Þyngri dómar í mútumáli vegna bílastæðamiða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. október 2022 15:55 Bílastæði á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur sakfellt fyrrverandi þjónustustjóra hjá Isavia og framkvæmdastjóra tæknifyrirtækis fyrir hlutdeild í umboðssvikum og mútubrot í tengslum við bílastæðamiðakaup til notkunar á bílastæðum Isavia. Þjónustustjórinn var einnig sakfelldur fyrir peningaþvætti. Dómar yfir mönnunum tveimur voru þyngdir um þrjá mánuði. Brotin voru framin árið 2015 og 2016 en fjallað var fyrst um málið fyrir um þremur árum síðan þegar ákæra var gefin út. Þar var þjónustutjóranum gefið að sök að hafa þegið rétt tæpar 3,5 milljónir króna í mútugreiðslur frá hinum manninum, framkvæmdastjóra tæknifyrirtækis. Þjónustustjórinn hafði meðal annars umsjón með bílastæðum Isavia við Keflavíkurflugvöll. Var hann ákærður fyrir að hafa þegið múturnar frá framkvæmdastjóranum fyrir að koma því til leiðar að Isavia greiddi hærra verð en eðlilegt gat talist fyrir aðgangsmiða í bílastæðahlið sem Isavia keypti af fyrirtæki framkvæmdastjórans. Málið fara alla leið í dómskerfinu Mennirnir voru sýknaður af ákæru fyrir mútubrot í héraðsdómi en sakfelldir fyrir umboðssvik eða hlutdeild í umboðssvikum og peningaþvætti. Þjónustustjórinn hlaut tólf mánaða dóm, þar af tíu mánaða skilorðsbundna en framkvæmdastjórinn hlaut tíu mánaða skilorðsbundna refsingu. Hæstiréttur ÍslandsVísir/Vilhelm Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem sneri við dómi héraðsdóms. Þar var þjónustustjórinn fyrrverandi sakfelldur fyrir mútur og dómur yfir honum þyngur í fimmtán mánaða fangelsi, þar af tólf mánuði skilorðsbundna. Ákæruvaldið óskaði eftir því að fá að áfrýja málinu til Hæstaréttar þar sem það taldi að niðurstaða Landsréttar um að sýkna framkvæmdastjórann af ákæru um mútubroti væri röng. Þyngri dómar í Hæstarétti Hæstiréttur kvað upp dóm í málinu síðdegis í dag. Þar voru mennirnir aftur sakfelldir fyrir umboðssvik eða hlutdeild í umboðssvikum. Hæstiréttur sneri hins vegar við sýknu framkvæmdastjórans hvað varðar mútubrot. Landsréttur sýknaði hann af þeim ákærulið á þeim grundvelli að ekki væri sýnt fram á að hann hafi haft frumkvæði að samráði mannanna. Hæstiréttur telur hins vegar að þessi niðurstaða Landsréttar eigi sér ekki stoð í lögum eða lögskýringargögnum, að það skipti máli hvor þeirra hafi átt frumkvæði að samráðinu. Var framkvæmdastjórinn því sakfelldur fyrir mútubrot. KeflavíkurflugvöllurVísir/Vilhelm Ákæru um peningaþvætti á hendur framkvæmdastjóranum var hins vegar vísað frá Hæstarétti þar sem dómurinn taldi að miklir ágallar væru á þeim hluta ákærunnar að óhjákvæmilegt væri að vísa þeim hluta frá. Hæstiréttur staðfesti hins vegar dóm Landsréttar hvað varðar peningaþvætti þjónustustjórans. Hæstiréttir þyngdi dóma Landsréttar í málinu um þrjá mánuði í báðum tilvikum. Þjónustustjórinn fékk átján mánaða fangelsisdóm, þar af fimmtán mánuði skilorðsbundna. Framkvæmdastjórinn fékk hins vegar fimmtán mánaða dóm, þar af tólf skilorðsbundna. Alls þurfa mennirnir að greiða Isavia rúmar átta milljónir króna vegna málsins, auk þess sem þeir þurfa að sæta upptöku eigna að því marki sem nægir til að greiða eftirstöðvar skaðabótakröfu Isavia. Dómsmál Keflavíkurflugvöllur Bílastæði Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Sjá meira
