Halldór fer með rangt mál Róbert Farestveit og Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifa 21. október 2022 16:00 Í aðdraganda kjarasamninga er því iðulega haldið fram að lítið sem ekkert svigrúm sé til launahækkana. Slíkar fullyrðingar hafa verið settar fram frá fjármálahruni óháð stöðu efnahagslífs, bæði í uppsveiflu og niðursveiflu. Halldór Benjamín, framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins, sagði þetta ekki vera rétt í pallborðsumræðum eftir kynningu á hagspá Landsbankans. Verkalýðsforystan þekkir hins vegar mætavel að atvinnurekendur töldu lítið eða ekkert svigrúm til staðar árið 2012[1], 2013[2], 2015[3] og 2018[4]. Samtök Atvinnulífsins nota gjarnan þá þumalputtareglu að svigrúm til launahækkana sé 4%, það er 2,5% verðbólgumarkmið að viðbættri forsendu um 1,5% framleiðnivöxt. En hvers vegna hefur þá kaupmáttur vaxið síðasta áratug og verðbólga verið lág? Fyrir þessu eru tvær ástæður. Raunlaun lækkuðu verulega í hruninu Launahlutfall lýsir þeim hluta verðmætasköpunar sem rennur til launafólks í formi launa og tengdra gjalda. Á árunum 2007-2009 varð óðaverðbólga og efnahagshrun til þess að lækka raunlaun, þ.e. kaupmátt launa. Þessu kjósa atvinnurekendur að horfa framhjá. Launahlutfallið féll um 18 prósentustig, m.ö.o. sá hlutur sem fyrirtæki greiddu í laun og tengd gjöld lækkaði og sá hlutur sem rann til eigenda jókst. Síðastliðinn áratug hefur verkalýðshreyfingin verið að vinna upp tapaðan kaupmátt. Með öðrum orðum, þá var svigrúm til launahækkana. Launahlutfall er í dag í takt við langtímameðaltal. Hafa ber þó í huga að hluti af hækkuninni skýrist af auknu umfangi ferðaþjónustunnar í verðmætasköpun, þ.e. mannaflafrekri grein með hátt launahlutfall. Aðsent Framleiðnivöxtur er vanmetinn Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins vísar einnig til þess að laun geti að jafnaði einungis hækkað um 4%, þ.e. verðbólgumarkmið að viðbættri forsendu um 1,5% framleiðnivöxt. Hefði verkalýðshreyfingin fylgt einfaldri þumalputtareglu um 2,5% + framleiðni frá efnahagshruni hefðu laun á Íslandi verið 297 milljörðum lægri á árinu 2021 en raunin varð. Líkt og ASÍ hefur bent á eru útreikningar á framleiðni verulega háðir forsendum, aðferðum, viðmiðunartímabilum og gögnum.[5] Réttast er að horfa á framleiðnivöxt í einkageira og undanskilja áhrif hins opinbera.[6] Sé miðað við einkageirann var framleiðnivöxtur meiri en 1,5% 16 af 24 síðustu árum og að meðaltali 3,3% á ári. Á síðasta ári jókst framleiðni um 4,1%.[7] Einföld þumalputtaregla um 1,5% framleiðnivöxt felur að líkindum í sér vanmat á framleiðnivexti og þar af leiðandi svigrúmi til launahækkana. Í þriðja lagi felur slík einföldun í sér að ekki er horft til áhrifa viðskiptakjara en þróun viðskiptakjara er hluti af svigrúmi til launahækkana. Viðskiptakjör hafa áhrif á getu útflutningsgreina til að standa undir launahækkunum, bæði jákvæð og neikvæð.[8] Aðsent Verkefnið framundan Með því að hrópa úlfur úlfur og lýsa því alltaf yfir að ekkert svigrúm sé til staðar, þó afkoma fyrirtækja fari vaxandi, þó viðskiptakjör fari batnandi og launahlutfall sé stöðugt tala atvinnurekendur upp verðbólgu og verðbólguvæntingar. Það er ábyrgðarhluti að segja rétt frá. Því ber þó að fagna að nýr tónn heyrðist Halldóri í pallborðinu þar sem hann tók undir með verkalýðshreyfingunni og sagði að svigrúm væri til staðar en því þyrfti að ráðstafa rétt. Það er verkefni komandi kjaraviðræðna. Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti ASÍ Róbert Farestveit, hagfræðingur ASÍ [1] https://www.visir.is/g/20121423392d [2] https://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/09/25/svigrum_til_launahaekkana_0_5_2_prosent/ [3] https://www.visir.is/g/2015150109474/svigrum-til-launahaekkana-3-til-4-prosent [4] https://www.sa.is/frettatengt/frettir/svigrum-til-launahaekkana-litid [5] Sjá https://www.asi.is/media/317640/greinargerd-thjodhagsrad-laun-og-framleidni-1.pdf [6] Verg landsframleiðsla mælir verðmæti vara og þjónustu sem framleidd er í landinu. Fyrir vörur og þjónustu sem seld er á markaði er meginreglan sú að notast er við markaðsverð. Þegar verðmæti samneyslu er metin er ekki hægt að notast við markaðsverð. Megnið er þjónusta sem hið opinbera fjármagnar og markaðsverð ekki til fyrir samneyslu. Verðmæti samneyslu í þjóðhagsreikningum byggir á kostnaði. Þess vegna eru gögn um framleiðni og launahlutfall ekki jafn upplýsandi fyrir samneyslu og fyrir einkageirann. [7] Sjá https://www.asi.is/frettir-og-utgafa/frettir/almennar-frettir/framleidni-haekkar-umfram-laun/ [8] Viðskiptakjarabati felst í því að verðlag á útflutningi hækkar í hlutfalli við verðlag á