Finnur til með börnum safnaðarins sem búi við „þetta ofbeldi“ Ellen Geirsdóttir Håkansson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 19. október 2022 21:25 Fyrrverandi Vottur Jehóva segist finna til með börnum safnaðarins vegna kennslumyndbands Votta, „Einn maður, ein kona.“ Myndbandið hefur sætt harðri gagnrýni en það virðist ýja að því að hinsegin fólk geti ekki komist í „Paradís.“ Í myndbandinu sést móðir tala við dóttur sína og segir móðirin meðal annars eftirfarandi. „Margir hafa sínar eigin skoðanir hvað sé rétt og rangt en aðal atriðið er hvað Jehóva finnst. Hann vill að við séum glöð og veit hvað gerir okkur hamingjusöm, þess vegna skapaði hann hjónabandið eins og hann gerði.“ Dóttirin spyr þá hvort hún eigi við einn mann og eina konu og svarar móðirin því játandi. Einnig segir í myndbandinu að nauðsynlegt sé að skilja ýmislegt eftir til þess að komast til paradísar, það eigi við um allt sem Jehóva samþykki ekki. Myndbandið má sjá hér að neðan. Lilja Torfadóttir er samkynhneigð kona sem eitt sinn tilheyrði söfnuði Votta Jehóva. Hún kom út úr skápnum árið 2002 og segist í kjölfarið hafa verið rekin úr söfnuðinum vegna kynhneigðar sinnar. Aðspurð hver viðbrögð hennar voru við myndbandinu segist hún hafa verið slegin eftir áhorfið. „Ég var eiginlega orðlaus í fyrsta skipti á ævinni, aðallega út af því bara að ég fann svo til með öllum börnunum innan safnaðarins, að þurfa að búa við þetta ofbeldi,“ segir Lilja. Lilja tilheyrir hóp fyrrverandi votta sem komið hefur út úr söfnuðinum. Hópurinn berst fyrir breytingum og gagnrýnir að söfnuðurinn sé ríkisstyrktur. Hún segir hópinn bæði stuðningshóp fyrir þá sem komnir séu úr söfnuðinum og þrýstihóp. „Við erum alveg tilbúin núna til að berjast af því okkur finnst allt rangt við þetta, að það sé verið að beita fólk ofbeldi og þessi hatursorðræða er bara, þetta er gengið út í öfgar,“ segir Lilja. Viðtalið við Lilju má sjá efst í þessari frétt. Trúmál Hinsegin Börn og uppeldi Tengdar fréttir Sláandi og sorglegt að sjá hatur framsett á sakleysislegan hátt í barnaefni Umdeilt kennslumyndband Votta Jehóva þar sem samkynhneigð er rædd hefur sætt mikilli gagnrýni. Myndbandið hefur lengi verið sýnt börnum innan safnaðarins. Stofnandi Hinseginleikans segir hatur matreitt ofan í börnin og þau beri það síðan með sér í sitt nærumhverfi. Óásættanlegt sé að trúfélag sem ríkið styrki dreifi hatri í skjóli trúfrelsis. Lög landsins verði að eiga um þau líka. 19. október 2022 15:45 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Í myndbandinu sést móðir tala við dóttur sína og segir móðirin meðal annars eftirfarandi. „Margir hafa sínar eigin skoðanir hvað sé rétt og rangt en aðal atriðið er hvað Jehóva finnst. Hann vill að við séum glöð og veit hvað gerir okkur hamingjusöm, þess vegna skapaði hann hjónabandið eins og hann gerði.“ Dóttirin spyr þá hvort hún eigi við einn mann og eina konu og svarar móðirin því játandi. Einnig segir í myndbandinu að nauðsynlegt sé að skilja ýmislegt eftir til þess að komast til paradísar, það eigi við um allt sem Jehóva samþykki ekki. Myndbandið má sjá hér að neðan. Lilja Torfadóttir er samkynhneigð kona sem eitt sinn tilheyrði söfnuði Votta Jehóva. Hún kom út úr skápnum árið 2002 og segist í kjölfarið hafa verið rekin úr söfnuðinum vegna kynhneigðar sinnar. Aðspurð hver viðbrögð hennar voru við myndbandinu segist hún hafa verið slegin eftir áhorfið. „Ég var eiginlega orðlaus í fyrsta skipti á ævinni, aðallega út af því bara að ég fann svo til með öllum börnunum innan safnaðarins, að þurfa að búa við þetta ofbeldi,“ segir Lilja. Lilja tilheyrir hóp fyrrverandi votta sem komið hefur út úr söfnuðinum. Hópurinn berst fyrir breytingum og gagnrýnir að söfnuðurinn sé ríkisstyrktur. Hún segir hópinn bæði stuðningshóp fyrir þá sem komnir séu úr söfnuðinum og þrýstihóp. „Við erum alveg tilbúin núna til að berjast af því okkur finnst allt rangt við þetta, að það sé verið að beita fólk ofbeldi og þessi hatursorðræða er bara, þetta er gengið út í öfgar,“ segir Lilja. Viðtalið við Lilju má sjá efst í þessari frétt.
Trúmál Hinsegin Börn og uppeldi Tengdar fréttir Sláandi og sorglegt að sjá hatur framsett á sakleysislegan hátt í barnaefni Umdeilt kennslumyndband Votta Jehóva þar sem samkynhneigð er rædd hefur sætt mikilli gagnrýni. Myndbandið hefur lengi verið sýnt börnum innan safnaðarins. Stofnandi Hinseginleikans segir hatur matreitt ofan í börnin og þau beri það síðan með sér í sitt nærumhverfi. Óásættanlegt sé að trúfélag sem ríkið styrki dreifi hatri í skjóli trúfrelsis. Lög landsins verði að eiga um þau líka. 19. október 2022 15:45 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Sláandi og sorglegt að sjá hatur framsett á sakleysislegan hátt í barnaefni Umdeilt kennslumyndband Votta Jehóva þar sem samkynhneigð er rædd hefur sætt mikilli gagnrýni. Myndbandið hefur lengi verið sýnt börnum innan safnaðarins. Stofnandi Hinseginleikans segir hatur matreitt ofan í börnin og þau beri það síðan með sér í sitt nærumhverfi. Óásættanlegt sé að trúfélag sem ríkið styrki dreifi hatri í skjóli trúfrelsis. Lög landsins verði að eiga um þau líka. 19. október 2022 15:45
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent