Sunak verður næsti forsætisráðherra Breta Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2022 13:03 Rishi Sunak, mun taka við embætti forsætisráðherra Bretlands. AP/Aberto Pezzali Rishi Sunak verður nýr leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra. Hann stóð einn eftir í keppninni um sætið eftir að Penny Mordaunt steig til hliðar rétt fyrir klukkan eitt að íslenskum tíma. Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, dró sig til hlés í gær. Mordaunt tókst ekki að verða sér út um stuðning þeirra hundrað þingmanna flokksins sem þarf til að eiga möguleika á því að verða leiðtogi Íhaldsflokksins. Sky News segir fáa þingmenn hafa viljað lýsa yfir stuðningi við hana en að stuðningsmönnum Sunaks hafi fjölgað í morgun. Sjá einnig: Niðurskurður og skattahækkanir í farvatninu nái Sunak kjöri Í yfirlýsingu sem Mordaunt sendi frá sér í hádeginu sagði hún Breta ganga í gegnum fordæmalausa tíma. Ljóst væri að þingmönnum fyndist þörf á stöðugleika. pic.twitter.com/w76rEvJdyQ— Penny Mordaunt (@PennyMordaunt) October 24, 2022 Einungis sjö vikur eru síðan sambærileg barátta um leiðtogaembættið fór fram innan Íhaldsflokksins. Þá sigraði Liz Truss Sunak með miklum yfirburðum. Forsætisráðherratíð hennar varði ekki lengi. Truss lét af embætti þegar henni varð ljóst að efnahagsaðgerðir sem hún vildi fara í nutu mjög lítillar hylli innan Íhaldsflokksins og meðal bresku þjóðarinnar. Sjá einnig: Truss segir af sér í skugga glundroða innan Íhaldsflokksins Truss varð þar með sá breski forsætisráðherra sem styst hefur setið í embætti. Sjá einnig: Kálið, Stóri-Sam og allt það sem entist lengur en Truss Sunak er 42 ára gamall og foreldrar hans voru af indverskum uppruna. Hann verður því fyrsti forsætisráðherra Bretlands sem á rætur að rekja til Indlands og um leið fyrsti forsætisráðherrann sem er ekki hvítur á hörund. Hann var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Borisar Johnsons. Hann tók við því embætti um vorið 2020 og var því við stjórnina í fjármálaráðuneytinu gegnum versta tíma faraldurs Covid. BBC segir að þá hafi vinsældir hans aukist nokkuð á landsvísu. Það voru Sunak og Sajid Javid, heilbrigðisráðherra, sem voru fyrstir til að segja af sér úr þeirri ríkisstjórn vegna ítrekaðra hneykslismála Johnsons. Sunak og Akshata Murty, eiginkona hans, eru mjög auðug. Sunak hefur verið gagnrýndur vegna þessa og þá sérstaklega með tilliti til þess að hann er sagður eiga erfitt með að setja sig í spor almennings varðandi hækkandi verð í Bretlandi. Bretland Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Boris Johnson gefur ekki kost á sér Boris Johnson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér fyrir leiðtogakjör breska Íhaldsflokksins. Allar líkur eru nú á því að Rishi Sunak verði næsti forsætisráðherra Bretlands. 23. október 2022 20:15 Sunak gæti hreppt hnossið strax í dag Mestar líkur eru nú taldar á því að Rishi Sunak verði næsti leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra, jafnvel strax í dag. 24. október 2022 06:53 Sunak staðfestir framboð Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, hefur formlega tilkynnt að hann muni bjóða sig fram í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Hann sækist þar með eftir því að verða næsti forsætisráðherra Bretlands. 23. október 2022 10:21 Leynilegur fundur Johnson og Sunak Frestur til að gefa kost á sér sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins nálgast óðfluga. Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, og Rishi Sunak, sem nýtur mesta fylgis þingliðs Íhaldsflokksins, eru sagðir leggja á ráðin um leiðtogakjör flokksins. 23. október 2022 00:02 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Sjá meira
Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, dró sig til hlés í gær. Mordaunt tókst ekki að verða sér út um stuðning þeirra hundrað þingmanna flokksins sem þarf til að eiga möguleika á því að verða leiðtogi Íhaldsflokksins. Sky News segir fáa þingmenn hafa viljað lýsa yfir stuðningi við hana en að stuðningsmönnum Sunaks hafi fjölgað í morgun. Sjá einnig: Niðurskurður og skattahækkanir í farvatninu nái Sunak kjöri Í yfirlýsingu sem Mordaunt sendi frá sér í hádeginu sagði hún Breta ganga í gegnum fordæmalausa tíma. Ljóst væri að þingmönnum fyndist þörf á stöðugleika. pic.twitter.com/w76rEvJdyQ— Penny Mordaunt (@PennyMordaunt) October 24, 2022 Einungis sjö vikur eru síðan sambærileg barátta um leiðtogaembættið fór fram innan Íhaldsflokksins. Þá sigraði Liz Truss Sunak með miklum yfirburðum. Forsætisráðherratíð hennar varði ekki lengi. Truss lét af embætti þegar henni varð ljóst að efnahagsaðgerðir sem hún vildi fara í nutu mjög lítillar hylli innan Íhaldsflokksins og meðal bresku þjóðarinnar. Sjá einnig: Truss segir af sér í skugga glundroða innan Íhaldsflokksins Truss varð þar með sá breski forsætisráðherra sem styst hefur setið í embætti. Sjá einnig: Kálið, Stóri-Sam og allt það sem entist lengur en Truss Sunak er 42 ára gamall og foreldrar hans voru af indverskum uppruna. Hann verður því fyrsti forsætisráðherra Bretlands sem á rætur að rekja til Indlands og um leið fyrsti forsætisráðherrann sem er ekki hvítur á hörund. Hann var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Borisar Johnsons. Hann tók við því embætti um vorið 2020 og var því við stjórnina í fjármálaráðuneytinu gegnum versta tíma faraldurs Covid. BBC segir að þá hafi vinsældir hans aukist nokkuð á landsvísu. Það voru Sunak og Sajid Javid, heilbrigðisráðherra, sem voru fyrstir til að segja af sér úr þeirri ríkisstjórn vegna ítrekaðra hneykslismála Johnsons. Sunak og Akshata Murty, eiginkona hans, eru mjög auðug. Sunak hefur verið gagnrýndur vegna þessa og þá sérstaklega með tilliti til þess að hann er sagður eiga erfitt með að setja sig í spor almennings varðandi hækkandi verð í Bretlandi.
Bretland Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Boris Johnson gefur ekki kost á sér Boris Johnson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér fyrir leiðtogakjör breska Íhaldsflokksins. Allar líkur eru nú á því að Rishi Sunak verði næsti forsætisráðherra Bretlands. 23. október 2022 20:15 Sunak gæti hreppt hnossið strax í dag Mestar líkur eru nú taldar á því að Rishi Sunak verði næsti leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra, jafnvel strax í dag. 24. október 2022 06:53 Sunak staðfestir framboð Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, hefur formlega tilkynnt að hann muni bjóða sig fram í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Hann sækist þar með eftir því að verða næsti forsætisráðherra Bretlands. 23. október 2022 10:21 Leynilegur fundur Johnson og Sunak Frestur til að gefa kost á sér sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins nálgast óðfluga. Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, og Rishi Sunak, sem nýtur mesta fylgis þingliðs Íhaldsflokksins, eru sagðir leggja á ráðin um leiðtogakjör flokksins. 23. október 2022 00:02 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Sjá meira
Boris Johnson gefur ekki kost á sér Boris Johnson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér fyrir leiðtogakjör breska Íhaldsflokksins. Allar líkur eru nú á því að Rishi Sunak verði næsti forsætisráðherra Bretlands. 23. október 2022 20:15
Sunak gæti hreppt hnossið strax í dag Mestar líkur eru nú taldar á því að Rishi Sunak verði næsti leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra, jafnvel strax í dag. 24. október 2022 06:53
Sunak staðfestir framboð Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, hefur formlega tilkynnt að hann muni bjóða sig fram í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Hann sækist þar með eftir því að verða næsti forsætisráðherra Bretlands. 23. október 2022 10:21
Leynilegur fundur Johnson og Sunak Frestur til að gefa kost á sér sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins nálgast óðfluga. Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, og Rishi Sunak, sem nýtur mesta fylgis þingliðs Íhaldsflokksins, eru sagðir leggja á ráðin um leiðtogakjör flokksins. 23. október 2022 00:02