Dregur til tíðinda í málsókn Gráa hersins gegn ríkinu Wilhelm W. G. Wessman skrifar 19. október 2022 13:32 Nýverið fékk ég eftirfarandi stöðumat á málaferlunum frá lögmönnum okkar þeim Daniel Isebarn Ágústsyni og Flóka Ásgeirssyni. Eins og þið kannski þekkið hafa málin þrjú verið tekin til dóms í Hæstarétti sem mun kveða upp dóma á næstu 3-4 vikum. Flutningur málanna fyrir Hæstarétti gekk vel og ekkert kom á óvart í málatilbúnaði ríkisins. Sem fyrr stendur ágreiningurinn um það hvort lífeyrir almannatrygginga njóti verndar sem eign, hvort breytingar á skerðingaráhrifum lífeyrissjóðsgreiðslna á lífeyri almannatrygginga feli jafnframt í sér inngrip í fyrrnefndu réttindin (sem ágreiningslaust er að teljast eign) og hvort hinar umdeildu breytingar standist þær kröfur sem stjórnarskráin og mannréttindasáttmáli Evrópu gera til löggjafans þegar hann setur reglur er raska eignum borgaranna. Gjafsóknarleyfi fengust útgefin skömmu fyrir aðalmeðferðina og því njóta allir áfrýjendur gjafsóknar. Eins og í héraði er það í höndum dómaranna að ákveða gjafsóknarkostnað með dómi. Þess má vænta að hann verði svipaður því sem ákveðið var í héraði. En hvert var upphafið að málsókninni? Þegar ég fór að nálgast eftirlaunaaldur fór ég að skoða hvað ég fengi í eftirlaun frá Lífeyrissjóði verzlunarmanna sem ég hafði greitt til í 45 ár og eftirlaun frá Tryggingastofnun, ég neita að kalla þetta ellilífeyri, þetta er ekki fátækrastyrkur. Ég öðlast réttindi til greiðslu frá TR með því að greiða skatt alla mína starfsævi, í mínu tilviki frá 16 ára aldri og er enn að. Ég tók þátt í stofnun eins af lífeyrissjóðunum árið 1968 og þekki því vel hver tilgangur þeirra er, en eftirlaunakerfi okkar er byggt á þremur stoðum: Greiðslum frá TR. Greiðslum úr lífeyrissjóði. Frjálsum sparnaði. Lífeyrissjóðirnir voru ekki stofnaðir til að niðurgreiða greiðslur frá TR, heldur sem viðbót við greiðslur frá TR. Eftir skatt og skerðingar fékk ég greiðslu frá TR fyrir september 2022 kr. 122.620 og greiðslur fyrir sama mánuð frá LIVE kr. 261.603, eða samanlagt kr. 384.223 eftir að hafa greitt í lífeyrissjóð í 45 ár og skatta og útsvar í 64 ár. Ég hef ekki aðrar tekjur. En lítum nú á hvað ríkið ver miklum fjármunum til að standa undir skuldbindingum við eldri borgara. Sú upphæð nemur aðeins 2,6% af vergri landsframleiðslu! Á hinum Norðurlöndunum er hlutfallið 5,4% - 11%, og meðaltal OECD landa er 8,2%! Svona er nú munurinn á hugarfari ráðamanna þar og hér gagnvart eldri borgurum. Með því að vinna þetta sanngirnismál myndi krónunum í buddum eldri borgara fjölga og landsmenn búa við aukið réttlæti. Höfundur er fyrsti varaþingmaður Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Eldri borgarar Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið fékk ég eftirfarandi stöðumat á málaferlunum frá lögmönnum okkar þeim Daniel Isebarn Ágústsyni og Flóka Ásgeirssyni. Eins og þið kannski þekkið hafa málin þrjú verið tekin til dóms í Hæstarétti sem mun kveða upp dóma á næstu 3-4 vikum. Flutningur málanna fyrir Hæstarétti gekk vel og ekkert kom á óvart í málatilbúnaði ríkisins. Sem fyrr stendur ágreiningurinn um það hvort lífeyrir almannatrygginga njóti verndar sem eign, hvort breytingar á skerðingaráhrifum lífeyrissjóðsgreiðslna á lífeyri almannatrygginga feli jafnframt í sér inngrip í fyrrnefndu réttindin (sem ágreiningslaust er að teljast eign) og hvort hinar umdeildu breytingar standist þær kröfur sem stjórnarskráin og mannréttindasáttmáli Evrópu gera til löggjafans þegar hann setur reglur er raska eignum borgaranna. Gjafsóknarleyfi fengust útgefin skömmu fyrir aðalmeðferðina og því njóta allir áfrýjendur gjafsóknar. Eins og í héraði er það í höndum dómaranna að ákveða gjafsóknarkostnað með dómi. Þess má vænta að hann verði svipaður því sem ákveðið var í héraði. En hvert var upphafið að málsókninni? Þegar ég fór að nálgast eftirlaunaaldur fór ég að skoða hvað ég fengi í eftirlaun frá Lífeyrissjóði verzlunarmanna sem ég hafði greitt til í 45 ár og eftirlaun frá Tryggingastofnun, ég neita að kalla þetta ellilífeyri, þetta er ekki fátækrastyrkur. Ég öðlast réttindi til greiðslu frá TR með því að greiða skatt alla mína starfsævi, í mínu tilviki frá 16 ára aldri og er enn að. Ég tók þátt í stofnun eins af lífeyrissjóðunum árið 1968 og þekki því vel hver tilgangur þeirra er, en eftirlaunakerfi okkar er byggt á þremur stoðum: Greiðslum frá TR. Greiðslum úr lífeyrissjóði. Frjálsum sparnaði. Lífeyrissjóðirnir voru ekki stofnaðir til að niðurgreiða greiðslur frá TR, heldur sem viðbót við greiðslur frá TR. Eftir skatt og skerðingar fékk ég greiðslu frá TR fyrir september 2022 kr. 122.620 og greiðslur fyrir sama mánuð frá LIVE kr. 261.603, eða samanlagt kr. 384.223 eftir að hafa greitt í lífeyrissjóð í 45 ár og skatta og útsvar í 64 ár. Ég hef ekki aðrar tekjur. En lítum nú á hvað ríkið ver miklum fjármunum til að standa undir skuldbindingum við eldri borgara. Sú upphæð nemur aðeins 2,6% af vergri landsframleiðslu! Á hinum Norðurlöndunum er hlutfallið 5,4% - 11%, og meðaltal OECD landa er 8,2%! Svona er nú munurinn á hugarfari ráðamanna þar og hér gagnvart eldri borgurum. Með því að vinna þetta sanngirnismál myndi krónunum í buddum eldri borgara fjölga og landsmenn búa við aukið réttlæti. Höfundur er fyrsti varaþingmaður Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun