Fulltrúar Íslands komu í veg fyrir atkvæðagreiðslu um griðasvæði hvala Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2022 10:58 Stuðningsfólk griðasvæðis fyrir hvali í Suður-Atlantshafi fyrir utan ársfund Alþjóðahvalveiðiráðsins í Brasilíu árið 2018. Vísir/EPA Sendinefnd Íslands hjá Alþjóðahvalveiðiráðinu gekk út af fundi ásamt hópi annarra ríkja til þess að koma í veg fyrir að atkvæðagreiðsla um griðasvæði hvala í Suður-Atlantshafi gæti farið fram. Íslensk stjórnvöld segjast telja að ólýðræðislegt hefði verið að halda atkvæðagreiðsluna. Tillaga um stofnun griðasvæðis hvala í Suður-Atlantshafi hefur velkst um innan Alþjóðahvalveiðiráðsins um árabil. Einfaldur meirihluti aðildarríkjanna styður tillöguna og hefur greitt henni atkvæði sitt áður en aukinn meirihluta þarf til þess að samþykkja hana. Til stóð að taka hana til atkvæðagreiðslu á ársfundi ráðsins í Portoroz í Slóveníu í gær en þá bar svo til að sendinefndir Íslands og fjórtán annarra ríkja gengu út. Fyrir vikið var ekki ákvörðunarbær meirihluti á fundinum til þess að atkvæðagreiðslan gæti farið fram. Íslenska nefndin er skipuð fjórum fulltrúum. Þrír koma frá matvælaráðuneytinu, utanríkisráðuneytinu og Hafrannsóknastofnun en sá fjórði er Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. Dagurinn í gær á ársfundinum er sagður hafa verið „snúinn“ í samantekt á vef Alþjóðahvalveiðiráðsins. Þar er talað um „fjarveru sumra ríkisstjórna“ við umræðu um tillöguna um griðasvæðið sem hafi komið í veg fyrir atkvæðagreiðslu. Matt Collis, varaforseti náttúruverndarsamtakanna IFAW, tísti um að ríkin sem gengu út hafi óttast að tapa atkvæðagreiðslunni um griðasvæðið. Hann segir að auk Íslands hafi fulltrúar Antígva og Barbúda, Beníns, Kambódíu, Fílabeinsstrandarinnar, Gana, Kíríbatí, Laos, Líberíu, Máritaníu, Marokkó, Nárú, Palá, St Lúsíu og Salomoneyja verið fjarstaddir. breaking news: pro-whaling nations at #IWC68 refuse to join sessions, breaking quorum required for any decision-making. This is all because they fear losing a vote on establishing a South Atlantic Whale Sanctuary (where none of them hunt or want to hunt whales)— Matt Collis (@MattCollisIFAW) October 20, 2022 Óeðlilegt að greiða atkvæði um tillöguna Dúi Landmark, upplýsingafulltrúi matvælaráðuneytisins, staðfestir við Vísi að íslenska sendinefndin hafi yfirgefið fundinn þegar atkvæðagreiðslan átti að fara fram. Í skriflegu svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis og fleiri fjölmiðla kemur fram að innan við tvö af hverjum þremur aðildarríkjum ráðsins hafi verið með fulltrúa á fundinum í ár af ýmsum ástæðum. Fulltrúar þróunarríkja í Afríku og eyríkja í Karíbahafi hafi bent á að óeðlilegt væri að taka mikilvægar ákvarðanir á fundinum í því ljósi. Hópur ríkja hafi reynt að þvinga fram atkvæðagreiðslu um tillöguna um griðasvæðið þrátt fyrir þetta. Íslensk stjórnvöld telji hana ekki fullnægja skilyrðum í stofnsamningi Alþjóðahvalveiðiráðsins. „Þar af leiðandi telur Ísland óeðlilegt að gengið sé til atkvæða um slíka tillögu þegar skilyrðum stofnsamningsins er ekki fullnægt og fjöldi aðildarríkja hefur ekki tök á því að tjá sig efnislega um viðkomandi tillögu með þátttöku og umræðum á ársfundinum,“ segir í svari ráðuneytisins. Engu að síður hélt ársfundurinn áfram eftir að tillagan var tekin af dagskrá í gær og samþykkti ráðið ályktun um plastmengun í hafi. Á vefsíðu Alþjóðahvalveiðiráðsins kemur fram að eftir umræður um ályktunarhæfni funda og ákvörðunarbæran meirihluta hafi verið ákveðið að reglur um það verði fyrsta mál á dagskrá áður en nokkrar aðrar ákvarðanir verða teknar á næsta ársfundi ráðsins. Hvalveiðar Hvalir Utanríkismál Sjávarútvegur Umhverfismál Dýr Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Sjá meira
