KKÍ vísar málinu til aganefndar og Tindastól mögulega dæmt tap Sindri Sverrisson skrifar 20. október 2022 15:18 Hilmar Smári Henningsson hitti úr seinna víti sínu en ef boltinn hefði ekki farið ofan í hefðu fjórir erlendir leikmenn Tindastóls getað náð boltanum og hafið sókn. Skjáskot/RÚV Mögulegt er að Haukar taki sæti Tindastóls í 16-liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta eftir að stjórn KKÍ ákvað nú í hádeginu að vísa til aga- og úrskurðarnefndar máli varðandi fjölda erlendra leikmanna sem Tindastóll notaði í sigri sínum gegn Haukum á mánudag. Eftir öruggan sigur Tindastóls gegn Haukum á Sauðárkróki á mánudag kom í ljós að um miðjan þriðja leikhluta, þegar Haukar fengu tvö vítaskot, hefðu fjórir erlendir leikmenn Tindastóls verið inni á vellinum. Það stangast á við nýjar reglur sem tóku gildi fyrir tímabilið, um þann hámarksfjölda erlendra leikmanna sem mega vera inni á vellinum í hvoru liði hverju sinni. Þeir mega í mesta lagi vera þrír. Boltinn telst í leik þegar víti eru tekin en þar sem að Hilmar Smári Henningsson hitti úr seinna víti sínu, og Tindastóll tók leikhlé strax í kjölfarið, var boltanum ekki spilað á meðan að of margir erlendir leikmenn voru á gólfinu. Í reglum KKÍ segir að hafi lið teflt fram ólöglegum leikmanni sé því dæmt 20-0 tap í viðkomandi leik, nema að liðið hafi unnið sigur með stærri mun. Haukar íhuguðu að kæra málið en stjórn KKÍ tók af þeim ómakið eftir fund í dag, og ákvað að vísa málinu til aga- og úrskurðarnefndar. Þetta staðfesti Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við Vísi. Leik Njarðvíkur frestað þar til vitað er hver mótherjinn verður „Við fengum fréttir af þessu máli seinni partinn í gær. Formlega ábendingu í kjölfarið. Þá ber okkur að skoða málið samkvæmt lögum og reglum sambandsins. Við komum saman á stuttum stjórnarfundi í hádeginu og stjórnin ákvað að fara með málið fyrir aga- og úrskurðarnefnd, til að hún taki málið fyrir og þar til bærir aðilar taki á málinu,“ sagði Hannes. Stjórn KKÍ tók því ekki afstöðu til málsins og nú tekur við bið eftir gagnaöflun og niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndarinnar. Búast má við að sú bið verði lengri en til mánaðamóta, en næsta umferð í bikarnum á að vera spiluð 30. og 31. október. Hannes segir að leik Njarðvíkur og Tindastóls verði sennilega frestað þar til að niðurstaða fæst í það hvort að andstæðingur Njarðvíkur verður Tindastóll eða Haukar. „Við þurfum að skrifa upp okkar greinargerð og annað til nefndarinnar, og getum vonandi skilað því af okkur í fyrramálið. Þá mun Tindastóll fá sinn tíma til að skila sinni vörn og sínum skoðunum, og mun væntanlega fá sjö daga í það. Nefndin muni svo eflaust taka sinn tíma og því er ekki von á niðurstöðu fyrr en eftir 2-3 vikur myndi ég halda,“ segir Hannes. VÍS-bikarinn Tindastóll Haukar Körfubolti Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Sjá meira
Eftir öruggan sigur Tindastóls gegn Haukum á Sauðárkróki á mánudag kom í ljós að um miðjan þriðja leikhluta, þegar Haukar fengu tvö vítaskot, hefðu fjórir erlendir leikmenn Tindastóls verið inni á vellinum. Það stangast á við nýjar reglur sem tóku gildi fyrir tímabilið, um þann hámarksfjölda erlendra leikmanna sem mega vera inni á vellinum í hvoru liði hverju sinni. Þeir mega í mesta lagi vera þrír. Boltinn telst í leik þegar víti eru tekin en þar sem að Hilmar Smári Henningsson hitti úr seinna víti sínu, og Tindastóll tók leikhlé strax í kjölfarið, var boltanum ekki spilað á meðan að of margir erlendir leikmenn voru á gólfinu. Í reglum KKÍ segir að hafi lið teflt fram ólöglegum leikmanni sé því dæmt 20-0 tap í viðkomandi leik, nema að liðið hafi unnið sigur með stærri mun. Haukar íhuguðu að kæra málið en stjórn KKÍ tók af þeim ómakið eftir fund í dag, og ákvað að vísa málinu til aga- og úrskurðarnefndar. Þetta staðfesti Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við Vísi. Leik Njarðvíkur frestað þar til vitað er hver mótherjinn verður „Við fengum fréttir af þessu máli seinni partinn í gær. Formlega ábendingu í kjölfarið. Þá ber okkur að skoða málið samkvæmt lögum og reglum sambandsins. Við komum saman á stuttum stjórnarfundi í hádeginu og stjórnin ákvað að fara með málið fyrir aga- og úrskurðarnefnd, til að hún taki málið fyrir og þar til bærir aðilar taki á málinu,“ sagði Hannes. Stjórn KKÍ tók því ekki afstöðu til málsins og nú tekur við bið eftir gagnaöflun og niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndarinnar. Búast má við að sú bið verði lengri en til mánaðamóta, en næsta umferð í bikarnum á að vera spiluð 30. og 31. október. Hannes segir að leik Njarðvíkur og Tindastóls verði sennilega frestað þar til að niðurstaða fæst í það hvort að andstæðingur Njarðvíkur verður Tindastóll eða Haukar. „Við þurfum að skrifa upp okkar greinargerð og annað til nefndarinnar, og getum vonandi skilað því af okkur í fyrramálið. Þá mun Tindastóll fá sinn tíma til að skila sinni vörn og sínum skoðunum, og mun væntanlega fá sjö daga í það. Nefndin muni svo eflaust taka sinn tíma og því er ekki von á niðurstöðu fyrr en eftir 2-3 vikur myndi ég halda,“ segir Hannes.
VÍS-bikarinn Tindastóll Haukar Körfubolti Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Sjá meira