Brotin voru framin árið 2015 og 2016 en fjallað var fyrst um málið fyrir um þremur árum síðan þegar ákæra var gefin út. Þar var þjónustutjóranum gefið að sök að hafa þegið rétt tæpar 3,5 milljónir króna í mútugreiðslur frá hinum manninum, framkvæmdastjóra tæknifyrirtækis. Þjónustustjórinn hafði meðal annars umsjón með bílastæðum Isavia við Keflavíkurflugvöll. Var hann ákærður fyrir að hafa þegið múturnar frá framkvæmdastjóranum fyrir að koma því til leiðar að Isavia greiddi hærra verð en eðlilegt gat talist fyrir aðgangsmiða í bílastæðahlið sem Isavia keypti af fyrirtæki framkvæmdastjórans. Málið fara alla leið í dómskerfinu Mennirnir voru sýknaður af ákæru fyrir mútubrot í héraðsdómi en sakfelldir fyrir umboðssvik eða hlutdeild í umboðssvikum og peningaþvætti. Þjónustustjórinn hlaut tólf mánaða dóm, þar af tíu mánaða skilorðsbundna en framkvæmdastjórinn hlaut tíu mánaða skilorðsbundna refsingu. Hæstiréttur ÍslandsVísir/Vilhelm Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem sneri við dómi héraðsdóms. Þar var þjónustustjórinn fyrrverandi sakfelldur fyrir mútur og dómur yfir honum þyngur í fimmtán mánaða fangelsi, þar af tólf mánuði skilorðsbundna. Ákæruvaldið óskaði eftir því að fá að áfrýja málinu til Hæstaréttar þar sem það taldi að niðurstaða Landsréttar um að sýkna framkvæmdastjórann af ákæru um mútubroti væri röng. Þyngri dómar í Hæstarétti Hæstiréttur kvað upp dóm í málinu síðdegis í dag. Þar voru mennirnir aftur sakfelldir fyrir umboðssvik eða hlutdeild í umboðssvikum. Hæstiréttur sneri hins vegar við sýknu framkvæmdastjórans hvað varðar mútubrot. Landsréttur sýknaði hann af þeim ákærulið á þeim grundvelli að ekki væri sýnt fram á að hann hafi haft frumkvæði að samráði mannanna. Hæstiréttur telur hins vegar að þessi niðurstaða Landsréttar eigi sér ekki stoð í lögum eða lögskýringargögnum, að það skipti máli hvor þeirra hafi átt frumkvæði að samráðinu. Var framkvæmdastjórinn því sakfelldur fyrir mútubrot. KeflavíkurflugvöllurVísir/Vilhelm Ákæru um peningaþvætti á hendur framkvæmdastjóranum var hins vegar vísað frá Hæstarétti þar sem dómurinn taldi að miklir ágallar væru á þeim hluta ákærunnar að óhjákvæmilegt væri að vísa þeim hluta frá. Hæstiréttur staðfesti hins vegar dóm Landsréttar hvað varðar peningaþvætti þjónustustjórans. Hæstiréttir þyngdi dóma Landsréttar í málinu um þrjá mánuði í báðum tilvikum. Þjónustustjórinn fékk átján mánaða fangelsisdóm, þar af fimmtán mánuði skilorðsbundna. Framkvæmdastjórinn fékk hins vegar fimmtán mánaða dóm, þar af tólf skilorðsbundna. Alls þurfa mennirnir að greiða Isavia rúmar átta milljónir króna vegna málsins, auk þess sem þeir þurfa að sæta upptöku eigna að því marki sem nægir til að greiða eftirstöðvar skaðabótakröfu Isavia.
Dómsmál Keflavíkurflugvöllur Bílastæði Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Sjá meira