„Afglöpum“ Eflingarstarfsmanna um að kenna að mál Ólafar Helgu tapaðist Kjartan Kjartansson skrifar 27. október 2022 07:00 Sólveig Anna Jónsdóttir (t.v.) og Ólöf Helga Adolfsdóttir í umræðuþætti á Stöð 2 í aðdraganda formannskjör í Eflingu síðasta vetur. Sólveig Anna hafði betur. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi stjórnandi og starfsmaður Eflingar gerðu afglöp þegar þeir létu ekki endurnýja trúnaðarmannskosningu Ólafar Helgu Adolfsdóttur hjá Icelandair, að mati Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar. Félagsdómur dæmdi Icelandair í vil þar sem hann taldi að Ólöf Helga hefði ekki lengur notið verndar sem trúnaðarmaður. Icelandair sagði Ólöfu Helgu upp sem hlaðmanni á Reykjavíkurflugvelli í ágúst í fyrra. Alþýðusamband Íslands höfðaði mál fyrir félagsdómi á þeim forsendum að uppsögnin hefði verið ólögleg. Ólöf Helga hefði átt að njóta verndar sem trúnaðarmaður. Í dómnum kemur fram að ágreiningslaust hafi verið að ekki hafi farið fram kosninga á trúnaðarmanni á vinnustaðnum eftir að kjörtímabili Ólafar Helgu lauk í mars. Stéttarfélag hennar, Efling, hefði heldur ekki tilnefnt hana án kosninga eða komið upplýsingum um val hennar til áframhaldandi starfa sem trúnaðarmaður á framfæri við fyrirtækið. Því hafi hún ekki notið verndar fyrir uppsögn. Sólveig Anna segist í samtali við Vísi harma niðurstöðuna. Hún óttast þó ekki að hún hafi víðtækari áhrif fyrir trúnaðarmenn á vinnustöðum. Kennir hún fyrrverandi stjórnanda og starfsmanni Eflingar sem höfðu það sem meginverkefni að halda utan um kjör trúnaðarmanna og koma upplýsingum um það á framfæri við atvinnurekendur um að kosning Ólafar Helgu hafi ekki verið endurnýjuð. „Þetta fólk sinnti ekki þessu starfi sínu. Það er auðvitað bara mjög miður,“ segir Sólveig Anna. Þessi mál hafi síðan þá verið tekin föstum tökum og séu nú komin í eðlilegt horf. „Afglöp eins og þessi sem þetta háttvirta starfsfólk hér innanhúss bar ábyrgð á verða ekki endurtekin. Þetta fólk vinnur ekki lengur hjá þessu félagi. Þessi mál eru núna á góðum, réttum og eðlilegum stað,“ segir hún. „Háttlaunaður stjórnandi“ og undirmaður sinntu ekki starfi sínu Spurð að því hvort að mál Ólafar Helgu hafi þannig tapast á mistökum Eflingar segir Sólveig Anna að blaðamaður geti lagt út af orðum sínum eins og hann vilji. „Ég auðvitað harma það að þetta sé niðurstaðan. Þetta var svo sannarlega ekki sú niðurstaða sem við óskuðum eftir og börðumst fyrir. En staðreyndin er sú að kosning hennar var ekki endurnýjuð og ábyrgð á því verkefni var hér hjá háttlaunuðum stjórnanda og undirmanni þess stjórnanda. Þær manneskjur sinntu ekki þessum störfum sínum, jafnvel þó að þetta sé augljóslega eitt af því mikilvægasta sem eigi að gera,“ ítrekar Sólveig Anna. Sólveig Anna var formaður Eflingar þegar afglöpin sem hún lýsir áttu sér stað. „Þetta verkefni var náttúrulega ekki á mínu borði, ekki það að ég sé að reyna að fría mig ábyrgð. Ég reyni aldrei að gera það, ekki í þessu né öðru,“ segir hún. Stormasamt hefur verið innan Eflingar undanfarin misseri. Sólveig Anna sagði af sér formennsku síðasta haust í kjölfar ólgu á skrifstofu stéttarfélagsins. Starfsfólk sakaði hana meðal annars um að halda „aftökulista“. Sakaði hún starfsfólkið um að hrekja sig úr embætti. Þær Sólveig Anna og Ólöf Helga hafa einnig eldað grátt silfur saman og tilheyrt ólíkum fylkingum í deilunum innan Eflingar. Ólöf Helga tapaði formannsslag við Sólveigu Önnu í Eflingu síðasta vetur. Gagnrýndi hún harðlega hópuppsögn Sólveigar Önnu á starfsfólki á skrifstofu Eflingar í kjölfarið. Eftir að þing Alþýðusambandsins sprakk í loft upp þegar Sólveig Anna og formenn VR og Starfsgreinasambandsins gengu út af því sakaði Sólveig Anna Ólöfu Helgu um að vera „veruleikafirrta“ og „valdasjúka“. Kjaramál Icelandair Deilur Ólafar Helgu og Icelandair Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Segir Ólöfu Helgu veruleikafirrta og valdsjúka Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, frambjóðanda til forseta ASÍ, veruleikafirrta. Sólveig hafnar því að hún og félagar Eflingar viðstaddir þingi ASÍ hafi strunsað út af þinginu. Hún segir að þau hafi fylkt liði í samstöðu hvert við annað. 12. október 2022 12:45 Vonar að þremenningarnir sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda Ólöf Helga Adolfsdóttir, frambjóðandi til forseta ASÍ, segist vona að verkalýðsleiðtogarnir þrír sem strunsuðu út af þingi sambandsins í gær sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda. Ásakanir þremenninganna um persónuárásir komi henni þó spánskt fyrir sjónir. 12. október 2022 10:10 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sjá meira
Icelandair sagði Ólöfu Helgu upp sem hlaðmanni á Reykjavíkurflugvelli í ágúst í fyrra. Alþýðusamband Íslands höfðaði mál fyrir félagsdómi á þeim forsendum að uppsögnin hefði verið ólögleg. Ólöf Helga hefði átt að njóta verndar sem trúnaðarmaður. Í dómnum kemur fram að ágreiningslaust hafi verið að ekki hafi farið fram kosninga á trúnaðarmanni á vinnustaðnum eftir að kjörtímabili Ólafar Helgu lauk í mars. Stéttarfélag hennar, Efling, hefði heldur ekki tilnefnt hana án kosninga eða komið upplýsingum um val hennar til áframhaldandi starfa sem trúnaðarmaður á framfæri við fyrirtækið. Því hafi hún ekki notið verndar fyrir uppsögn. Sólveig Anna segist í samtali við Vísi harma niðurstöðuna. Hún óttast þó ekki að hún hafi víðtækari áhrif fyrir trúnaðarmenn á vinnustöðum. Kennir hún fyrrverandi stjórnanda og starfsmanni Eflingar sem höfðu það sem meginverkefni að halda utan um kjör trúnaðarmanna og koma upplýsingum um það á framfæri við atvinnurekendur um að kosning Ólafar Helgu hafi ekki verið endurnýjuð. „Þetta fólk sinnti ekki þessu starfi sínu. Það er auðvitað bara mjög miður,“ segir Sólveig Anna. Þessi mál hafi síðan þá verið tekin föstum tökum og séu nú komin í eðlilegt horf. „Afglöp eins og þessi sem þetta háttvirta starfsfólk hér innanhúss bar ábyrgð á verða ekki endurtekin. Þetta fólk vinnur ekki lengur hjá þessu félagi. Þessi mál eru núna á góðum, réttum og eðlilegum stað,“ segir hún. „Háttlaunaður stjórnandi“ og undirmaður sinntu ekki starfi sínu Spurð að því hvort að mál Ólafar Helgu hafi þannig tapast á mistökum Eflingar segir Sólveig Anna að blaðamaður geti lagt út af orðum sínum eins og hann vilji. „Ég auðvitað harma það að þetta sé niðurstaðan. Þetta var svo sannarlega ekki sú niðurstaða sem við óskuðum eftir og börðumst fyrir. En staðreyndin er sú að kosning hennar var ekki endurnýjuð og ábyrgð á því verkefni var hér hjá háttlaunuðum stjórnanda og undirmanni þess stjórnanda. Þær manneskjur sinntu ekki þessum störfum sínum, jafnvel þó að þetta sé augljóslega eitt af því mikilvægasta sem eigi að gera,“ ítrekar Sólveig Anna. Sólveig Anna var formaður Eflingar þegar afglöpin sem hún lýsir áttu sér stað. „Þetta verkefni var náttúrulega ekki á mínu borði, ekki það að ég sé að reyna að fría mig ábyrgð. Ég reyni aldrei að gera það, ekki í þessu né öðru,“ segir hún. Stormasamt hefur verið innan Eflingar undanfarin misseri. Sólveig Anna sagði af sér formennsku síðasta haust í kjölfar ólgu á skrifstofu stéttarfélagsins. Starfsfólk sakaði hana meðal annars um að halda „aftökulista“. Sakaði hún starfsfólkið um að hrekja sig úr embætti. Þær Sólveig Anna og Ólöf Helga hafa einnig eldað grátt silfur saman og tilheyrt ólíkum fylkingum í deilunum innan Eflingar. Ólöf Helga tapaði formannsslag við Sólveigu Önnu í Eflingu síðasta vetur. Gagnrýndi hún harðlega hópuppsögn Sólveigar Önnu á starfsfólki á skrifstofu Eflingar í kjölfarið. Eftir að þing Alþýðusambandsins sprakk í loft upp þegar Sólveig Anna og formenn VR og Starfsgreinasambandsins gengu út af því sakaði Sólveig Anna Ólöfu Helgu um að vera „veruleikafirrta“ og „valdasjúka“.
Kjaramál Icelandair Deilur Ólafar Helgu og Icelandair Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Segir Ólöfu Helgu veruleikafirrta og valdsjúka Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, frambjóðanda til forseta ASÍ, veruleikafirrta. Sólveig hafnar því að hún og félagar Eflingar viðstaddir þingi ASÍ hafi strunsað út af þinginu. Hún segir að þau hafi fylkt liði í samstöðu hvert við annað. 12. október 2022 12:45 Vonar að þremenningarnir sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda Ólöf Helga Adolfsdóttir, frambjóðandi til forseta ASÍ, segist vona að verkalýðsleiðtogarnir þrír sem strunsuðu út af þingi sambandsins í gær sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda. Ásakanir þremenninganna um persónuárásir komi henni þó spánskt fyrir sjónir. 12. október 2022 10:10 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sjá meira
Segir Ólöfu Helgu veruleikafirrta og valdsjúka Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, frambjóðanda til forseta ASÍ, veruleikafirrta. Sólveig hafnar því að hún og félagar Eflingar viðstaddir þingi ASÍ hafi strunsað út af þinginu. Hún segir að þau hafi fylkt liði í samstöðu hvert við annað. 12. október 2022 12:45
Vonar að þremenningarnir sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda Ólöf Helga Adolfsdóttir, frambjóðandi til forseta ASÍ, segist vona að verkalýðsleiðtogarnir þrír sem strunsuðu út af þingi sambandsins í gær sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda. Ásakanir þremenninganna um persónuárásir komi henni þó spánskt fyrir sjónir. 12. október 2022 10:10