Vill svör um samskipti Katrínar við Björk og Gretu Thunberg Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. október 2022 08:58 Björk Guðmundsdóttir hefur sagt að hún, Katrín Jakobsdóttir og Greta Thunberg hafi ætlað sér að vinna saman, en Katrín hafi hætt við. Samsett Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar vill fá svör frá Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um samskipti hennar, Bjarkar Guðmundsdóttir og sænska loftslagsaðgerðasinnans Gretu Thunberg. Nokkuð var fjallað um samskipti þeirra þriggja eftir að Björk var í viðtali við breska blaðið The Guardian á dögunum. Þar sagði Björk að Katrín hafi á ögurstundu svikið samkomulag sem hún átti að hafa gert við Björk og Gretu um að lýsa yfir neyðarástandi í loftlagsmálum. Sama dag og viðtalið birtist sagði Katrín að rétt sé að Björk hafi á sínum tíma hvatt hana til að lýsa yfir umræddu neyðarástandi. Það hafi verið tekið til skoðunar og rætt á ríkisstjórnarfundi. Ákveðið hafi hins vegar verið að fara aðra leið en þá sem Björk lagði til. Fyrir um mánuði síðan ræddi Björk málið aftur í þættinum Víðsjá á Rás 1. Þar sakaði hún Katrínu um að hafa verið óheiðarlega í samskiptum. Jóhann Páll vill vita meira um þau samskipti sem fóru á milli Bjarkar, Katrínar og Gretu. Hefur hann lagt fram fyrirspurn til Katrínar á Alþingi í þremur liðum. Þar vill hann í fyrsta lagi fá að vita hvernig ráðherra hafi svarað erindi Gretu um yfirlýsingu um neyðarástand í loftslagsmálum haustið 2019. Í öðru lagi vill hann svar um hvort ráðherra hafi gefið þeim fyrirheit um að vænta mætti formlegrar yfirlýsingar ráðherra, ríkisstjórn eða Alþingi um slíkt neyðarástand. Þá vill hann einnig vita hvort að Katrín hafi hvatt Björk og Gretu til að hætta við að halda blaðamannafund þar sem þær höfðu ráðgert að hvetja til þess að lýst yrði yfir neyðarástandi. Fyrirspurnina má lesa hér. Björk Umhverfismál Utanríkismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Björk sakar Katrínu um svik á ögurstundu Söngkonan Björk Guðmundsdóttir segir að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi á ögurstundu svikið samkomulag sem hún á að hafa gert við Björk og sænska loftslagsaðgerðasinnann Gretu Thunberg. Björk segir að Katrín hafi ekki gert neitt fyrir umhverfið. 19. ágúst 2022 09:43 Katrín svarar Björk: Ekki þörf á fleiri orðum heldur aðgerðum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að sér þyki leitt að Björk Guðmundsdóttir hafi orðið fyrir vonbrigðum með hana. Meiri þörf á aðgerðum en orðum í loftslagsmálum. 19. ágúst 2022 12:26 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Nokkuð var fjallað um samskipti þeirra þriggja eftir að Björk var í viðtali við breska blaðið The Guardian á dögunum. Þar sagði Björk að Katrín hafi á ögurstundu svikið samkomulag sem hún átti að hafa gert við Björk og Gretu um að lýsa yfir neyðarástandi í loftlagsmálum. Sama dag og viðtalið birtist sagði Katrín að rétt sé að Björk hafi á sínum tíma hvatt hana til að lýsa yfir umræddu neyðarástandi. Það hafi verið tekið til skoðunar og rætt á ríkisstjórnarfundi. Ákveðið hafi hins vegar verið að fara aðra leið en þá sem Björk lagði til. Fyrir um mánuði síðan ræddi Björk málið aftur í þættinum Víðsjá á Rás 1. Þar sakaði hún Katrínu um að hafa verið óheiðarlega í samskiptum. Jóhann Páll vill vita meira um þau samskipti sem fóru á milli Bjarkar, Katrínar og Gretu. Hefur hann lagt fram fyrirspurn til Katrínar á Alþingi í þremur liðum. Þar vill hann í fyrsta lagi fá að vita hvernig ráðherra hafi svarað erindi Gretu um yfirlýsingu um neyðarástand í loftslagsmálum haustið 2019. Í öðru lagi vill hann svar um hvort ráðherra hafi gefið þeim fyrirheit um að vænta mætti formlegrar yfirlýsingar ráðherra, ríkisstjórn eða Alþingi um slíkt neyðarástand. Þá vill hann einnig vita hvort að Katrín hafi hvatt Björk og Gretu til að hætta við að halda blaðamannafund þar sem þær höfðu ráðgert að hvetja til þess að lýst yrði yfir neyðarástandi. Fyrirspurnina má lesa hér.
Björk Umhverfismál Utanríkismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Björk sakar Katrínu um svik á ögurstundu Söngkonan Björk Guðmundsdóttir segir að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi á ögurstundu svikið samkomulag sem hún á að hafa gert við Björk og sænska loftslagsaðgerðasinnann Gretu Thunberg. Björk segir að Katrín hafi ekki gert neitt fyrir umhverfið. 19. ágúst 2022 09:43 Katrín svarar Björk: Ekki þörf á fleiri orðum heldur aðgerðum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að sér þyki leitt að Björk Guðmundsdóttir hafi orðið fyrir vonbrigðum með hana. Meiri þörf á aðgerðum en orðum í loftslagsmálum. 19. ágúst 2022 12:26 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Björk sakar Katrínu um svik á ögurstundu Söngkonan Björk Guðmundsdóttir segir að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi á ögurstundu svikið samkomulag sem hún á að hafa gert við Björk og sænska loftslagsaðgerðasinnann Gretu Thunberg. Björk segir að Katrín hafi ekki gert neitt fyrir umhverfið. 19. ágúst 2022 09:43
Katrín svarar Björk: Ekki þörf á fleiri orðum heldur aðgerðum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að sér þyki leitt að Björk Guðmundsdóttir hafi orðið fyrir vonbrigðum með hana. Meiri þörf á aðgerðum en orðum í loftslagsmálum. 19. ágúst 2022 12:26