innflutningi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Efnahagsmál Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda kjarasamninga er því iðulega haldið fram að lítið sem ekkert svigrúm sé til launahækkana. Slíkar fullyrðingar hafa verið settar fram frá fjármálahruni óháð stöðu efnahagslífs, bæði í uppsveiflu og niðursveiflu. Halldór Benjamín, framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins, sagði þetta ekki vera rétt í pallborðsumræðum eftir kynningu á hagspá Landsbankans. Verkalýðsforystan þekkir hins vegar mætavel að atvinnurekendur töldu lítið eða ekkert svigrúm til staðar árið 2012[1], 2013[2], 2015[3] og 2018[4]. Samtök Atvinnulífsins nota gjarnan þá þumalputtareglu að svigrúm til launahækkana sé 4%, það er 2,5% verðbólgumarkmið að viðbættri forsendu um 1,5% framleiðnivöxt. En hvers vegna hefur þá kaupmáttur vaxið síðasta áratug og verðbólga verið lág? Fyrir þessu eru tvær ástæður. Raunlaun lækkuðu verulega í hruninu Launahlutfall lýsir þeim hluta verðmætasköpunar sem rennur til launafólks í formi launa og tengdra gjalda. Á árunum 2007-2009 varð óðaverðbólga og efnahagshrun til þess að lækka raunlaun, þ.e. kaupmátt launa. Þessu kjósa atvinnurekendur að horfa framhjá. Launahlutfallið féll um 18 prósentustig, m.ö.o. sá hlutur sem fyrirtæki greiddu í laun og tengd gjöld lækkaði og sá hlutur sem rann til eigenda jókst. Síðastliðinn áratug hefur verkalýðshreyfingin verið að vinna upp tapaðan kaupmátt. Með öðrum orðum, þá var svigrúm til launahækkana. Launahlutfall er í dag í takt við langtímameðaltal. Hafa ber þó í huga að hluti af hækkuninni skýrist af auknu umfangi ferðaþjónustunnar í verðmætasköpun, þ.e. mannaflafrekri grein með hátt launahlutfall. Aðsent Framleiðnivöxtur er vanmetinn Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins vísar einnig til þess að laun geti að jafnaði einungis hækkað um 4%, þ.e. verðbólgumarkmið að viðbættri forsendu um 1,5% framleiðnivöxt. Hefði verkalýðshreyfingin fylgt einfaldri þumalputtareglu um 2,5% + framleiðni frá efnahagshruni hefðu laun á Íslandi verið 297 milljörðum lægri á árinu 2021 en raunin varð. Líkt og ASÍ hefur bent á eru útreikningar á framleiðni verulega háðir forsendum, aðferðum, viðmiðunartímabilum og gögnum.[5] Réttast er að horfa á framleiðnivöxt í einkageira og undanskilja áhrif hins opinbera.[6] Sé miðað við einkageirann var framleiðnivöxtur meiri en 1,5% 16 af 24 síðustu árum og að meðaltali 3,3% á ári. Á síðasta ári jókst framleiðni um 4,1%.[7] Einföld þumalputtaregla um 1,5% framleiðnivöxt felur að líkindum í sér vanmat á framleiðnivexti og þar af leiðandi svigrúmi til launahækkana. Í þriðja lagi felur slík einföldun í sér að ekki er horft til áhrifa viðskiptakjara en þróun viðskiptakjara er hluti af svigrúmi til launahækkana. Viðskiptakjör hafa áhrif á getu útflutningsgreina til að standa undir launahækkunum, bæði jákvæð og neikvæð.[8] Aðsent Verkefnið framundan Með því að hrópa úlfur úlfur og lýsa því alltaf yfir að ekkert svigrúm sé til staðar, þó afkoma fyrirtækja fari vaxandi, þó viðskiptakjör fari batnandi og launahlutfall sé stöðugt tala atvinnurekendur upp verðbólgu og verðbólguvæntingar. Það er ábyrgðarhluti að segja rétt frá. Því ber þó að fagna að nýr tónn heyrðist Halldóri í pallborðinu þar sem hann tók undir með verkalýðshreyfingunni og sagði að svigrúm væri til staðar en því þyrfti að ráðstafa rétt. Það er verkefni komandi kjaraviðræðna. Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti ASÍ Róbert Farestveit, hagfræðingur ASÍ [1] https://www.visir.is/g/20121423392d [2] https://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/09/25/svigrum_til_launahaekkana_0_5_2_prosent/ [3] https://www.visir.is/g/2015150109474/svigrum-til-launahaekkana-3-til-4-prosent [4] https://www.sa.is/frettatengt/frettir/svigrum-til-launahaekkana-litid [5] Sjá https://www.asi.is/media/317640/greinargerd-thjodhagsrad-laun-og-framleidni-1.pdf [6] Verg landsframleiðsla mælir verðmæti vara og þjónustu sem framleidd er í landinu. Fyrir vörur og þjónustu sem seld er á markaði er meginreglan sú að notast er við markaðsverð. Þegar verðmæti samneyslu er metin er ekki hægt að notast við markaðsverð. Megnið er þjónusta sem hið opinbera fjármagnar og markaðsverð ekki til fyrir samneyslu. Verðmæti samneyslu í þjóðhagsreikningum byggir á kostnaði. Þess vegna eru gögn um framleiðni og launahlutfall ekki jafn upplýsandi fyrir samneyslu og fyrir einkageirann. [7] Sjá https://www.asi.is/frettir-og-utgafa/frettir/almennar-frettir/framleidni-haekkar-umfram-laun/ [8] Viðskiptakjarabati felst í því að verðlag á útflutningi hækkar í hlutfalli við verðlag á innflutningi.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun