Ayala: Vörnin hélt okkur á floti í dag Árni Jóhannsson skrifar 20. október 2022 22:20 Eric Ayala skoraði 28 stig í kvöld og hitti úr fimm þriggja stiga skotum meðal annars. Vísir/Hulda Margrét Eric Ayala var stigahæsti leikmaður leiksins þegar Keflvíkingar unnu Grindavík 96-87 í Subway deild karla í körfuknattleik. Ayala skoraði 28 stig og voru mörg þeirra af mikilvægari gerðinni þegar heimamenn þurftu á körfum að halda. Hann var spurður að því hvað hans menn hefðu gert rétt í kvöld til að sækja sigurinn. „Við spiluðum bara af hörku í dag. Í hvert skipti sem við vorum með boltann gerðum við vel og vorum mjög árvökulir. Náðum í lausa bolta þegar við þurftum og náðum í stopp þegar við þurftum á því að halda. Vörnin hélt okkur á floti í dag og hefur verið að gera það.“ Þó varnarleikurinn hafi verið sterkur hjá Keflvíkingum í kvöld þá var sóknin mjög skilvirk og fengu Keflvíkingar stig úr mörgum áttum. Það hlýtur að vera þægilegt að vera í þannig liði. „Algjörlega. Margir sem stigu upp, sérstaklega þegar það vantaði aðal leikstjórnandann [Hörð Axel Vilhjálmsson]. Það er mjög gott að sjá það og að við missum ekki taktinn við meiðslin hans. Við viljum bara halda áfram eftir því plani sem þjálfarinn leggur upp.“ Eric Ayala skoraði eins og áður segir 28 stig en hann hitti úr fimm af níu þriggja stiga skotum sínum. Hann var spurður að því hvaða skipanir hann sjálfur væri að fá frá Hjalta þjálfara en það lítur út fyrir að vera mjög létt verk fyrir hann að sækja körfur. „Ég á bara að vera ég sjálfur. Ég á að fara þarna út og lesa í leikinn og vera árásargjarn. Við erum svo bara að reyna að vinna þegar öllu er á botninn hvolft. Það skiptir mig mestu máli ef ég á að vera hreinskilinn og reyni bara að hjálpa liðinu að vinna.“ Að lokum var Ayala spurður út í hvernig honum litist á deildina nú þegar þrjár umferðir væru búnar. „Mér líst vel á hana. Liðin eru vel samkeppnishæf og hvert lið er ný áskorun út af fyrir sig. Við erum með mikið af góðum leikmönnum og fáum nýja áskorun í hverjum leik. Það er mikilvægt fyrir okkur að fara út á völlinn og spila okkar leik. Ef við gerum það þá eigum við góða möguleika á sigri.“ Keflavík ÍF Subway-deild karla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Keflavík - Valur | Hörkuleikur í Blue-höllinni Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Sjá meira
Hann var spurður að því hvað hans menn hefðu gert rétt í kvöld til að sækja sigurinn. „Við spiluðum bara af hörku í dag. Í hvert skipti sem við vorum með boltann gerðum við vel og vorum mjög árvökulir. Náðum í lausa bolta þegar við þurftum og náðum í stopp þegar við þurftum á því að halda. Vörnin hélt okkur á floti í dag og hefur verið að gera það.“ Þó varnarleikurinn hafi verið sterkur hjá Keflvíkingum í kvöld þá var sóknin mjög skilvirk og fengu Keflvíkingar stig úr mörgum áttum. Það hlýtur að vera þægilegt að vera í þannig liði. „Algjörlega. Margir sem stigu upp, sérstaklega þegar það vantaði aðal leikstjórnandann [Hörð Axel Vilhjálmsson]. Það er mjög gott að sjá það og að við missum ekki taktinn við meiðslin hans. Við viljum bara halda áfram eftir því plani sem þjálfarinn leggur upp.“ Eric Ayala skoraði eins og áður segir 28 stig en hann hitti úr fimm af níu þriggja stiga skotum sínum. Hann var spurður að því hvaða skipanir hann sjálfur væri að fá frá Hjalta þjálfara en það lítur út fyrir að vera mjög létt verk fyrir hann að sækja körfur. „Ég á bara að vera ég sjálfur. Ég á að fara þarna út og lesa í leikinn og vera árásargjarn. Við erum svo bara að reyna að vinna þegar öllu er á botninn hvolft. Það skiptir mig mestu máli ef ég á að vera hreinskilinn og reyni bara að hjálpa liðinu að vinna.“ Að lokum var Ayala spurður út í hvernig honum litist á deildina nú þegar þrjár umferðir væru búnar. „Mér líst vel á hana. Liðin eru vel samkeppnishæf og hvert lið er ný áskorun út af fyrir sig. Við erum með mikið af góðum leikmönnum og fáum nýja áskorun í hverjum leik. Það er mikilvægt fyrir okkur að fara út á völlinn og spila okkar leik. Ef við gerum það þá eigum við góða möguleika á sigri.“
Keflavík ÍF Subway-deild karla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Keflavík - Valur | Hörkuleikur í Blue-höllinni Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Sjá meira