MAST neitaði að selja vanrækta hesta Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. október 2022 20:00 Birta Flókadóttir blés nýverið til söfnunar þar sem hún safnar fyrir vanræktum hrossum svo þau endi ekki í sláturhúsi. Aðsend Matvælastofnun neitaði að samþykkja kauptilboð í hesta sem endað hafa í vörslu stofnunarinnar vegna vanrækslu. Stofnunin segir að lagaheimild fyrir kaupunum sé ekki til staðar og hyggst halda áfram að slátra hestum sem enda í vörslu stofnunarinnar, bregðist eigendur ekki við. Birta Flókadóttir blés nýverið til söfnunar en hún hyggst kaupa hesta, sem endað hafa í vörslu Matvælastofnunar vegna vanrækslu eigenda, og bjarga þeim frá sláturhúsum. Peningarnir fara í að kaupa hrossin og fóðra þau til fullrar heilsu. Hún fór til Matvælastofnunar í dag vopnuð kauptilboðum í átta hross úr hópi hesta, að hluta til fyrir hönd ræktenda sem reyna að ná aftur hrossum sem þeir hafa selt núverandi eigendum, og hyggjast ná þeim til baka, og einnig fyrir peninga sem safnast hafa með söfnuninni. Vildu ekki snerta pappírana Hún segir að bregðast verði hratt við þegar Matvælastofnun grípi til vörslusviptingar. Jafnan gefi stofnunin aðeins 48 klukkutíma frest til viðbragða eigenda, ella verði vanræktum hrossum slátrað. Kauptilboðin eru því að meginhluta hugsuð sem lausn fyrir fram, þegar hross lenda í greipum stofnunarinnar. „Ég fór með kauptilboð og hitti á forstjóra MAST og tvo sviðsstjóra og þau neituðu að taka á móti kauptilboðunum. Við áttum hálftímafund í framhaldinu. Þau hvorki vildu skoða pappírana sem ég var með í höndunum – kauptilboðin – snerta þau, né taka við þeim. Og sögðu að þau hefðu ekki lagalegt svigrúm til þess að selja hross á önnur heimili við þessar aðstæður,“ segir Birta. Hún hefur sent Matvælastofnun tölvupóst og beðið um nákvæma lagalega útskýringu á neituninni. Þá hefur hún einnig notið aðstoðar lögfræðings, sem telur að heimild MAST sé fyrir hendi. „Algjör synd“ „Þarna finnst mér bara algjör synd að það er verið að bjóða þeim úrræði sem er þannig að það er tilbúið á borðinu ef allt fer á versta veg. Og Sigríður Björnsdóttir dýralæknir MAST sagði við síðustu sláturhúsaferð að þetta hefðu verið dýr sem hefðu ekki þurft neitt annað en fóður, en það hefði ekki verið neitt úrræði til að taka við þeim. Þannig að þarna er ég að vinna að úrræði en þetta voru viðtökurnar,“ segir Birta. Hún segist hvergi nærri hætt. Næsta skref verði að kanna lagagrundvöllinn frekar. „Þau vildu ekki einu sinni skoða pappírana. Flest af þessum kauptilboðum, fimm kauptilboð, eru hrossaræktendur sem eru undir ákveðnu eftirliti hjá MAST í tengslum við það. Það er ekki eins og það sé verið að setja hrossin í hendurnar á bara einhverjum,“ segir Birta. Ráðherra krefur MAST svara Matvælastofnun slátraði þrettán hrossum í síðustu viku vegna ástands og telur Birta að með þessu hafi verið hægt að bjarga hestunum. Tíu ungir hestar úr sama hópi voru metnir í „viðkvæmu ásigkomulagi“ og er Birta hrædd um að þeim verði jafnvel slátrað áður en hægt verði að grípa inn í. Með fyrir fram kauptilboðum væri málið leyst ef til slátrunar kæmi. Matvælastofnun hefur verið áberandi í umræðunni síðustu vikur og sagði Dýraverndarsambandið í september að MAST bregðist endurtekið illa og seint við. Matvælaráðherra hefur þar að auki kallað eftir upplýsingum um framkvæmd eftirlits þeirra og verkferla vegna velferðar dýra þegar grunur vaknar um að umráðamenn uppfylli ekki ákvæði laga þess efnis. Hestar Dýraníð í Borgarfirði Dýraheilbrigði Borgarbyggð Dýr Tengdar fréttir Hin hrossin send aftur til eigenda Þrettán hross í Borgarfirði voru aflífuð af Matvælastofnun (MAST) í gær vegna alvarlegs ástands. Önnur hross reyndust vera í ásættanlegum holdum og var skilað til umráðamanns. Tíu þeirra eru þó sögð vera í viðkvæmu ástandi. 19. október 2022 09:43 Segja hrossin hafa verið færð í sláturhús og folald fellt á staðnum Tólf af hrossunum í Borgarfirði sem Vísir hefur fjallað um síðan í sumar eru sögð hafa verið felld. Matvælastofnun hafi mætt á vettvang. 18. október 2022 23:45 Efast um hæfi MAST Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) segja viðbrögð Matvælastofnunar (MAST) við vanrækslu hrossa í Borgarfirði ekki vera í samræmi við alvarleika málsins. Samtökin skora á MAST að tryggja viðunandi aðbúnað dýranna á meðan málið er enn í skoðun. 14. október 2022 09:33 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Birta Flókadóttir blés nýverið til söfnunar en hún hyggst kaupa hesta, sem endað hafa í vörslu Matvælastofnunar vegna vanrækslu eigenda, og bjarga þeim frá sláturhúsum. Peningarnir fara í að kaupa hrossin og fóðra þau til fullrar heilsu. Hún fór til Matvælastofnunar í dag vopnuð kauptilboðum í átta hross úr hópi hesta, að hluta til fyrir hönd ræktenda sem reyna að ná aftur hrossum sem þeir hafa selt núverandi eigendum, og hyggjast ná þeim til baka, og einnig fyrir peninga sem safnast hafa með söfnuninni. Vildu ekki snerta pappírana Hún segir að bregðast verði hratt við þegar Matvælastofnun grípi til vörslusviptingar. Jafnan gefi stofnunin aðeins 48 klukkutíma frest til viðbragða eigenda, ella verði vanræktum hrossum slátrað. Kauptilboðin eru því að meginhluta hugsuð sem lausn fyrir fram, þegar hross lenda í greipum stofnunarinnar. „Ég fór með kauptilboð og hitti á forstjóra MAST og tvo sviðsstjóra og þau neituðu að taka á móti kauptilboðunum. Við áttum hálftímafund í framhaldinu. Þau hvorki vildu skoða pappírana sem ég var með í höndunum – kauptilboðin – snerta þau, né taka við þeim. Og sögðu að þau hefðu ekki lagalegt svigrúm til þess að selja hross á önnur heimili við þessar aðstæður,“ segir Birta. Hún hefur sent Matvælastofnun tölvupóst og beðið um nákvæma lagalega útskýringu á neituninni. Þá hefur hún einnig notið aðstoðar lögfræðings, sem telur að heimild MAST sé fyrir hendi. „Algjör synd“ „Þarna finnst mér bara algjör synd að það er verið að bjóða þeim úrræði sem er þannig að það er tilbúið á borðinu ef allt fer á versta veg. Og Sigríður Björnsdóttir dýralæknir MAST sagði við síðustu sláturhúsaferð að þetta hefðu verið dýr sem hefðu ekki þurft neitt annað en fóður, en það hefði ekki verið neitt úrræði til að taka við þeim. Þannig að þarna er ég að vinna að úrræði en þetta voru viðtökurnar,“ segir Birta. Hún segist hvergi nærri hætt. Næsta skref verði að kanna lagagrundvöllinn frekar. „Þau vildu ekki einu sinni skoða pappírana. Flest af þessum kauptilboðum, fimm kauptilboð, eru hrossaræktendur sem eru undir ákveðnu eftirliti hjá MAST í tengslum við það. Það er ekki eins og það sé verið að setja hrossin í hendurnar á bara einhverjum,“ segir Birta. Ráðherra krefur MAST svara Matvælastofnun slátraði þrettán hrossum í síðustu viku vegna ástands og telur Birta að með þessu hafi verið hægt að bjarga hestunum. Tíu ungir hestar úr sama hópi voru metnir í „viðkvæmu ásigkomulagi“ og er Birta hrædd um að þeim verði jafnvel slátrað áður en hægt verði að grípa inn í. Með fyrir fram kauptilboðum væri málið leyst ef til slátrunar kæmi. Matvælastofnun hefur verið áberandi í umræðunni síðustu vikur og sagði Dýraverndarsambandið í september að MAST bregðist endurtekið illa og seint við. Matvælaráðherra hefur þar að auki kallað eftir upplýsingum um framkvæmd eftirlits þeirra og verkferla vegna velferðar dýra þegar grunur vaknar um að umráðamenn uppfylli ekki ákvæði laga þess efnis.
Hestar Dýraníð í Borgarfirði Dýraheilbrigði Borgarbyggð Dýr Tengdar fréttir Hin hrossin send aftur til eigenda Þrettán hross í Borgarfirði voru aflífuð af Matvælastofnun (MAST) í gær vegna alvarlegs ástands. Önnur hross reyndust vera í ásættanlegum holdum og var skilað til umráðamanns. Tíu þeirra eru þó sögð vera í viðkvæmu ástandi. 19. október 2022 09:43 Segja hrossin hafa verið færð í sláturhús og folald fellt á staðnum Tólf af hrossunum í Borgarfirði sem Vísir hefur fjallað um síðan í sumar eru sögð hafa verið felld. Matvælastofnun hafi mætt á vettvang. 18. október 2022 23:45 Efast um hæfi MAST Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) segja viðbrögð Matvælastofnunar (MAST) við vanrækslu hrossa í Borgarfirði ekki vera í samræmi við alvarleika málsins. Samtökin skora á MAST að tryggja viðunandi aðbúnað dýranna á meðan málið er enn í skoðun. 14. október 2022 09:33 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Hin hrossin send aftur til eigenda Þrettán hross í Borgarfirði voru aflífuð af Matvælastofnun (MAST) í gær vegna alvarlegs ástands. Önnur hross reyndust vera í ásættanlegum holdum og var skilað til umráðamanns. Tíu þeirra eru þó sögð vera í viðkvæmu ástandi. 19. október 2022 09:43
Segja hrossin hafa verið færð í sláturhús og folald fellt á staðnum Tólf af hrossunum í Borgarfirði sem Vísir hefur fjallað um síðan í sumar eru sögð hafa verið felld. Matvælastofnun hafi mætt á vettvang. 18. október 2022 23:45
Efast um hæfi MAST Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) segja viðbrögð Matvælastofnunar (MAST) við vanrækslu hrossa í Borgarfirði ekki vera í samræmi við alvarleika málsins. Samtökin skora á MAST að tryggja viðunandi aðbúnað dýranna á meðan málið er enn í skoðun. 14. október 2022 09:33