Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússa, ræddi símleiðis við ráðherra í Bretlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum á dögunum.
Þar viðraði hann áhyggjur Rússa af því að Úkraínumenn freistist til að beita svokallaðri „skítugri sprengju“. Þar er um að ræða venjulega sprengju sem notuð er til að dreifa geislavirkum efnum yfir stórt svæði.
Rússar hafa þó ekki sýnt fram á neitt sem bendir til þess að áhyggjur þeirra eigi við rök að styðjast. Utanríkisráðherra Breta, Frakka og Bandaríkjanna þrír höfnuðu þessum vangaveltum Shoigu alfarið.
Rússar eru þó ekki af baki dottnir og hafa nú sent bréf til Antonio Guterres, aðalframkvæmdastóra SÞ og þeirra ríkja sem eiga sæti í öryggisráðinu.
Þar er því enn haldið fram að Úkraínumenn ætli sér að beita slíkri sprengju og óskað eftir því að málið verði tekið fyrir á vettvangi öryggisráðsins. Ráðið fundar í dag á lokuðum fundi