Persónulegar erjur og mismunandi áherslur áður komið í veg fyrir sameiningu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. október 2022 11:42 Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri segir að skiptar skoðanir starfsfólks stofnananna breytist ekki við sameiningu. En heilbrigð umræða og skoðanaskipti séu af því góða. Magnús Hlynur Hreiðarsson Skógræktarstjóri segir mikilvægt að halda því til haga að fjölmargar tilraunir til að sameina Skógræktina og Landgræðsluna hafi klúðrast í gegn um tíðina. Hann er hóflega bjartsýnn á að það takist í þetta skiptið en ætlar að leggja sig allan fram. Matvælaráðherra tilkynnti ríkisstjórninni í gær að hún hygðist sameina Skógræktina og Landgræðsluna í eina stofnun. Þetta hefur í raun verið í umræðunni allt frá því að landgræðsluhlutverkið var tekið af Skógræktinni og Landgræðslan stofnuð árið 1914. „Það hefur verið reynt áður og það hefur eitt og annað komið í veg fyrir það; skoðanir fólks, persónulegar erjur, mismunandi áherslur. Og svo má ekki gleyma að fyrir suma er staðsetning höfuðstöðvanna mikið mál,“ segir Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri. Hann segir að staðsetning höfuðstöðvanna skipti ekki nokkru máli fyrir starfsemi stofnunarinnar sjálfrar en þetta sé byggðamál fyrir heimamenn annars vegar á Egilsstöðum, þar sem höfuðstöðvar Skógræktarinnar eru nú, og hins vegar íbúa í Gunnarsholti á Rangárvöllum, þar sem Landgræðslan er. Fjölmargar tilraunir hafa verið gerðar til sameiningar og sumar gengið lengra en sú sem nú er hafin. „Það verður ekkert auðvelt að sameina. Það er kúnst. Það er eitthvað sem að er alveg hægt að klúðra sko. Þannig að það skiptir mjög miklu máli að fólk sé meðvitað um það,“ segir Þröstur. Og ertu bjartsýnn á að það verði loksins að þessu núna? „Það stendur til að reyna... Ég svo sem veit ekkert hvort ég eigi að vera bjartsýnn eða svartsýnn. Ég mun vinna að því að þetta gerist á farsælan hátt. Það er það sem skiptir máli.“ Nokkur rígur hefur verið á milli stofnananna í gegn um árin - Þröstur vill reyndar ekki lýsa því sem ríg heldur eðlilegum skoðanaskiptum. Fólk innan nýrrar stofnunar muni auðvitað áfram hafa skiptar skoðanir. Hann sér þó tækifæri í sameiningunni - helst í loftslagsmálum. Stórum markmiðum þurfi að ná hér á landi á næstu árum. „Öflugri stofnun sé rétt að málum staðið, ef það tekst að búa til öfluga stofnun úr þessu, þá ætti hún að bjóða upp á möguleika á að gera það betur heldur en tvær stofnanir,“ segir Þröstur. „Gaslýsingar og orðaofbeldi“ Skemmst er að minnast hitamáls sem kom upp á milli starfsmanna Landgræðslunnar og Skógræktarinnar í mars á þessu ári í umræðum á Facebook-hópnum Áhugafólk um landgræðslu. Aðalsteinn Sigurgeirsson, fagmálastjóri Skógræktarinnar, gagnrýndi þar harðlega greinaskrif Þórunnar Wolfram, sviðsstjóra hjá Landgræðslunni, sem birtust á Kjarnanum. Aðalsteinn setti sig þar helst á móti þeirri skoðun Þórunnar að skógrækt með innfluttum tegundum væri skaðleg íslenskri náttúru. „Starfsfólk Landgræðslunnar sem hefur engan áhuga á landgræðslu. Er nokkur furða þó margir velti því fyrir sér hvort slíka stofnun sé á vetur setjandi?“ skrifaði Aðalsteinn meðal annars í umræðum sem sköpuðust í hópnum. Þórunn brást við skömmu síðar: skjáskot/facebook „Ég frétti af því að Aðalsteinn Sigurgeirsson fagmálastjóri Skógræktarinnar hafi sett hér inn færslu með grein minni úr Kjarnanum með niðurlægjandi ummælum um mig og stofnunina sem ég starfa hjá. Við taka svo gaslýsingar og orðaofbeldi.“ Skógrækt og landgræðsla Byggðamál Loftslagsmál Tengdar fréttir Lætur kanna kosti og galla sameiningar Landgræðslunnar og Skógræktarinnar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur látið hefja forathugun á sameiningu Skógræktar ríkisins og Landgræðslunnar. 