Norska leiðin og sú íslenzka í auðlindamálum - vantar par kauphéðna í ríkisstjórnina? Ole Anton Bieltvedt skrifar 20. október 2022 13:01 Ég hef fjallað nokkuð um þá nýlegu ákvörðun norsku ríkisstjórnarinnar, að taka afnotagjald, auðlindagjald, af fiskeldisfyrirtækjum fyrir afnot þeirra af hafinu, fjörðum landsins, frá 1. janúar 2023. Vil ég fara frekar ofan í saumana á því máli hér. Nýtt prinsipp Hér er eiginlega um nýja stefnumörkun að ræða, þar sem nýtt prinsipp er lagt til grundvallar, nefnilega það, að þau grunnverðmæti, sem felast í hafi, landi og lofti hvers lands, séu sameign þjóðar, og, að þeir einstaklingar eða þau fyrirtæki, sem nýta sér þessa sameign í reksturs- og hagnaðarskyni skuli greiða fyrir þau afnot leigu eða afnotagjald; auðlindagjald. Leiga eða greiðsla fyrir afnot er auðvitað viðtekin regla í samskiptum og viðskiptum manna, og samræmist þessi stefnumörkun því viðteknum viðskiptaháttum. Verð- og eignarstimpill á umhverfið Þetta er líka spor í þá átt, að setja verðgildis- og eignarstimpil á umhverfið, opna augu manna fyrir verðmæti þess og eignarrétti almennings á því. Hingað til hafa margir litið svo á, að nýta mætti umhverfið, sem ekki er í séreign, hér hafið, eins og enginn ætti það, eða þá, að menn eignuðu sér það sjálfir við notkun. Fótunum er auðvitað kippt undan slíkri skoðun eða afstöðu með þessu nýja prinsippi. Skýrar línur lagðar. Eðli og stærð auðlindagjaldsins Í Noregi eru 150 fyrirtæki, sem stunda fiskeldi í fjörðum landsins. Eru mörg fremur lítil, en vega þó þungt í atvinnulífi síns byggðarlags. Vill ríkisstjórnin ekki raska því byggðajafnvægi, sem greinin skapar, og ákvað því að beina auðlindagjaldtökunni fyrst og fremst að stærstu fyrirtækjunum. Þessi fyrirtæki eru 32-38, eftir því, hver stærðamörkin endanlega verða. Auðlindagjaldið verður reiknað á hagnað fiskeldisfyrirtækis, eftir greiðslu reglulegs skatts, eins og öll önnur fyrirtæki greiða, á þann hátt, að 20% þess hreina hagnaðar, sem eftir stendur, renni til sveitarfélagsins, sem fyrirtækið hefur aðsetur í, og 20% til ríkisins, þannig, að eigendur/ hluthafar fyrirtækjanna halda 60% af hagnaðinum. Er gert ráð fyrir því, að taka þessa auðlindagjalds muni skila norskum sveitarfélögum, þar sem þessi starfsemi fer fram, 25 milljörðum ísl. króna 2023 og norska ríkinu sömu fjárhæð, alls 50 milljörðum ísl. króna. Þarf ekki að fjölyrða um, að þessar viðbótartekjur sveitarfélaganna munu stórauka getu þeirra til uppbyggingar innviða og bættrar þjónustu við íbúa. Verða þeim stórfelld lyftistöng. Áhrifin hér - sofandaháttur - brýnt að stjórnvöld bregðist við Mörg norsk fiskeldisfyrirtæki eru nú þegar komin með sinn rekstur til Íslands. Hér virðast þau geta komið sér fyrir, án þess að greiða kóngi eða presti neitt! Í Noregi er það hins vegar svo, að aðstaða til fiskeldis er boðin út, rekstursleyfin seld hæstbjóðendum, og fær ríkið stórfé fyrir. Á dögunum voru seld ný leyfi fyrir 24.644 tonnum MTB, og fékk norska ríkið um 50 milljarða ísl. króna fyrir. Í hitteðfyrra fékk norska ríkið um 90 milljarða fyrir þau reksturleyfi, sem þá voru seld. Ef sá skilningur minn er réttur, að hér kosti rekstursleyfi til fiskeldis lítið eða ekkert, er því ekki nema von, að Norðmenn flykkist hingað. Er þetta þá um leið vísbending um ótrúlegan sofandahátt íslenzkra stjórnvalda. Það virðist vanta par kauphéðna, menn með sæmilegt viðskipta- og peningavit, í ríkisstjórnina! Þegar það svo bætist nú við, að norsk fiskeldisfyrirtæki þurfa að greiða 40% af eftir-skatts-hagnaði sínum til sveitarfélaga og ríkis í Noregi, er sjálfgefið, að Norðmenn munu stórauka sókn sína í íslenzkt fiskeldi. Er því bráðbrýnt, að íslenzk stjórnvöld átti sig á þessari stöðu og bregðist fljótt og rétt við! Það viðbragð getur í raun aðeins verið, að samræma íslenzkar reglur um greiðslu fyrir rekstursleyfi, á grundvelli útboðs, svo og innleiðingu sama auðlindagjalds fyrir fiskeldi hér, og verður í Noregi. Það vekur nokkra furðu, að íslenzk stjórnvöld virðast hafa verið sofandi á verðinum með þessi brýnu og miklu hagsmunamál landsmanna. Auðlindagjaldið af sjávarútveginum Íslenzk sjávarútvegsfyrirtæki hafa haft mikinn hagnað af sínum fiskveiðum, fiskverkun og fisksölu. Var hagnaður þeirra 11 stærstu 2021 yfir 60 milljarðar króna, og hafa þau byggt upp eigiðfé upp á mörg hundruð milljarða ísl. króna. Búið er að þrefa og þjarka mikið um sanngjarnt auðlindagjald, sem sjávarútvegurinn skuli greiða ríkinu, þjóðinni, en um það hefur engin sátt náðst. Síðasta auðlindagjaldið, sem undirritaður veit um, er fyrir árið 2020. Þá nam það 4,8 milljörðum króna. Í heildarsamhengi rétt upp í nös á ketti. Væri ekki ráð, að fylgja fordæmi forfeðra okka og frænda í Noregi og innleiða hér leigugjald, afnotagjald, af okkar sameiginlegu íslenzku fiskimiðum - auðlindagjald -, sem næmi 20% af árlegum hagnaði fyrir sveitarfélög, 20% fyrir ríkið og eigendur/hluthafar fyrirtækjanna héldu 60%!? Með þessum hætti hefðu sveitarfélög fengið 12 milljarða fyrir árið 2021 og ríkið aðra 12 milljarða. Fyrir árið 2020 hefði auðlindagjaldið reyndar ekki verið nema tæpur helmingur af þessu, vegna þess, að þá var afkoma sjávarútvegsfyrirtækja mun lakari, en, það er einmitt málið; með þessum hætti væru hagsmunir útgerðar og þjóðar þeir sömu, við öll í sama báti, og ættu allir að geta sætzt á það. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Sjá meira
Ég hef fjallað nokkuð um þá nýlegu ákvörðun norsku ríkisstjórnarinnar, að taka afnotagjald, auðlindagjald, af fiskeldisfyrirtækjum fyrir afnot þeirra af hafinu, fjörðum landsins, frá 1. janúar 2023. Vil ég fara frekar ofan í saumana á því máli hér. Nýtt prinsipp Hér er eiginlega um nýja stefnumörkun að ræða, þar sem nýtt prinsipp er lagt til grundvallar, nefnilega það, að þau grunnverðmæti, sem felast í hafi, landi og lofti hvers lands, séu sameign þjóðar, og, að þeir einstaklingar eða þau fyrirtæki, sem nýta sér þessa sameign í reksturs- og hagnaðarskyni skuli greiða fyrir þau afnot leigu eða afnotagjald; auðlindagjald. Leiga eða greiðsla fyrir afnot er auðvitað viðtekin regla í samskiptum og viðskiptum manna, og samræmist þessi stefnumörkun því viðteknum viðskiptaháttum. Verð- og eignarstimpill á umhverfið Þetta er líka spor í þá átt, að setja verðgildis- og eignarstimpil á umhverfið, opna augu manna fyrir verðmæti þess og eignarrétti almennings á því. Hingað til hafa margir litið svo á, að nýta mætti umhverfið, sem ekki er í séreign, hér hafið, eins og enginn ætti það, eða þá, að menn eignuðu sér það sjálfir við notkun. Fótunum er auðvitað kippt undan slíkri skoðun eða afstöðu með þessu nýja prinsippi. Skýrar línur lagðar. Eðli og stærð auðlindagjaldsins Í Noregi eru 150 fyrirtæki, sem stunda fiskeldi í fjörðum landsins. Eru mörg fremur lítil, en vega þó þungt í atvinnulífi síns byggðarlags. Vill ríkisstjórnin ekki raska því byggðajafnvægi, sem greinin skapar, og ákvað því að beina auðlindagjaldtökunni fyrst og fremst að stærstu fyrirtækjunum. Þessi fyrirtæki eru 32-38, eftir því, hver stærðamörkin endanlega verða. Auðlindagjaldið verður reiknað á hagnað fiskeldisfyrirtækis, eftir greiðslu reglulegs skatts, eins og öll önnur fyrirtæki greiða, á þann hátt, að 20% þess hreina hagnaðar, sem eftir stendur, renni til sveitarfélagsins, sem fyrirtækið hefur aðsetur í, og 20% til ríkisins, þannig, að eigendur/ hluthafar fyrirtækjanna halda 60% af hagnaðinum. Er gert ráð fyrir því, að taka þessa auðlindagjalds muni skila norskum sveitarfélögum, þar sem þessi starfsemi fer fram, 25 milljörðum ísl. króna 2023 og norska ríkinu sömu fjárhæð, alls 50 milljörðum ísl. króna. Þarf ekki að fjölyrða um, að þessar viðbótartekjur sveitarfélaganna munu stórauka getu þeirra til uppbyggingar innviða og bættrar þjónustu við íbúa. Verða þeim stórfelld lyftistöng. Áhrifin hér - sofandaháttur - brýnt að stjórnvöld bregðist við Mörg norsk fiskeldisfyrirtæki eru nú þegar komin með sinn rekstur til Íslands. Hér virðast þau geta komið sér fyrir, án þess að greiða kóngi eða presti neitt! Í Noregi er það hins vegar svo, að aðstaða til fiskeldis er boðin út, rekstursleyfin seld hæstbjóðendum, og fær ríkið stórfé fyrir. Á dögunum voru seld ný leyfi fyrir 24.644 tonnum MTB, og fékk norska ríkið um 50 milljarða ísl. króna fyrir. Í hitteðfyrra fékk norska ríkið um 90 milljarða fyrir þau reksturleyfi, sem þá voru seld. Ef sá skilningur minn er réttur, að hér kosti rekstursleyfi til fiskeldis lítið eða ekkert, er því ekki nema von, að Norðmenn flykkist hingað. Er þetta þá um leið vísbending um ótrúlegan sofandahátt íslenzkra stjórnvalda. Það virðist vanta par kauphéðna, menn með sæmilegt viðskipta- og peningavit, í ríkisstjórnina! Þegar það svo bætist nú við, að norsk fiskeldisfyrirtæki þurfa að greiða 40% af eftir-skatts-hagnaði sínum til sveitarfélaga og ríkis í Noregi, er sjálfgefið, að Norðmenn munu stórauka sókn sína í íslenzkt fiskeldi. Er því bráðbrýnt, að íslenzk stjórnvöld átti sig á þessari stöðu og bregðist fljótt og rétt við! Það viðbragð getur í raun aðeins verið, að samræma íslenzkar reglur um greiðslu fyrir rekstursleyfi, á grundvelli útboðs, svo og innleiðingu sama auðlindagjalds fyrir fiskeldi hér, og verður í Noregi. Það vekur nokkra furðu, að íslenzk stjórnvöld virðast hafa verið sofandi á verðinum með þessi brýnu og miklu hagsmunamál landsmanna. Auðlindagjaldið af sjávarútveginum Íslenzk sjávarútvegsfyrirtæki hafa haft mikinn hagnað af sínum fiskveiðum, fiskverkun og fisksölu. Var hagnaður þeirra 11 stærstu 2021 yfir 60 milljarðar króna, og hafa þau byggt upp eigiðfé upp á mörg hundruð milljarða ísl. króna. Búið er að þrefa og þjarka mikið um sanngjarnt auðlindagjald, sem sjávarútvegurinn skuli greiða ríkinu, þjóðinni, en um það hefur engin sátt náðst. Síðasta auðlindagjaldið, sem undirritaður veit um, er fyrir árið 2020. Þá nam það 4,8 milljörðum króna. Í heildarsamhengi rétt upp í nös á ketti. Væri ekki ráð, að fylgja fordæmi forfeðra okka og frænda í Noregi og innleiða hér leigugjald, afnotagjald, af okkar sameiginlegu íslenzku fiskimiðum - auðlindagjald -, sem næmi 20% af árlegum hagnaði fyrir sveitarfélög, 20% fyrir ríkið og eigendur/hluthafar fyrirtækjanna héldu 60%!? Með þessum hætti hefðu sveitarfélög fengið 12 milljarða fyrir árið 2021 og ríkið aðra 12 milljarða. Fyrir árið 2020 hefði auðlindagjaldið reyndar ekki verið nema tæpur helmingur af þessu, vegna þess, að þá var afkoma sjávarútvegsfyrirtækja mun lakari, en, það er einmitt málið; með þessum hætti væru hagsmunir útgerðar og þjóðar þeir sömu, við öll í sama báti, og ættu allir að geta sætzt á það. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun