Borða svið til styrktar endurbyggingu „elstu vegasjoppu landsins“ Atli Ísleifsson skrifar 27. október 2022 09:30 Þuríður Þorleifsdóttir, forstöðukona Verslunarminjasafnisins á Hvammstanga, segir að til standi að gera Norðurbraut upp og koma því fyrir á lóð safnsins. Aðsendar/Guðmundur Haukur Íbúar á Hvammstanga og nærsveitum munu koma saman til sérstakrar sviðamessu á laugardag þar sem ágóðinn mun renna til endurbyggingar á Norðurbraut, sem lýst hefur verið sem elstu vegasjoppu landsins. Þuríður Þorleifsdóttir, forstöðukona Verslunarminjasafnisins á Hvammstanga, segir að til standi að gera húsið upp og koma því fyrir á lóð safnsins. „Saga Norðurbrautar er mjög merkileg en Sigurður Davíðsson verslunarmaður opnaði ferðamannaverslun í húsnæðinu í kringum árið 1930 sem stóð á mótum þjóðvegar 1 og vegarins að Hvammstanga. Þetta var því fyrsta vegasjoppa landsins,“ segir Þuríður. Þuríður segir að sjoppa hafi verið rekin á staðnum til 1960 þegar henni var lokað. Húsið hafi þá verið flutt upp á Ásinn svokallaða á Hvammstanga þar sem það hafi staðið áratugum saman. Fyrir ekki svo löngu síðan hafi svo verið samið við tvo smiði í bænum til að gera húsið upp. Norðurbraut var nýlega flutt á stað þar sem unnið verður að endurbyggingunni.Aðsend/Guðmundur Haukur Hún segist vona að innan tveggja ára verði svo hægt að koma uppgerðri Norðurbraut fyrir á lóð Verslunarminjasafnsins. Verði Norðurbraut og Verslunarminjasafnið tengt með hinum svokallaða Bangsabát, báti Björns Þóris Sigurðarsonar, sonar verslunarmannsins Sigurðar Davíðssonar. Konungleg heimsókn 1936 Þuríður segir að sjálfur Kristján tíundi Danakonungur hafi heimsótt Norðurbraut árið 1936. „Hann var þá á leiðinni norður til Akureyrar. Það voru sérstaklega smíðaðir kamrar við Norðurbraut vegna þessarar konunglegu heimsóknar,“ segir í Þuríður. Sviðamessan verður haldin í Félagsheimilinu á Hvammstanga þar sem gestir munu snæði bæði heit og köld svið, sviðalappir og tilheyrandi. Húnaþing vestra Söfn Húsavernd Menning Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Fleiri fréttir Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Sjá meira
Þuríður Þorleifsdóttir, forstöðukona Verslunarminjasafnisins á Hvammstanga, segir að til standi að gera húsið upp og koma því fyrir á lóð safnsins. „Saga Norðurbrautar er mjög merkileg en Sigurður Davíðsson verslunarmaður opnaði ferðamannaverslun í húsnæðinu í kringum árið 1930 sem stóð á mótum þjóðvegar 1 og vegarins að Hvammstanga. Þetta var því fyrsta vegasjoppa landsins,“ segir Þuríður. Þuríður segir að sjoppa hafi verið rekin á staðnum til 1960 þegar henni var lokað. Húsið hafi þá verið flutt upp á Ásinn svokallaða á Hvammstanga þar sem það hafi staðið áratugum saman. Fyrir ekki svo löngu síðan hafi svo verið samið við tvo smiði í bænum til að gera húsið upp. Norðurbraut var nýlega flutt á stað þar sem unnið verður að endurbyggingunni.Aðsend/Guðmundur Haukur Hún segist vona að innan tveggja ára verði svo hægt að koma uppgerðri Norðurbraut fyrir á lóð Verslunarminjasafnsins. Verði Norðurbraut og Verslunarminjasafnið tengt með hinum svokallaða Bangsabát, báti Björns Þóris Sigurðarsonar, sonar verslunarmannsins Sigurðar Davíðssonar. Konungleg heimsókn 1936 Þuríður segir að sjálfur Kristján tíundi Danakonungur hafi heimsótt Norðurbraut árið 1936. „Hann var þá á leiðinni norður til Akureyrar. Það voru sérstaklega smíðaðir kamrar við Norðurbraut vegna þessarar konunglegu heimsóknar,“ segir í Þuríður. Sviðamessan verður haldin í Félagsheimilinu á Hvammstanga þar sem gestir munu snæði bæði heit og köld svið, sviðalappir og tilheyrandi.
Húnaþing vestra Söfn Húsavernd Menning Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Fleiri fréttir Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Sjá meira