta gæsluvarðhaldi næstu fjórar vikurnar tæpar. Verjendur beggja hafa kært úrskurð í héraði til Landsréttar. 17. október 2022 16:11 Áfram fjórar vikur í gæsluvarðhaldi Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um að hyggja á hryðjuverk í slagtogi við annan mann var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Karlmaðurinn mun þó ekki sæta einangrun áfram líkt og hann hefur gert nær sleitulaust undanfarnar fjórar vikur. 14. október 2022 15:57 Krefjast ekki einangrunar yfir mönnunum tveimur Héraðssaksóknari ætlar ekki að gera kröfu um frekari einangrun í tilfelli tveggja karlmanna sem sæta gæsluvarðhaldi grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk. Karlmennirnir tveir verða leiddir fyrir dómara í dag. 14. október 2022 11:23 „Nafn mitt kom fram í tengslum við fólk sem átti að drepa“ Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, fyrrverandi þingmenn Pírata, voru allir þrír kallaðir til sem vitni í skýrslutöku vegna rannsóknar lögreglunnar á ætlaðri skipulagningu hryðjuverka. 10. október 2022 16:34 Sagðir hafa rætt um að drepa sósíalistaleiðtoga Tveir karlmenn sem eru í haldi lögreglu vegna gruns um að þeir hafi unnið að skipulagningu hryðjuverka ræddu um að drepa Gunnar Smára Egilsson, formann Sósíalistaflokksins, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. Þau voru bæði kölluð í skýrslutöku vegna rannsóknar málsins. 10. október 2022 12:47 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Guðlaugur segir að lögregla hafi upplýst hann strax eftir að upp komst um málið fyrir nokkrum vikum að mennirnir hafi rætt um að myrða hann. Honum hafi verið verulega brugðið vegna málsins. „Þetta er auðvitað mjög óþægilegt og maður finnur líka sérstaklega fyrir því af því að það fyrsta sem maður hugsar er hvernig útskýrir þú þetta fyrir fjölskyldunni,“ segir Guðlaugur í samtali við fréttastofu. „Við búum við það Íslendingar að búa í öruggu umhverfi og við viljum hafa það þannig en við tökum því sem gefnu og vonandi verður það um alla tíð. En jú þetta var hins vegar óþægilegt að fá þessar fregnir,“ segir hann enn fremur. Fram kom á dögunum að karlmennirnir tveir sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins hefðu einnig talað um að bana sósíalistunum Gunnari Smára Egilssyni og Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Þá hafi nöfn þingmanna og fyrrverandi þingmanna Pírata komið upp í samtölum þeirra. Guðlaugur kveðst ekki vita nákvæmlega af hverju hann var nefndur í samskiptum mannanna og af hverju þeir vildu myrða hann. „Það kom ekki fram af hverju en vanalegast er það nú út af því að stjórnmálamenn segja eitthvað eða gera eitthvað. Ég mun nú ekki víkja neitt frá minni sannfæringu frekar en fyrri daginn þrátt fyrir að þetta kom upp,“ segir Guðlaugur. „Ég hef ég alla tíð barist fyrir frelsi einstaklinga sama hverjir þeir eru og kannski var það eitthvað sem hugnaðist mönnum ekki, ég kann ekki að segja frá því. Aðalatriðið er bara þetta, mér fannst viðbrögð lögreglu vera góð og fumlaus og við skulum vera ánægð með það,“ segir hann enn fremur. „Það er mitt markmið að vera ekki að gera neitt sem geti truflað rannsóknarhagsmuni, ég held að það sé mjög mikilvægt að lögreglan og þar til bærir aðilar fái að vinna áfram að þessu máli,“ segir Guðlaugur.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglumál Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Geðlæknir skoðar skeytasendingar meintra hryðjuverkaskipuleggjenda Geðlæknir mun gera almennt geðmat á tveimur karlmönnum á þrítugsaldri sem grunaðir eru um að hafa ætlað sér að fremja hryðjuverk hér á landi. Báðir sæta gæsluvarðhaldi næstu fjórar vikurnar tæpar. Verjendur beggja hafa kært úrskurð í héraði til Landsréttar. 17. október 2022 16:11 Áfram fjórar vikur í gæsluvarðhaldi Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um að hyggja á hryðjuverk í slagtogi við annan mann var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Karlmaðurinn mun þó ekki sæta einangrun áfram líkt og hann hefur gert nær sleitulaust undanfarnar fjórar vikur. 14. október 2022 15:57 Krefjast ekki einangrunar yfir mönnunum tveimur Héraðssaksóknari ætlar ekki að gera kröfu um frekari einangrun í tilfelli tveggja karlmanna sem sæta gæsluvarðhaldi grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk. Karlmennirnir tveir verða leiddir fyrir dómara í dag. 14. október 2022 11:23 „Nafn mitt kom fram í tengslum við fólk sem átti að drepa“ Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, fyrrverandi þingmenn Pírata, voru allir þrír kallaðir til sem vitni í skýrslutöku vegna rannsóknar lögreglunnar á ætlaðri skipulagningu hryðjuverka. 10. október 2022 16:34 Sagðir hafa rætt um að drepa sósíalistaleiðtoga Tveir karlmenn sem eru í haldi lögreglu vegna gruns um að þeir hafi unnið að skipulagningu hryðjuverka ræddu um að drepa Gunnar Smára Egilsson, formann Sósíalistaflokksins, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. Þau voru bæði kölluð í skýrslutöku vegna rannsóknar málsins. 10. október 2022 12:47 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Geðlæknir skoðar skeytasendingar meintra hryðjuverkaskipuleggjenda Geðlæknir mun gera almennt geðmat á tveimur karlmönnum á þrítugsaldri sem grunaðir eru um að hafa ætlað sér að fremja hryðjuverk hér á landi. Báðir sæta gæsluvarðhaldi næstu fjórar vikurnar tæpar. Verjendur beggja hafa kært úrskurð í héraði til Landsréttar. 17. október 2022 16:11
Áfram fjórar vikur í gæsluvarðhaldi Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um að hyggja á hryðjuverk í slagtogi við annan mann var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Karlmaðurinn mun þó ekki sæta einangrun áfram líkt og hann hefur gert nær sleitulaust undanfarnar fjórar vikur. 14. október 2022 15:57
Krefjast ekki einangrunar yfir mönnunum tveimur Héraðssaksóknari ætlar ekki að gera kröfu um frekari einangrun í tilfelli tveggja karlmanna sem sæta gæsluvarðhaldi grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk. Karlmennirnir tveir verða leiddir fyrir dómara í dag. 14. október 2022 11:23
„Nafn mitt kom fram í tengslum við fólk sem átti að drepa“ Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, fyrrverandi þingmenn Pírata, voru allir þrír kallaðir til sem vitni í skýrslutöku vegna rannsóknar lögreglunnar á ætlaðri skipulagningu hryðjuverka. 10. október 2022 16:34
Sagðir hafa rætt um að drepa sósíalistaleiðtoga Tveir karlmenn sem eru í haldi lögreglu vegna gruns um að þeir hafi unnið að skipulagningu hryðjuverka ræddu um að drepa Gunnar Smára Egilsson, formann Sósíalistaflokksins, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. Þau voru bæði kölluð í skýrslutöku vegna rannsóknar málsins. 10. október 2022 12:47