2. maí 2022 14:24 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Matvælaráðherra tilkynnti ríkisstjórninni í gær að hún hygðist sameina Skógræktina og Landgræðsluna í eina stofnun. Þetta hefur í raun verið í umræðunni allt frá því að landgræðsluhlutverkið var tekið af Skógræktinni og Landgræðslan stofnuð árið 1914. „Það hefur verið reynt áður og það hefur eitt og annað komið í veg fyrir það; skoðanir fólks, persónulegar erjur, mismunandi áherslur. Og svo má ekki gleyma að fyrir suma er staðsetning höfuðstöðvanna mikið mál,“ segir Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri. Hann segir að staðsetning höfuðstöðvanna skipti ekki nokkru máli fyrir starfsemi stofnunarinnar sjálfrar en þetta sé byggðamál fyrir heimamenn annars vegar á Egilsstöðum, þar sem höfuðstöðvar Skógræktarinnar eru nú, og hins vegar íbúa í Gunnarsholti á Rangárvöllum, þar sem Landgræðslan er. Fjölmargar tilraunir hafa verið gerðar til sameiningar og sumar gengið lengra en sú sem nú er hafin. „Það verður ekkert auðvelt að sameina. Það er kúnst. Það er eitthvað sem að er alveg hægt að klúðra sko. Þannig að það skiptir mjög miklu máli að fólk sé meðvitað um það,“ segir Þröstur. Og ertu bjartsýnn á að það verði loksins að þessu núna? „Það stendur til að reyna... Ég svo sem veit ekkert hvort ég eigi að vera bjartsýnn eða svartsýnn. Ég mun vinna að því að þetta gerist á farsælan hátt. Það er það sem skiptir máli.“ Nokkur rígur hefur verið á milli stofnananna í gegn um árin - Þröstur vill reyndar ekki lýsa því sem ríg heldur eðlilegum skoðanaskiptum. Fólk innan nýrrar stofnunar muni auðvitað áfram hafa skiptar skoðanir. Hann sér þó tækifæri í sameiningunni - helst í loftslagsmálum. Stórum markmiðum þurfi að ná hér á landi á næstu árum. „Öflugri stofnun sé rétt að málum staðið, ef það tekst að búa til öfluga stofnun úr þessu, þá ætti hún að bjóða upp á möguleika á að gera það betur heldur en tvær stofnanir,“ segir Þröstur. „Gaslýsingar og orðaofbeldi“ Skemmst er að minnast hitamáls sem kom upp á milli starfsmanna Landgræðslunnar og Skógræktarinnar í mars á þessu ári í umræðum á Facebook-hópnum Áhugafólk um landgræðslu. Aðalsteinn Sigurgeirsson, fagmálastjóri Skógræktarinnar, gagnrýndi þar harðlega greinaskrif Þórunnar Wolfram, sviðsstjóra hjá Landgræðslunni, sem birtust á Kjarnanum. Aðalsteinn setti sig þar helst á móti þeirri skoðun Þórunnar að skógrækt með innfluttum tegundum væri skaðleg íslenskri náttúru. „Starfsfólk Landgræðslunnar sem hefur engan áhuga á landgræðslu. Er nokkur furða þó margir velti því fyrir sér hvort slíka stofnun sé á vetur setjandi?“ skrifaði Aðalsteinn meðal annars í umræðum sem sköpuðust í hópnum. Þórunn brást við skömmu síðar: skjáskot/facebook „Ég frétti af því að Aðalsteinn Sigurgeirsson fagmálastjóri Skógræktarinnar hafi sett hér inn færslu með grein minni úr Kjarnanum með niðurlægjandi ummælum um mig og stofnunina sem ég starfa hjá. Við taka svo gaslýsingar og orðaofbeldi.“
Skógrækt og landgræðsla Byggðamál Loftslagsmál Tengdar fréttir Lætur kanna kosti og galla sameiningar Landgræðslunnar og Skógræktarinnar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur látið hefja forathugun á sameiningu Skógræktar ríkisins og Landgræðslunnar. 2. maí 2022 14:24 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Lætur kanna kosti og galla sameiningar Landgræðslunnar og Skógræktarinnar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur látið hefja forathugun á sameiningu Skógræktar ríkisins og Landgræðslunnar. 2. maí 2022 14:24