Tillaga um stofnun griðasvæðis hvala í Suður-Atlantshafi hefur velkst um innan Alþjóðahvalveiðiráðsins um árabil. Einfaldur meirihluti aðildarríkjanna styður tillöguna og hefur greitt henni atkvæði sitt áður en aukinn meirihluta þarf til þess að samþykkja hana. Til stóð að taka hana til atkvæðagreiðslu á ársfundi ráðsins í Portoroz í Slóveníu í gær en þá bar svo til að sendinefndir Íslands og fjórtán annarra ríkja gengu út. Fyrir vikið var ekki ákvörðunarbær meirihluti á fundinum til þess að atkvæðagreiðslan gæti farið fram. Íslenska nefndin er skipuð fjórum fulltrúum. Þrír koma frá matvælaráðuneytinu, utanríkisráðuneytinu og Hafrannsóknastofnun en sá fjórði er Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. Dagurinn í gær á ársfundinum er sagður hafa verið „snúinn“ í samantekt á vef Alþjóðahvalveiðiráðsins. Þar er talað um „fjarveru sumra ríkisstjórna“ við umræðu um tillöguna um griðasvæðið sem hafi komið í veg fyrir atkvæðagreiðslu. Matt Collis, varaforseti náttúruverndarsamtakanna IFAW, tísti um að ríkin sem gengu út hafi óttast að tapa atkvæðagreiðslunni um griðasvæðið. Hann segir að auk Íslands hafi fulltrúar Antígva og Barbúda, Beníns, Kambódíu, Fílabeinsstrandarinnar, Gana, Kíríbatí, Laos, Líberíu, Máritaníu, Marokkó, Nárú, Palá, St Lúsíu og Salomoneyja verið fjarstaddir. breaking news: pro-whaling nations at #IWC68 refuse to join sessions, breaking quorum required for any decision-making. This is all because they fear losing a vote on establishing a South Atlantic Whale Sanctuary (where none of them hunt or want to hunt whales)— Matt Collis (@MattCollisIFAW) October 20, 2022 Óeðlilegt að greiða atkvæði um tillöguna Dúi Landmark, upplýsingafulltrúi matvælaráðuneytisins, staðfestir við Vísi að íslenska sendinefndin hafi yfirgefið fundinn þegar atkvæðagreiðslan átti að fara fram. Í skriflegu svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis og fleiri fjölmiðla kemur fram að innan við tvö af hverjum þremur aðildarríkjum ráðsins hafi verið með fulltrúa á fundinum í ár af ýmsum ástæðum. Fulltrúar þróunarríkja í Afríku og eyríkja í Karíbahafi hafi bent á að óeðlilegt væri að taka mikilvægar ákvarðanir á fundinum í því ljósi. Hópur ríkja hafi reynt að þvinga fram atkvæðagreiðslu um tillöguna um griðasvæðið þrátt fyrir þetta. Íslensk stjórnvöld telji hana ekki fullnægja skilyrðum í stofnsamningi Alþjóðahvalveiðiráðsins. „Þar af leiðandi telur Ísland óeðlilegt að gengið sé til atkvæða um slíka tillögu þegar skilyrðum stofnsamningsins er ekki fullnægt og fjöldi aðildarríkja hefur ekki tök á því að tjá sig efnislega um viðkomandi tillögu með þátttöku og umræðum á ársfundinum,“ segir í svari ráðuneytisins. Engu að síður hélt ársfundurinn áfram eftir að tillagan var tekin af dagskrá í gær og samþykkti ráðið ályktun um plastmengun í hafi. Á vefsíðu Alþjóðahvalveiðiráðsins kemur fram að eftir umræður um ályktunarhæfni funda og ákvörðunarbæran meirihluta hafi verið ákveðið að reglur um það verði fyrsta mál á dagskrá áður en nokkrar aðrar ákvarðanir verða teknar á næsta ársfundi ráðsins.
Hvalveiðar Hvalir Utanríkismál Sjávarútvegur Umhverfismál Dýr Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Sjá meira