Tveggja ára dómur fyrir vændiskaup og alvarlegar líkamsárásir Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. október 2022 18:46 Landsréttur kvað upp dóm sinn í dag. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa greitt fyrir vændi, beitt tvær konur alvarlegu ofbeldi og brotið gegn valdstjórninni. Landsréttur sneri hins vegar við niðurstöðu héraðsdóms sem hafði sakfellt manninn fyrir tilraun til nauðgunar vegna óskýrleika í ákæru. Aukinheldur féllst rétturinn ekki á niðurstöðu héraðsdóms um að ofbeldi hans gagnvart kærustu sinni teldist til ofbeldis í nánu sambandi. Í dómi Landsréttar voru tekin fyrir brot gegn tveimur konum sem og valdstjórninni. Er hann sakfelldur fyrir að hafa beitt konu ofbeldi með því að veitast að henni og taka hana hálstaki þannig að hún missti meðvitund. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir að hafa hótað að drepa brotaþola. Maðurinn játaði að hafa greitt nokkrum sinnum fyrir vændi af konunni. Féllst ekki á tilraun til nauðgunar Í dómnum hafði konan sem maðurinn keypti vændi af lýst því að maðurinn hafi ýtt henni upp á rúm á dvalarstað hennar togað í nærbuxur sem hún klæddist á meðan hann veittist að henni. Einnig lýsti brotaþoli því að maðurinn hefði ýtt henni niður á rúmið og sagt: „Ég verð á fá kynlíf, ég fæ það ekki með munnmökum“. Meðal gagna málsins var símtal konunnar á neyðarmóttöku þar sem heyrist í manninum snöggreiðast er hann áttar sig á því að hún sé að hringja á eftir hjálp. Í dómi héraðsdóms er nánar lýst samskiptum þeirra sem heyrast í símtalinu. Héraðsdómur hafði, í samræmi við fyrrgreinda frásögn, sakfellt manninn fyrir tilraun til að nauðga konunni. Landsréttur taldi hins vegar að meintri háttsemi mannsins er laut að tilraun hans til nauðgunar hafi ekki verið lýst í ákærutexta. Var ákæruvaldið talið bera ábyrgð á óskýrleika í ákæru sem var talin til þess fallinn að gera varnir ákærða ábótavant. Ósammála um eðli sambands Þá voru einnig tekin fyrir tvö ofbeldisbrot mannsins gegn konu, annars vegar á heimili hennar og hins vegar á hóteli. Við rannsókn lögreglu var miðað við að konan væri kærasta hans. Í dómi héraðsdóms var maðurinn dæmdur fyrir brot í nánu sambandi en brotaþoli hafði við skýrslutökur lýst því að þau hefðu verið í sambúð. Héraðsdómur taldi ekkert hafa komði fram sem gat stutt þann framburð ákærða að hann hafi verið búsettur. Landsréttur var þessu ósammála og vísaði til þess að ákærða og brotaþola hafi ekki borið saman um hvort þau hafi verið í sambúð. Landséttur taldi að samband þeirra hafi verið skammvinnt og að ítrekuð rof hafi verið á því. Var því ekki talið að slík tengsl hafi myndast að sambandið gæti talist náið. Einnig er maðurinn dæmdur fyrir brot gegn valdstjórninni fyrir að reyna að skalla lögreglumann sem ætlaði að handtaka hann í apríl 2020. Þá er hann einnig dæmdur fyrir að hafa bitið lögreglumann í lærið með þeim afleiðingum að hann hlaut mar. Í ágúst sama ár þegar lögregla sinnti skyldustörfum að handtaka manninn sparkaði hann í maga lögreglumanns með þeim afleiðingum að hann marðist. Þá hrækti hann einnig framan í lögreglumanninn. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Sjá meira
Í dómi Landsréttar voru tekin fyrir brot gegn tveimur konum sem og valdstjórninni. Er hann sakfelldur fyrir að hafa beitt konu ofbeldi með því að veitast að henni og taka hana hálstaki þannig að hún missti meðvitund. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir að hafa hótað að drepa brotaþola. Maðurinn játaði að hafa greitt nokkrum sinnum fyrir vændi af konunni. Féllst ekki á tilraun til nauðgunar Í dómnum hafði konan sem maðurinn keypti vændi af lýst því að maðurinn hafi ýtt henni upp á rúm á dvalarstað hennar togað í nærbuxur sem hún klæddist á meðan hann veittist að henni. Einnig lýsti brotaþoli því að maðurinn hefði ýtt henni niður á rúmið og sagt: „Ég verð á fá kynlíf, ég fæ það ekki með munnmökum“. Meðal gagna málsins var símtal konunnar á neyðarmóttöku þar sem heyrist í manninum snöggreiðast er hann áttar sig á því að hún sé að hringja á eftir hjálp. Í dómi héraðsdóms er nánar lýst samskiptum þeirra sem heyrast í símtalinu. Héraðsdómur hafði, í samræmi við fyrrgreinda frásögn, sakfellt manninn fyrir tilraun til að nauðga konunni. Landsréttur taldi hins vegar að meintri háttsemi mannsins er laut að tilraun hans til nauðgunar hafi ekki verið lýst í ákærutexta. Var ákæruvaldið talið bera ábyrgð á óskýrleika í ákæru sem var talin til þess fallinn að gera varnir ákærða ábótavant. Ósammála um eðli sambands Þá voru einnig tekin fyrir tvö ofbeldisbrot mannsins gegn konu, annars vegar á heimili hennar og hins vegar á hóteli. Við rannsókn lögreglu var miðað við að konan væri kærasta hans. Í dómi héraðsdóms var maðurinn dæmdur fyrir brot í nánu sambandi en brotaþoli hafði við skýrslutökur lýst því að þau hefðu verið í sambúð. Héraðsdómur taldi ekkert hafa komði fram sem gat stutt þann framburð ákærða að hann hafi verið búsettur. Landsréttur var þessu ósammála og vísaði til þess að ákærða og brotaþola hafi ekki borið saman um hvort þau hafi verið í sambúð. Landséttur taldi að samband þeirra hafi verið skammvinnt og að ítrekuð rof hafi verið á því. Var því ekki talið að slík tengsl hafi myndast að sambandið gæti talist náið. Einnig er maðurinn dæmdur fyrir brot gegn valdstjórninni fyrir að reyna að skalla lögreglumann sem ætlaði að handtaka hann í apríl 2020. Þá er hann einnig dæmdur fyrir að hafa bitið lögreglumann í lærið með þeim afleiðingum að hann hlaut mar. Í ágúst sama ár þegar lögregla sinnti skyldustörfum að handtaka manninn sparkaði hann í maga lögreglumanns með þeim afleiðingum að hann marðist. Þá hrækti hann einnig framan í lögreglumanninn.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Sjá meira